Fótbolti

Dönsku meistararnir fara illa af stað

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísak Bergmann kom inn á sem varamaður en var tekinn aftur af velli.
Ísak Bergmann kom inn á sem varamaður en var tekinn aftur af velli. vísir/Getty

Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og félagar þeirra í danska meistaraliðinu FCK máttu þola 1-3 tap er liðið tók á móti Randers í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Þetta var þriðja tap liðsins í upphafi tímabils.

Hákon Arnar lék allan leikinn í liði FCK í kvöld, en Ísak Bergmann hóf leik á varamannabekknum. Hann kom þó inn á eftir um hálftíma leik, en var tekinn aftur af velli þegar um stundarfjórðungur var til leiksloka.

Heimamenn í FCK tóku forystuna strax í upphafi síðari hálfleiks, en gestirnir jöfnuðu metin á 58. mínútu. Tveimur mínútum síðar tóku gestirnir í Randers forystuna áður en liðið tryggði 1-3 sigur með marki á 70. mínútu.

FCK hefur nú tapað þrem af fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu og er aðeins með sex stig í sjöunda sæti deildarinnar. Randers hefur hins vegar unnið tvo og gert þrjú jafntefli og situr því í þriðja sæti með níu stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×