Erlent

Fílsunginn trekkir að

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í dýragarðinn í Hamborg í Þýskalandi undanfarinn sólarhring til að berja augum lítinn fílskálf sem kom þar í heiminn í gær. Litli fíllinn er reyndar ekkert mjög lítill því fæðingarþyngd hans var 86 kíló og stærðin yfir herðakambinn 96 sentimetrar. Kálfurinn hefur vakið svo mikla athygli að Þjóðverjar eru farnir að tala um að hvítabjarnarhúnninn Knútur sem býr í Berlín megi fara að vara sig. Þegar fréttamenn bar að garði í dag hljóp krílið um alla gryfjuna sína og lét duglega í sér heyra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×