Fótbolti

Lyngby leitar enn fyrsta sigursins

Valur Páll Eiríksson skrifar
Sævar Atli spilaði fyrstu 67 mínútur leiksins í kvöld.
Sævar Atli spilaði fyrstu 67 mínútur leiksins í kvöld. Twitter/@LyngbyBoldklub

AGF vann 1-0 sigur á Lyngby í Árósum í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Lærisveinar Freys Alexanderssonar leita enn síns fyrsta sigurs á leiktíðinni.

Sævar Atli Magnússon byrjaði í framlínu Lyngby í kvöld en Mikael Anderson var hvergi sjáanlegur í leikmannahópi AGF.

Miðvörðurinn Yann Bisseck skoraði eina mark leiksins fyrir AGF á 20. mínútu eftir stoðsendingu Nicolais Poulsen.

Sævar Atla var skipt af velli á 67. mínútu en Lyngby er með tvö stig eftir fimm leiki í tíunda sæti af tólf liðum. Aab frá Álaborg er jafnt þeim að stigum sæti neðar en OB, lið Arons Elís Þrándarsonar er á botninum með eitt stig.

AGF er í þriðja sæti með tíu stig, jafnmörg og Silkeborg sem er sæti ofar, þremur stigum á eftir toppliði Nordsjælland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×