Stuðningsfólk FCK lét danskan landsliðsmann fá það óþvegið: „Ert og verður alltaf Bröndby svín“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. ágúst 2022 15:30 Stuðningsfólk FC Kaupmannahafnar er með munninn fyrir neðan nefið. Lars Ronbog/Getty Images Íslendingaliðið FC Kaupmannahöfn tók á móti Trabzonspor á Parken í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. Einn leikmaður gestanna fékk sérstaklega að kenna á því hjá stuðningsfólki heimaliðsins. Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Hákon Arnar Haraldsson var í byrjunarliði FCK og þá kom Ísak Bergmann Jóhannesson inn af bekknum er FCK vann nokkuð óvæntan 2-1 sigur á liðinu sem er ríkjandi meistari í Tyrklandi. Sigurvegari einvígisins fer í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en tapliðið í riðlakeppni Evrópudeildar. Flot aften i Parken #fcklive #ucl #copenhagen Getty Images pic.twitter.com/U4O3kgOBEI— F.C. København (@FCKobenhavn) August 16, 2022 Það var því gríðarlega mikið undir og hægt að fyrirgefa leikmönnum beggja liða að vera eilítið stressaðir í upphafi en ef til vill hefur Jens Stryger Larsen verið aðeins meira á nálum en næsti maður. Þó svo að hann hafi látið annað í ljós í viðtali eftir leik. Larsen, sem er þaulreyndur landsliðsmaður, hóf nefnilega ferilinn í Bröndby og það verður seint sagt að það sé mikill kærleikur á milli Bröndby og FCK. Hægri bakvörðurinn fékk það óþvegið nær allan leikinn frá stuðningsfólki heimaliðsins. Ásamt því að það var baulað í hvert skipti sem hann snerti boltann þá glumdi ófagur söngur einnig reglulega. Sá var svo hljóðandi: „Þú ert og verður alltaf Bröndby svín.“ „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég spila hér á Parken og hef heyrt eitthvað á þessa átt. Það er eins og það er,“ sagði Larsen og glotti við tönn eftir leik. Jens Stryger Larsen í leiknum.Lars Ronbog/Getty Images „Þetta voru ekki úrslitin sem við vildum ná í en við erum enn inn í einvíginu. Við spiluðum ágætlega á köflum en gerðum nokkur heimskuleg mistök,“ sagði hann einnig. Larsen var ekki eini Daninn í byrjunarliði Trabzonspor en framherjinn Andreas Cornelius hóf leikinn sem fremsti maður. Hann hóf ferilinn með FCK og fékk því öllu blíðari móttökur. Síðari leikur liðanna fer fram á miðvikudaginn eftir viku og þá kemur í ljós hvort liðið fer í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og hvort fer í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fótbolti Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Sjá meira
Íslendingaliðin nálgast Meistaradeildina Íslendingaliðin Bodö/Glimt frá Noregi og FCK frá Danmörku unnu bæði sigra í fyrri leikjum liðanna í umspili um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 16. ágúst 2022 20:55