Bröndby fær hjálp lögreglu eftir lætin og skemmdarverkin á Parken Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. ágúst 2022 12:31 Peb Biel og Hákon Arnar Haraldsson fagna einu þriggja marka Biel í 4-1 sigri FCK á Bröndby um helgina. Lars Ronbog/Getty Images Nágrannaliðin og erkifjendurnir FC Kaupmannahöfn og Bröndby mættust í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Líkt og svo oft áður sauð upp úr er Íslendinglið FCK tók á móti sínum fornu fjendum í Bröndby og vann öruggan 4-1 sigur. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum. Stuðningsmenn gestaliðsins tóku ekkert sérstaklega vel í tap sinna manna og gerðu sitt besta til að rífa sætin á Parken úr stúkunni og henda þeim inn á völlinn. Ole Palmå, framkvæmdastjóri Bröndby, segir félagið nú vinna með lögreglunni í Kaupmannahöfn í von um að finna skemmdarvargana. „Þó við höfum verið mjög skýr í skilaboðum okkar til stuðningsmanna liðsins um að við vildum að þeir myndu styðja við bakið á liðinu þá eru alltaf nokkrir einstaklingar sem þurfa að skemma fyrir heildinni,“ sagði Palmå í viðtali á Bold.dk. Þá bað hann stuðningsmenn félagsins um að standa með því í baráttunni gegn ofbeldi og skemmdarverkum. Brondby lufter de gule trøje i fag #sldk #football pic.twitter.com/rf4kxK5tlq— Miki Mistrati (@MrMistrati) August 7, 2022 Ef marka má starfsmenn miðilsins TV3 þá var um meira en aðeins nokkur skemmd epli að ræða. Í spjalli um leikinn kemur fram að starfsmennirnir hafi einfaldlega ekki verið vissir um eigið öryggi er þeir horfðu á stuðningsmenn Bröndby láta öllum illum látum. Þá var minnst á myndband sem fer nú sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum en þar má sjá stuðningsmann Bröndby þvinga ungan stuðningsmann FC Kaupmannahafnar úr treyju liðsins er þeir voru staddir í lest á leið frá leiknum. @kennethemilp #tv3sport pic.twitter.com/wwjSpt0P0N— Søren Frederiksen (@sor_frederiksen) August 9, 2022 Það er spurning hvernig danska knattspyrnusambandið bregst við þessu en á síðustu leiktíð var stuðningsmönnum útiliðsins bannað að mæta er liðin mættust. Hvort slíkt bann sé á leiðinni eða þá algert áhorfendabann kemur að öllum líkindum í ljós á næstu dögum eða vikum. Liðin mætast næst í Bröndby þann 16. október.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Rayo Vallecano - Real Madrid | Geta styrkt stöðuna á toppnum Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sjá meira