Fótbolti

Lærisveinar Freys enn í leit að fyrsta sigrinum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins.
Freyr Alexandersson, þjálfari Lyngby, og Sævar Atli Magnússon, leikmaður liðsins. Mynd/Lyngby

Danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby, undir stjórn Freys Alexanderssonar, mátti þola 2-1 tap er liðið heimsótti Nordsjælland í dönsku deildinni í kvöld.

Heimamenn í Nordsjælland tóku forystuna á 36. mínútu og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.

Emil Nielsen jafnaði metin fyrir Lyngby þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka, en heimamenn tryggðu sér 2-1 sigur með marki á 80. mínútu.

Sævar Atli Magnússon byrjaði á varamannabekk Lyngby, en kom inn á þegar um sjö mínútur voru til leiksloka. Liðið hefur nú aðeins fengið eitt stig úr fyrstu þrem umferðum deildarinnar, en Nordsjælland hefur hins vegar unnið alla sína þrjá leiki og liðið trónir á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×