Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sam­bæri­legt því að spila með Real Madrid

„Það var einhver utanaðkomandi pressa fannst mér um að það sem kæmi frá mér yrði að vera algjörlega stórkostlegt og ódauðlegt og það lamaði mig algjörlega,“ segir tónlistarmaðurinn Ari Bragi Kárason sem hefur farið eigin leiðir og verið óhræddur við að ögra sér. Ari Bragi, sem er fyrrum spretthlaupari og afreksíþróttamaður, ræddi við blaðamann um ævintýralegt líf sitt í Danmörku þar sem hann vinnur með mörgu af fremsta tónlistarfólki Skandinavíu.

Lífið
Fréttamynd

Fyrir­mynd Lucy úr Narníu látin

Jill Freud, sem túlkaði hlutverk ráðskonu í breska forsætisráðuneytinu í kvikmyndinni Love Actually, lést 98 ára að aldri. Hún var einnig innblástur persónunnar Lucy í bókaröðinni um ævintýralandið Narníu.

Lífið
Fréttamynd

Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettis­götu

Athafnakonan og ljósmyndarinn Nína Björk Gunnarsdóttir og eiginmaður hennar, Aron Karlsson athafnamaður, hafa sett einbýlishús sitt við Grettisgötu á sölu. Húsið var byggt árið 1914 og hefur verið endurhannað að miklu leyti að innan, með tilliti til fagurfræðilegra atriða og nútímaþæginda. Ásett verð er 219 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Unnur Eggerts kom ís­lenska inn­soginu á kortið

Unnur Eggertsdóttir ber marga hatta. Hún er leikkona, söngkona, markaðssérfræðingur, upplýsingafulltrúi og nú TikTok stjarna sem hefur vakið athygli í Bandaríkjunum fyrir myndbönd sín sem fjalla fyrst og fremst um Ísland og íslenska menningu. 

Lífið
Fréttamynd

Tók á móti dóttur sinni á bíla­planinu: „Allt er gott sem endar vel‘“

Handboltasérfræðingurinn og endurskoðandinn Theodór Ingi Pálmason, betur þekktur sem Teddi Ponza, og unnusta hans, Anna Guðný Sigurðardóttir, viðskiptastjóri hjá Sýn, eignuðust stúlku þann 20. nóvember síðastliðinn. Stúlkan ákvað að flýta sér í heiminn og fæddist á bílastæðinu fyrir utan heimili þeirra í Kópavogi. Frá þessu greinir Theodór í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Hvers vegna halda 9/11-sam­særis­kenningar enn velli?

Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“

Það var líf og fjör hjá stjörnum landsins í liðinni viku og jólaandinn virðist vera farinn að svífa yfir vötnum. Konungleg heimsókn forsetans til London, skvísuferð til Parísar og jólastemning einkenndi liðna viku sem var bæði hátíðleg og viðburðarík. 

Lífið
Fréttamynd

Ó­jöfn verka­skipting: Ég er út­keyrð og hef engan á­huga á kyn­lífi

Spurning frá 37 ára konu: „Sæl Aldís, ég og maðurinn minn eigum tvö börn saman. Ég er í fullu starfi og upplifi mig bera uppi meirihluta húsverkanna. Ekki bara húsverk heldur líka allt þetta ósýnilega. Ég er alltaf með hausinn fullan af to-do listum. Löngun mín í kynlíf hefur aldrei verið minni, ekki af því að ég vilji ekki manninn minn, heldur af því að ég er útkeyrð. Hann skilur þetta ekki alveg og upplifir að ég hafi misst áhugann á honum. Hvernig útskýri ég fyrir honum að verkaskiptingin og endalausi to-do listinn hefur áhrif á kynlöngun mína og hvað getum við gert í þessu saman?”

Lífið
Fréttamynd

Hjúkrunar­fræðingurinn sem gerðist kúabóndi

„Það eru rosalega margir kostir sem fylgja því að búa úti á landi. Einn af þeim er allt stressið sem maður losnar við. Lífið í sveitinni er hægara en mér finnst það samt vera innihaldsríkara á svo margan hátt,“ segir Hugrún Sigurðardóttir, 28 ára bóndi í Eystri- Pétursey í Mýrdalshreppi, en hún hefur slegið í gegn á Tiktok að undanförnu þar sem hún veitir fylgjendum sínum innsýn í daglegt líf í sveitinni.

Lífið
Fréttamynd

Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi

Latibær fagnar þrjátíu ára afmæli sínu í Háskólabíói í janúar og býður börnum og fjölskyldum þeirra að fagna með sér. Nú hefur hulunni verið svipt af því hverjir það eru sem fara með hlutverk persónanna sígildu.

Lífið
Fréttamynd

Þegar Dorrit var for­seta­frú

Þegar Dorrit Moussaieff varð forsetafrú Íslands árið 2003 markaði hún upphafið að einni litríkustu forsetafrúartíð sem landið hefur séð. Dorrit, sem var fædd í Ísrael og uppalin í London, kom inn á Bessastaði með alþjóðlegan blæ og ólíkari orku en Íslendingar höfðu áður vanist.

Lífið
Fréttamynd

Katrín Hall­dóra snýr aftur til Tenerife

Leik- og söngkonan Katrín Halldóra Sigurðardóttir heldur til Tenerife í þrjár vikur eftir áramót eftir að hafa lýst því yfir að hún færi þangað aldrei aftur. Í þetta sinn er það þó í faglegum erindum.

Lífið
Fréttamynd

„Ég var búinn að syrgja þetta líf“

„Mér fannst þetta sérstaklega erfitt því ég upplifði að ég væri svo nálægt draumunum en samt svo langt frá,“ segir Pétur Ernir Svavarsson lífskúnstner með meiru. Pétur Ernir er 25 ára gamall leikari og tónlistarmaður sem er sprenglærður í listum en upplifði brostna drauma í Bretlandi, ákvað að flytja heim til Íslands og flaug inn í læknanám. Í kjölfarið fékk hann hlutverk í stærstu sýningu landsins en blaðamaður ræddi við hann um viðburðaríkt líf og ævintýri undanfarinna ára.

Lífið