Danski boltinn

Fréttamynd

Jón Dagur tryggði AGF sigur í Íslendingaslag

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF tóku á móti Kristófer Inga Kristóferssyni og félögum hans í SønderjyskE í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Jón Dagur skoraði eina mark leiksins þegar að AGF hafði betur, 1-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Barbáru dugði ekki til

Barbára Sól Gísladóttir og liðsfélagar hennar í Brøndby heimsóttu Thisted í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Barbára skoraði fyrsta mark leiksins, en þurfti að sætta sig við 3-1 tap. 

Fótbolti
Fréttamynd

Elías og félagar enn á toppi dönsku deildarinnar

Tveimur leikjum er lokið í dönsku deildinni í knattspyrnu í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim báðum. Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í Midtjylland eru með fjögurra stiga forskot á toppnum eftir 1-0 útisigur gegn Randers og Aron Elís Þrándarson og félagar hans í OB gerðu 1-1 jafntefli gegn Viborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Dagur skoraði þegar AGF fór áfram í danska bikarnum

Jón Dagur Þorsteinsson og félagar hans í AGF heimsóttu C-deildarliðið BK Frem í 32-liða úrslitum danska bikarsins í dag. Jón Dagur skoraði fyrsta mark AGF þegar að liðið vann öruggan 3-0 sigur. Þá var Ágúst Eðvald Hlynsson í byrjunarliði Horsens sem sló Silkeborg úr leik í Íslendingaslag með 3-2 sigri.

Fótbolti
Fréttamynd

Mikael sagði fangelsismyndina mistök

Mikael Anderson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, er feginn að hafa fengið að skipta um félag á síðustu stundu áður en félagaskiptaglugginn lokaðist í vikunni. Hann segist hafa gert mistök með birtingu myndar á Instagram.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak kostaði FCK rúmar 700 milljónir og ÍA græðir á tá og fingri

Talið er að FC Kaupmannahöfn hafi greitt rúmlega 730 milljónir íslenskra króna fyrir hinn 18 ára gamla Ísak Bergmann Jóhannesson. Kemur þetta fram á vef Sportbladet í Svíþjóð en FCK keypti Ísak Bergmann frá IFK Norrköping. ÍA gæti fengið vel á annað hundrað milljóna króna í sinn hlut.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Bergmann til Kaupmannahafnar

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson er genginn í raðir FC Kaupmannahafnar í dönsku úrvasdeildinni frá sænska liðinu Norrköping.

Fótbolti