Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Tvær mið­aldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman

Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Bað Youtube um að fjar­læga mynd­bandið

Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Lífið
Fréttamynd

Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt

Verðlaunahátíð Lúðursins var haldin með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó þar sem auglýsingastofur landsins komu saman til að fagna vinnu og uppskeru auglýsingaherferða á liðnu ári.

Lífið
Fréttamynd

Opnar um­boðs­skrif­stofu með Gumma kíró

Kristjana Barðdal umboðsmaður Gumma Kíró opnar í dag umboðsskrifstofuna Atelier Agency ásamt kírópraktornum. Skrifstofan verður sérstaklega starfrækt fyrir áhrifavalda en nú þegar hafa níu slíkir gert samning við Atelier. Kristjana segir draum vera að rætast og eru þau Gummi stórhuga.

Lífið
Fréttamynd

Rikki G á stór­af­mæli: „Ég er bara að fara að grenja“

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu.

Lífið
Fréttamynd

Eftir­minni­legast að hitta Loreen

„Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum.

Lífið
Fréttamynd

Tugtaður til í kaþólskum einka­skóla

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning.

Lífið
Fréttamynd

Stórafmælið hefur af­leiðingar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fimmtugur í dag. Hann segir það hafa afleiðingar, því nú er hann á leið í smá frí og tekur varaþingmaður sæti hans á þingi á meðan. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvert hann ætli, finnst þetta undarleg tímamót en segir að nú gefist sér tími í bókaskrif.

Lífið
Fréttamynd

Fimm konur í dóm­nefnd Ung­frú Ís­land

Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Lífið
Fréttamynd

Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina

Fyrirsætan Gigi Hadid hefur hingað til haldið ástarlífi sínu utan sviðsljóssins, en í nýju forsíðuviðtali við tímaritið Vogue ræðir hún nú í fyrsta sinn opinberlega um kærasta sinn, leikarann Bradley Cooper.

Lífið
Fréttamynd

Bóndinn Sig­ríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum

Þættirnir Spurningasprettur fóru í loftið á Stöð 2 um síðustu helgi, nánar tiltekið á laugardagskvöldinu en um er að ræða skemmtilegan spurningaþátt þar sem keppandi svarar valflokkaspurningum og getur unnið sér inn allt að þrjár milljónir svari hann öllum spurningunum rétt.

Lífið
Fréttamynd

Björgunar­sveitin kom Kötlu til bjargar

„Ég hef brennandi áhuga á Íslandi og hef alltaf langað að keppa fyrir hönd Íslands og auðvitað að upplifa keppnina sjálfa, “segir Katla María Riley, aðspurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland.

Lífið
Fréttamynd

Með engan á­huga á kyn­lífi og vill ekki ræða það

Spurning barst frá lesanda: „Sambýlismaðurinn minn hefur hvorki áhuga á kynlífi, snertingu né kossum. Hann sefur ekki í sama rúmi og ég. Hann vill ekki ræða þetta. Engin börn á heimilinu sem gætu haft áhrif. Mig langar að leita annað eftir kynlífi og hef aðeins orðað það en ekki tekið ákvörðun. Er þetta algengt hjá körlum sem komnir eru á miðjan aldur? Ég er oft að bugast en geymi þetta aðeins með sjálfri mér.“ - 53 ára kona.

Lífið
Fréttamynd

Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verð­launa­fé

Rúrik Gíslason gerði sér lítið fyrir og sótti sigur í enn einum raunveruleikaþættinum í Þýskalandi sem nýverið var sýndur í sjónvarpi. Rúrik ræddi sigurinn í Brennslunni en þar kom fram að verðlaunaféið hafi ekki verið af verri endanum, um 14,7 milljónir króna, þó Rúrik hafi lítið velt sér upp úr því. Hann fer nú með aðalhlutverk í bíómynd sem situr pikkföst á toppnum í Þýskalandi.

Lífið