Aquino missti völdin eftir kosningarnar 2016 þar sem núverandi forseti, Rodrigo Duterte, vann sigur. Í kosningabaráttunni varaði Aquino kjósendur við að sigur Duterte myndi þýða að nýtt „tímabil einræðisstjórnar“ myndi ganga í garð í landinu.
Foreldrar Aquinos eru bæði talin í hóp lýðræðishetja á Filippseyja. Faðir Aquino, Benigno Aquino yngri, var einn harðasti andstæðingur einræðisherrans Ferdinands Marcos sem var þar forseti í 21 ár, frá 1965 til 1986.
Benigno Aquino Jr. var myrtur árið 1983, en eiginkona hans og móðir Benigno Aquino, Corazon Aquino, varð forseti landsins árið 1986 þegar Marcos flúði land. Hún gegndi forsetaembættinu í sex ár, frá 1986 til 1992.
Ekki liggur fyrir hvað hafi dregið Benigno Aquino til dauða.