Andlát

Fréttamynd

Stefán Þorleifsson er látinn

Stefán Þorleifsson fyrrverandi íþróttakennari og fyrrverandi framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað, lést þann 14.mars á 105. aldursári. Stefán var elsti karlmaður landsins.

Innlent
Fréttamynd

Konungur Súlúmanna fallinn frá

Goodwill Zwelithini, konungur Súlúmanna í Suður-Afríki, er látinn, 72 ára að aldri. Hann lést á sjúkrahúsi þar sem hann hafði notið aðhlynningar að undanförnu vegna einkenna sykursýki.

Erlent
Fréttamynd

Söngvari En­tom­bed er látinn

Sænski söngvarinn Lars-Göran Petrov, betur þekktur sem L-G Petrov, er látinn, 49 ára að aldri. Hann var söngvari þungarokkssveitarinnar Entombed og síðar Entombed A.D.

Lífið
Fréttamynd

Bunny Wailer fallinn frá

Jamaíski reggítónlistarmaðurinn Bunny Wailer, sem stofnaði sveitina The Wailers ásamt þeim Bob Marley og Peter Tosh, er látinn, 73 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Katla Þorsteinsdóttir er látin

Katla Þorsteinsdóttir lögfræðingur er látin, 57 ára að aldri. Katla lést á heimili sínu þann 1. mars eftir baráttu við krabbamein síðustu ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu Kötlu.

Innlent
Fréttamynd

Erla Wigelund er látin

Erla Wigelund, kaupmaður í Verðlistanum í Reykjavík, er látin 92 ára að aldri. Hún lést á Hrafnistu Laugarási í Reykjavík 22. febrúar síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gunnar Karl Haraldsson er látinn

Gunnar Karl Haraldsson framhaldsskólakennaranemi, Eyjapeyi og baráttumaður fyrir réttindum fatlaðs fólks er látinn 26 ára gamall. Fjölskylda hans greindi frá andlátinu á Facebook í dag en Gunnar Karl lést í morgun eftir baráttu við krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Alfredo Quintana látinn

Alfredo Quintana, landsliðsmarkvörður Portúgals, er látinn. Porto tilkynnti um andlát hans í dag. Quintana var 32 ára.

Handbolti
Fréttamynd

John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af

Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar.

Erlent
Fréttamynd

Rush Limbaugh látinn 70 ára að aldri

Hinn umdeildi bandaríski útvarpsmaður Rush Limbaugh er látinn, 70 ára að aldri. Eiginkona hans Kathryn Adams greindi frá andlátinu í vinsælum útvarpsþætti hans í dag en fjölmiðlamaðurinn hafði glímt við krabbamein í lungum.

Erlent
Fréttamynd

Larry Flynt, stofnandi Hustler, er dáinn

Larry Flynt, hinn víðfrægi og mjög svo umdeildi stofnandi klámritsins Hustler, er dáinn. Hann var 78 ára gamall og dó á heimili sínu í Los Angeles í dag. Dánarorsök liggur ekki fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Bandarískur þingmaður deyr eftir að hafa greinst með Covid-19

Bandaríski þingmaðurinn Ron Wright, dó í gær. Þingmaðurinn tilkynnti í lok síðasta mánaðar að hann hefði greinst með Covid-19, sem nýja kórónuveiran veldur. Hann var 67 Repúblikani frá Texas og hafði glímt við aðra heilsukvilla að undanförnu og þar á meðal lungnakrabbamein.

Erlent
Fréttamynd

George Shultz látinn 100 ára að aldri

George P. Shultz, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lést í gær 100 ára að aldri. Shultz spilaði lykilhlutverk í því að bæta samskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna á meðan hann gegndi stöðu utanríkisráðherra í ríkisstjórn Ronald Reagan og hjálpaði þannig til við að binda enda á Kalda stríðið.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Christopher Plummer er látinn

Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners.

Lífið