Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

„Ég hrundi“

Það eru ýmsar leiðir sem hægt er að fara til þess að láta sér líða vel. Og ein af þeim leiðum er sjálfstyrkingaraðferð sem kölluð er Baujan.

Lífið
Fréttamynd

Með óútskýrða floga­veiki í kjöl­far fæðingar

Jónína Margrét Bergmann byrjaði að glíma við illvíga og óútskýrða flogaveiki í kjölfar fæðingar eldri dóttur sinnar árið 2005. Með árunum þróaðist sjúkdómurinn yfir í sex tegundir af flogum, með mismunandi einkennum og mislöng, allt frá nokkrum mínútum upp í 36 klukkustundir.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta drepur fólk á endanum“

„Ég gat ekki staðið upp í margar vikur. Það var mjög auðmýkjandi að geta bókstaflega ekki hreyft sig. Kærastinn minn þurfti að bera mig allt,“ segir rísandi stórstjarnan, leikkonan og söngkonan Elín Hall sem hefur átt risastórt ár en lenti á vegg eftir að hafa verið á ofsahraða að láta draumana rætast. Blaðamaður ræddi við Elínu um uppbygginguna, listina, lífið og tilveruna.

Lífið
Fréttamynd

Fannar og Sandra settu upp klúta og heim­sóttu Höllu

Fannar Sveinsson og Sandra Barilli, grínstjórar og kynnar í söfnunarþætti UNICEF Búðu til pláss, heimsóttu Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, í innslagi þáttarins sem sýndur er í beinni útsendingu á Stöð 2, RÚV og Sjónvarpi Símans í kvöld.

Lífið
Fréttamynd

Ólafur og Guð­rún flytja inn saman

Ólaf­ur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, og kærastan hans Guðrún Ragna Hreins­dótt­ir, gæðastjóri hjá Há­skól­an­um í Reykja­vík, hafa fest kaup á fallegu raðhúsi í Ártúnsholti í Reykjavík. Parið opinberaði samband sitt í lok árs í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

„No Hingris Honly Mandarin“

Myndlistarmaðurinn Jón Óskar opnaði sýningu sína í gær á Vinnustofu Kjarval, nýjum samkomu- og sýningarsal á vegum Kjarvalsstofu í Austurstræti 10a á 2. hæð. Við þetta tækifæri var Jón Óskar gerður að sérlegum heiðurslistamanni staðarins.

Lífið
Fréttamynd

Arnar Grant flytur í Vogahverfið

Einkaþjálf­ar­inn Arn­ar Grant hefur fest kaup á íbúð við Drómundarvog í Reykjavík. Íbúðina keypti hann af Ólafi Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekanda. 

Lífið
Fréttamynd

Segist vera sá lista­maður sem vor­kennir sér mest

Halldór Armand rithöfundur lét krossfesta sig í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi þegar rætt var við hann á skemmtistaðnum Röntgen í miðbæ Reykjavíkur. Halldór fékk ekki listamannalaun í ár þrátt fyrir að hafa fengið þau síðustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Mynd­band: Sungu snjó­korn falla á ís­lensku tákn­máli

Krakkarnir í Táknmálseyju í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra tóku sig til í vikunni og sungu eitt þekktasta jólalag Íslands, Snjókorn falla á íslensku táknmáli. Myndband af krökkunum hefur vakið mikla athygli en krakkarnir senda landsmönnum hlýjar jólakveðjur.

Lífið
Fréttamynd

Silkimjúkur kaffibrúnn er litur ársins 2025

Litafyrirtækið Pantone hefur tilkynnt um lit ársins 2025. Að þessu sinni varð PANTONE 17-1230 Mocha Mousse fyrir valinu. Líkt og nafnið gefur til kynna er liturinn kaffibrúnn, silkimjúkur og hlýr litatónn.

Lífið
Fréttamynd

Ör­laga­ríkt við­tal varð að tuttugu ára vin­áttu

Sjónvarpskonurnar Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir verða saman á skjánum í allra fyrsta sinn í kvöld í söfnunar- og skemmtiþætti UNICEF á Íslandi, Búðu til pláss. Það er ótrúlegt mál enda hafa þær starfað í sama geira síðustu ár en eru þar að auki perluvinkonur eftir örlagaríkt viðtal fyrir tuttugu árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Sandra heitir ekki Barilli

Í fyrri undanúrslitaviðureigninni í Kviss mættust Fram og Þróttur í hörku viðureign. Í liði Þróttar mættu sem fyrr til leiks þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Vigdís Hafliðadóttir.

Lífið
Fréttamynd

Arnór hættur með Sögu

Arnór Sigurðsson, leikmaður Blackburn í Englandi og íslenska landsliðsins, er einhleypur. Nýlega slitnaði upp úr sambandi hans og sænsku kærustunnar Sögu Palffy.

Lífið
Fréttamynd

Ó­lík hlut­skipti Gunna og Felix

Leikarinn og Felix Bergsson fær ekki listamannalaun í ár til að skrifa barnabækur sínar um Freyju og Frikka. Hann segist hafa vonast til að fá þrjá mánuði og segist ekki geta haldið áfram nema listamannalaun komi til.

Lífið