Fótbolti

Sigrar hjá Íslendingaliðunum í Noregi | Aron skoraði í dramatískum Íslendingaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Aron Sigurðarson lagði sitt af mörkum í ótrúlegri endurkomu Horsens.
Aron Sigurðarson lagði sitt af mörkum í ótrúlegri endurkomu Horsens. Lars Ronbog / FrontZoneSport via Getty Images

Þrjú Íslendingalið voru í eldlínunni í norska og danska boltanum í kvöld og unnu þau öll örugga sigra.

Alfons Sampsted og félagar hans í norska meistaraliðinu Bodö/Glimt unnu sannfærandi 4-1 sigur gegn Sarpsborg 08. Alfons var á sínum stað í byrjunaliðinu og lék allan leikinn í hægri bakverði.

Sigurinn þýðir að Bodö/Glimt situr nú í öðru sæti deildarinnar með 37 stig, fimm stigum á eftir toppliði Molde.

Þá lék Kristall Máni Ingason seinasta stundarfjórðunginn fyrir Rosenborg er liðið vann góðan 2-5 útisigur gegn Sandefjord. Rosenborg situr í fjórða sæti norsku deildarinnar með 34 stig.

Að lokum skoraði Aron Sigurðarson annað mark Horsens er liðið kom til baka gegn Elíasi Rafni Ólafssyni og félögum í Midtjylland. 

Gestirnir í Midtjylland fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, en heimamenn minnkuðu muninn snemma í síðari hálfleik. Aron skoraði svo annað mark heimamanna úr vítaspyrnu á 88. mínútu eftir að tveir leikmenn Midtjylland höfðu látið reka sig af velli með rautt spjald.

Heimamenn jöfnuðu svo metin á annarri mínútu uppbótartíma og niðurstaðan því 3-3 jafntefli í dramatískum leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×