Erlent

Kurt Vonnegut látinn

Kurt Vonnegut, hinn frægi bandaríski rithöfundur, er látinn, 84 ára að aldri. Hann lést aðfaranótt miðvikudags í Manhattan í New York. Hann lést vegna meiðsla sem hann hlaut er hann hrasaði nokkrum vikum áður.

Vonnegut var fæddur í Indianapolis árið 1922. Hann skrifaði alls 14 skáldsögur og var sérstaklega vinsæll á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. Hann skrifaði meðal annars bókina Sláturhús númer fimm sem kom út á meðan Víetnamstríðið var í gangi. Bókin varð fljótt vinsæl en hún fjallar um sprengjuárásir Bandamanna á þýsku borgina Dresden í Seinni heimsstyrjöldinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×