Lífið

Fréttamynd

Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann

Húðin í kringum augun er miklu þynnri og viðkvæmari en húðin á restinni af andlitinu og tapar raka hraðar. Með réttu augnkremi er hægt að styrkja hana, draga úr dökkum baugum og minnka þrota. Mikilvægt er að velja krem sem hentar þinni húðgerð og aldri.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í mál­verkum“

„Þá er ég að labba að einu fjalli sem ég hélt ég myndi aldrei fara upp á. Ég er í Aðalvík, mínum uppáhalds stað á Íslandi og hingað hef ég komið sem barn síðan ég var þriggja ára gamall, mjög reglulega og flest sumur ævi minnar. Oftast er maður að fara upp á sömu fjöllin hérna og sum fjöllin horfir maður á fullur aðdáunar, eins og fjallið sem blasir við núna.“

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er þér að kenna“

Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur lítið talað opinberlega um það hvernig síðustu dagar hennar í ríkisstjórn voru, hvernig samstarfsfólk hennar kom fram við hana, eða hvernig henni leið þegar hún var síðan ekki kosin forseti Íslands.

Lífið
Fréttamynd

Banastuð í bókateiti breska sendi­ráðsins

Það var margt um manninn í breska sendiráðinu um helgina þegar sendiráðið bauð til móttöku til heiðurs breskra rithöfunda sem voru staddir á Íslandi í tilefni Iceland Noir hátíðarinnar. Stórstjörnur úr bókasenunni létu sig ekki vanta.

Lífið
Fréttamynd

„Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“

Listaparið Óli Gunnar Gunnarsson og Eydís Elfa Örnólfsdóttir gáfu syni sínum nafn við fallega athöfn um helgina. Drengurinn fékk nafnið Hróbjartur Örn. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Ragn­heiður Guð­finna og Hjörtur að hittast

Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir, ráðgjafi í vinnusálfræði og fyrrum ungfrú Ísland, og Hjörtur Bergstað, formaður hestamannafélagsins Fáks og stjórnarformaður Málningar, hafa verið að hittast undanfarna mánuði. 

Lífið
Fréttamynd

Óða boðflennan fangelsuð

Maður sem óð upp að tónlistarkonunni Ariönu Grande á kvikmyndafrumsýningu í Singapúr og tók utan um hana hefur verið dæmdur í níu daga fangelsi fyrir að vera með ólæti á almannafæri. Hann hefur ítrekað framkvæmt sambærilega gjörninga en aldrei áður hlotið fangelsisdóm.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl

Landsleikjasvekkelsi, rómantík á Kjarvalsstofu og afmælishátíð Stuðmanna settu svip sinn á vikuna hjá þekktu Íslendingum. Margir virðast jafnframt farnir að stíga fyrstu skrefin inn í jólaskapið.

Lífið
Fréttamynd

„Peningar hafa þann eigin­leika að hafa vald yfir okkur“

„Að vera í greiðsluerfiðleikum þýðir ekki að þér hafi mistekist. Það þýðir að þú ert mannleg/ur og þú getur alltaf gert breytingar á stöðu þinni,“ segir Kristín Eir Helgadóttir viðskiptafræðingur og ráðgjafi hjá Vandalaust, þar sem hún aðstoðar fólk í greiðsluerfiðleikum og veitir fjármálamarkþjálfun með það að markmiði að koma fólki sem setið hefur í þessum vanda á réttan kjöl.

Lífið
Fréttamynd

Aug­lýsir eftir eig­anda poka með hvítu dufti

Á Facebook síðu Vesturbæjar Reykjavíkur var í kvöld auglýst eftir eiganda lítils plastpoka með hvítu dufti sem fannst við Vesturbæjarlaug. Kímnigáfa Vesturbæinga lét ekki á sér standa í umræðum um málið.

Lífið
Fréttamynd

Langar að prófa „anal“ en er stressuð

Þrítug kona sendi inn spurningu: „Mig langar að prófa „anal“, en ég er eitthvað svakalega stressuð fyrir því. Ég sé einhvern veginn bara talað um karlmenn sem viðtakendur og „pegging“ en aldrei eitthvað um að konur séu að gera það á jákvæðan hátt. Ég er búin að mikla þetta svo mikið fyrir mér.“

Lífið
Fréttamynd

Þegar allt sauð upp úr

Sautján ár eru nú liðin síðan búsáhaldabyltingin náði hámarki sínu þegar Alþingi kom saman til fundar í fyrsta sinn eftir sérstakt jólafrí. Þremur mánuðum fyrr höfðu íslensku bankarnir fallið hver á fætur öðrum. 

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er svona í al­vöru, ekki bara í bíó­myndum“

„Ég er ekki bara að lifa mínu besta lífi í einni líflegustu borg heims heldur er ég líka að stunda krefjandi nám við eina helstu menntastofnun heims,“ segir hinn 25 ára gamli Sturlaugur Sigurðsson sem lét drauminn rætast í haust og fluttist vestur um höf til New York borgar. Stulli, sem er alinn upp á Egilsstöðum, stundar nú nám við eina virtustu menntastofnun í heimi, Columbia háskólann, og nýtur fjölbreyttra hliða lífsins úti.

Lífið
Fréttamynd

Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuð­borgir

Hversu vel fylgdist þú með fréttum í vikunni sem líður? Spreyttu þig á Krakkatíunni! Í Krakkatíunni beinum við kastljósinu bæði að því sem gerðist hér heima og erlendis ásamt ýmsum spurningum úr öllum áttum - alls konar spurningar fyrir yngri kynslóðina.

Lífið
Fréttamynd

Var ráðs­kona Kára Stefáns­sonar þegar ástin kviknaði

Eva Bryngeirsdóttir einkaþjálfari gekk í hjónaband með Kára Stefánssyni undir lok síðasta árs. Kára hitti hún fyrst fyrir áratug síðan í tengslum við rannsókn á sjúkdómi sem móðir hennar greindist með, en tíu árum síðar hafði hún aftur samband við Kára þegar hún var að byggja upp fyrirtæki sitt. Lýsti Kári þá yfir þörf sinni fyrir ráðskonu á heimilið og svo fór að Eva tók það að sér og eitt leiddi af öðru.

Lífið
Fréttamynd

Ára­tugir af ó­vissu enduðu með einni setningu í ræktinni

„Ég valdi það að trúa á sjálfa mig og að leyfa ekki greiningunni að koma í veg fyrir það að láta draumana mína rætast. Það tók mig smá tíma að melta þetta allt saman og ég held að ég sé ennþá að því,“ segir Nanna Kaaber íþróttafræðingur og einkaþjálfari en það var fyrir þremur árum, og fyrir einskæra tilviljun, að hún heyrði fyrst minnst á sjúkdóminn lipedema, sem á íslensku kallast fitubjúgur. Það varð til þess að hún fékk loksins skýringu á einkennum sem fylgt höfðu henni frá unglingsárum og valdið óbærilegu hugarangri.

Lífið
Fréttamynd

Neista­flug hjá Guggu og Flona á rúntinum

Gugga í gúmmíbát fór á djammið á Airwaves í síðustu viku og kíkti  á rúntinn með Flona. Þau fóru saman í hvítri Flona-Teslunni gegnum bílabón, eldheitar hraðaspurningar og töluvert neistaflug.

Lífið