Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Nýársbingó Blökastsins fer fram í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Sýn Vísi klukkan 15:00. Vinningarnir eru risastórir og strákarnir lofa stuði og stemningu á þessum rólegasta degi ársins. Lífið 1.1.2026 13:01
Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir rithöfundur bað kærustu sinnar, hinnar kanadísku Jann Arden. „Hún sagði já,“ skrifar Þórdís á samfélagsmiðla og birtir myndir af sér og unnustu sinni, þar sem þær tilkynna um trúlofunina. Lífið 1.1.2026 12:08
Króli og Birta eignuðust lítinn prins Listaparið Kristinn Óli Haraldsson, eða Króli, og Birta Ásmundsdóttir dansari hafa eignast son. Lífið 1.1.2026 11:21
Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið 1.1.2026 10:55
Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lítill rottuungi slysaðist inn á tveggja katta heimili Illuga Jökulssonar fyrr í dag. Rottubjörgunarsveitin var kölluð út og eftir klukkutíma eltingaleik var unginn gómaður með mjúkum ofnhönskum og honum sleppt út í stórt blómabeð. Lífið 30.12.2025 15:44
Clooney orðinn franskur Hollywood-stjarnan George Clooney, eiginkona hans, mannréttindalögfræðingurinn Amal Clooney, og börn þeirra, Alexander og Ella, eru orðin franskir ríkisborgarar. Lífið 30.12.2025 14:17
Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Brigitte Bardot heimsótti Ísland tvívegis með skömmu millibili árið 1977. Heimsóknirnar vöktu mikla athygli fjölmiðla hér á landi og var önnur þeirra kallað „leyniferðlag“ í Dagblaðinu. Um var að ræða tvær stuttar millilendingar á Reykjavíkurflugvelli þegar hún flaug frá heimalandi sínu, Frakklandi, til Nýfundnalands og svo til baka. Lífið 30.12.2025 11:02
Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Leikarinn Idris Elba er meðal nafna á nýárslista Karls III Bretakonungs yfir þá sem hljóta riddaratign árið 2026. Elba hlýtur titilinn fyrir að vinna markvisst að því að draga úr hnífaburði ungmenna með samtökum sínum, Elba Hope Foundation. Lífið 30.12.2025 10:04
Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Amma á Kársnesi sem saknar árlegrar áramótabrennu í Kópavogi hefur ákveðið að blása til svokallaðrar blysraðar í anda þjóðhátíðar í Eyjum á gamlárskvöld. Engar áramótabrennur eru á dagskrá í sveitarfélaginu í ár. Hún furðar sig á áhugaleysi Kópavogsbæjar á framtakinu, sem þjóni þeim tilgangi að fjölskyldur hafi eitthvað að gera milli matmálstíma og áramótaskaups á gamlárskvöld. Lífið 29.12.2025 18:26
Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Daphne Govers, fyrrverandi eiginkona pílukastarans Michael van Gerwen, á von á barni með nýjum kærasta sínum en settur fæðingardagur barnsins er í janúar, átta mánuðum eftir skilnað hennar við van Gerwen. Nýi kærastinn hefur viðurkennt að þau hafi þekkst áður en hjónin skildu og þykir honum leiðinlegt að hafa gert pílukastaranum þennan grikk. Lífið 29.12.2025 15:18
Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Í síðasta Kviss þætti ársins var farið yfir árið með skemmtilegum hætti. Þar mættu vel valdir gestir og svöruðu spurningum Björns Braga Arnarsonar sem allar áttu það sameiginlegt að fjalla um atburði ársins og oftast eitthvað sem átti sér stað síðustu tólf mánuði. Guðmundur Haukur Guðmundsson var bæði dómari í þættinum og samdi einnig spurningarnar í samvinnu við Björn Braga. Lífið 29.12.2025 15:01
Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Það styttist óðum í hina árlegu Kryddsíld á gamlársdag þangað sem formenn flokkanna á Alþingi mæta til að gera upp árið. Þátturinn er í beinni útsendingu á Sýn klukkan 14 og aðgengilegur öllum landsmönnum. Um er að ræða 35 ára afmæli þáttarins í sjónvarpi. Stiklan fyrir þáttinn í ár er komin í birtingu og má sjá neðst í fréttinni. Lífið 29.12.2025 13:01
Melanie Watson er látin Barnastjarnan Melanie Watson, sem lék í gamanþáttunum Diff'rent Strokes, er látin, 57 ára að aldri. Lífið 29.12.2025 11:25
Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi. Lífið 29.12.2025 10:40
Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Jólin, jólin alls staðar. Allar halda heilög jól, sérstaklega áhrifavaldar. En það er misjafnt hvort fólk stillir sér upp við hefðbundið jólatré, birtir bíkinimyndir frá sólarlöndum eða skellir sér á skíði. Lífið 29.12.2025 09:53
Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Katrín Björk Birgisdóttir ræddi háleit markmið sín í Íslandi í dag fyrr á árinu en meðal þeirra var að greiða tíu milljónir króna inn á húsnæðislánið fyrir áramót, ekki kaupa ný föt og lesa bók. Þótt það hafi gengið misvel að ná öllum markmiðunum er hún farin að huga að næsta ári. Lífið 28.12.2025 20:19
Brigitte Bardot er látin Franska leikkonan Brigitte Bardot er látin, 91 árs að aldri. Hún skaust á stjörnuhimininn fyrir leik sinn en á seinni árum sneri hún sér að málefnum tengdum velferð dýra og stjórnmálum. Lífið 28.12.2025 10:19
Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Knattspyrnuparið Glódís Perla Viggósdóttir og Kristófer Eggertsson gengu í hjónaband í gær. Brúðkaupið var haldið á Íslandi en parið býr í Þýskalandi. Lífið 28.12.2025 09:32
Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði. Lífið 28.12.2025 09:02
Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Á hverju ári endurtekur sig sama einkennilega atburðarásin þegar fullorðið fólk um allan heim virðist sammælast um einhverja mestu blekkingarsögu mannkynssögunnar: þeirri um jólasveininn. Lífið 27.12.2025 21:29
Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Karoline Leavitt, talskona Hvíta hússins, á von á öðru barni. Í óléttutilkynningunni þakkar hún sérstaklega Donald Trump Bandaríkjaforseta. Lífið 27.12.2025 14:24
Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja. Ég trúi þessu ekki upp á hann, þannig lagað séð. Ekki miðað við það litla sem ég þekki til hans. Manni finnst þetta ótrúlegt,“ segir bróðir hinnar íslensku Ásu Ellerup en Ása er eiginkona Rex Heuermann, sem sætir ákæru í einu umfangsmesta og alvarlegasta sakamáli sem komið hefur upp vestanhafs á seinni árum. Lífið 27.12.2025 08:00
Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Árið sem er að líða var viðburðaríkt á sjónvarpsvef Vísis. Yfir sjö þúsund myndböndum var hlaðið upp á vefinn á árinu og horft var á myndböndin um 10 milljón sinnum. Lífið 27.12.2025 07:32
Frægir fjölguðu sér árið 2025 Hvað veitir okkur meiri gleði en nýtt líf? Fátt, ef eitthvað. Blessuð börnin eru það besta sem við vitum og það er alltaf gaman að lesa fréttir af barnaláni og nýjum Íslendingum. Lífið 27.12.2025 07:00
Gítarleikari The Cure er látinn Perry Bamonte, gítar- og hljómborðsleikari í hljómsveitinni The Cure, er látinn. Hann var 65 ára gamall. Lífið 26.12.2025 22:43