Freyr réttir Leiknismönnum hjálparhönd Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. júlí 2022 10:19 Leiknismaðurinn Freyr Alexandersson stýrði Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili. getty/Lars Ronbog Leiknir R. hefur fengið danska framherjann Zean Dalügge á láni frá Lyngby. Lánssamningurinn gildir út tímabilið. Þjálfari Lyngby, Freyr Alexandersson, er Leiknismönnum að góður kunnur en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari félagsins. Hann vonast væntanlega til að Dalügge hjálpi Leikni að halda sæti sínu í Bestu deildinni. „Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. Dalügge, sem er nítján ára, er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og kemur til Íslands í von um meiri spiltíma. Hann er uppalinn hjá Esbjerg en kom til Lyngby í byrjun þessa árs. Leikni veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 1-9 samanlagt. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í Bestu deildinni en Leiknir, eða tólf. Næsti leikur Leiknismanna er ekki fyrr en mánudaginn 8. ágúst þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn. Auk Dalügges fékk Leiknir Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðabliki. Maciej Makuszewski og Arnór Ingi Kristinsson yfirgáfu hins vegar Breiðholtsliðið á lokadegi félagaskiptagluggans. Besta deild karla Leiknir Reykjavík Danski boltinn Tengdar fréttir Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01 Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Þjálfari Lyngby, Freyr Alexandersson, er Leiknismönnum að góður kunnur en hann er fyrrverandi leikmaður og þjálfari félagsins. Hann vonast væntanlega til að Dalügge hjálpi Leikni að halda sæti sínu í Bestu deildinni. „Við bindum vonir við að þessi sending frá vinum okkar í Kóngsins Lyngby reynist farsæl fyrir alla aðila og bjóðum þennan unga leikmann velkominn í Breiðholtið,“ sagði Oscar Clausen, formaður Leiknis, í frétt á heimasíðu félagsins. Dalügge, sem er nítján ára, er nýstiginn upp úr erfiðum meiðslum og kemur til Íslands í von um meiri spiltíma. Hann er uppalinn hjá Esbjerg en kom til Lyngby í byrjun þessa árs. Leikni veitir ekki af liðsstyrk en liðið er í ellefta og næstneðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, 1-9 samanlagt. Ekkert lið hefur skorað færri mörk í Bestu deildinni en Leiknir, eða tólf. Næsti leikur Leiknismanna er ekki fyrr en mánudaginn 8. ágúst þegar þeir fá Keflvíkinga í heimsókn. Auk Dalügges fékk Leiknir Adam Örn Arnarson á láni frá Breiðabliki. Maciej Makuszewski og Arnór Ingi Kristinsson yfirgáfu hins vegar Breiðholtsliðið á lokadegi félagaskiptagluggans.
Besta deild karla Leiknir Reykjavík Danski boltinn Tengdar fréttir Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01 Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47 Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ Sjá meira
Pólski landsliðsmaðurinn yfirgefur Leikni Maciej Makuszewski, sem á að baki fimm leiki fyrir pólska landsliðið í fótbolta, hefur yfirgefið Leikni og heldur heim á leið. 27. júlí 2022 10:01
Adam Örn leikur með Leikni fram á haustið Adam Örn Arnarson, leikmaður Breiðabliks, hefur verið lánaður í Leikni Reykjavík og mun hann leika þar út yfirstandandi leiktíð. 26. júlí 2022 19:47