Yfirtakan á Sainsbury að fara út um þúfur? 11. apríl 2007 11:30 Ein af verslunum Sainsbury. Mynd/AFP Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Yfirtökukapphlaupið hefur hangið á bláþræði síðan skömmu fyrir páska þegar einn fjárfestasjóður af fjórum sem stóðu á bak við það sagði sig úr hópnum til að einbeita sér að annarri stórri yfirtöku. Tveir til viðbótar drógu sig í hlé í gær. Sainsbury-fjölskyldan sagði fyrir páska að öllum tilboðum undir 600 pensum á hlut yrði hafnað. Fyrir lá óformlegt tilboð upp á 562 pens á hlut. Sjóðirnir hækkuðu það um 20 pens um páskana og setur það 10,1 milljarðs punda, 1.350 milljarða króna, verðmiða á keðjuna alla. Netmiðill bandaríska tímaritsins Forbes hefur eftir breskum heimildamönnum í dag að Sainsbury-fjölskyldan muni að öllum líkindum senda frá sér tilkynningu um tilboðið síðar í dag eða á morgun.Þá hefur tímaritið eftir breskum fjölmiðlum að þar sem CVC Capital Partners sé orðinn einn fjárfestasjóða í kapphlaupinu um Sainsbury-keðjuna séu litlar líkur á að tilboðið verði hækkað. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Miklar líkur eru á því að Sainsbury-fjölskyldan, stærsti einstaki hluthafinn í bresku stórmarkaðakeðjunni Sainsbury með 18 prósenta hlut, muni hafna yfirtökutilboði fjárfestasjóðsins CVC Capital Partners í dag eða á morgun. Verði það raunin er talið er ekkert verði úr yfirtökunni, sem staðið hefur fyrir dyrum síðan í byrjun febrúar. Yfirtökukapphlaupið hefur hangið á bláþræði síðan skömmu fyrir páska þegar einn fjárfestasjóður af fjórum sem stóðu á bak við það sagði sig úr hópnum til að einbeita sér að annarri stórri yfirtöku. Tveir til viðbótar drógu sig í hlé í gær. Sainsbury-fjölskyldan sagði fyrir páska að öllum tilboðum undir 600 pensum á hlut yrði hafnað. Fyrir lá óformlegt tilboð upp á 562 pens á hlut. Sjóðirnir hækkuðu það um 20 pens um páskana og setur það 10,1 milljarðs punda, 1.350 milljarða króna, verðmiða á keðjuna alla. Netmiðill bandaríska tímaritsins Forbes hefur eftir breskum heimildamönnum í dag að Sainsbury-fjölskyldan muni að öllum líkindum senda frá sér tilkynningu um tilboðið síðar í dag eða á morgun.Þá hefur tímaritið eftir breskum fjölmiðlum að þar sem CVC Capital Partners sé orðinn einn fjárfestasjóða í kapphlaupinu um Sainsbury-keðjuna séu litlar líkur á að tilboðið verði hækkað.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Viðskipti innlent Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira