Júlí Heiðar og Dísa byrja með hlaðvarp Listaparið Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru byrjuð með hlaðvarp, sem heitir Upp á síðkastið. Í auglýsingu á samfélagsmiðlum stendur að fyrsti þátturinn verði gefinn út á sunnudaginn og verði á dagskrá alla sunnudaga fram að jólum. Lífið 28.11.2025 23:04
Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Aflima þurfti fótlegg írsku leikkonunnar Ruth Codd sex árum eftir að fyrri fótleggur hennar var aflimaður. Notkun hækja eftir fyrri aflimunina leiddi til þess að taka þurfti allar tærnar af eftirstandandi fætinum. Codd ákvað því í samráði við lækna að taka fótinn alveg af. Lífið 28.11.2025 16:24
Töframaður fann Dimmu heila á húfi Töframaðurinn Einar Mikael fann hrafninn Dimmu eftir að hún hafði verið týnd í þrjá daga. Fóstri Dimmu óttaðist að hrafninn hefði endað í gini tófu sem hafði komið sér upp greni í nágrenninu. Lífið 28.11.2025 15:40
Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Hulda Salóme Guðmundsdóttir var 57 ára þegar hún fór í DNA próf til að sanna fyrir bróður sínum að hún væri alsystir systkina sinna en hann grunaði á einhvern óútskýrðan hátt að hún væri hálfsystir þeirra. Lífið 27.11.2025 20:02
Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Það var húsfyllir af glæsilegum konum í Swimslow studio í vikunni þegar íslenska húðvörumerkið Angan efndi til útgáfuteitis fyrir gesti og samstarfsaðila í tilefni af nýjustu viðbót vörulínunnar. Lífið 27.11.2025 16:23
Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Daníel Bjarnason, tónskáld og tónlistarstjórnandi, var í risastóru hlutverki við gerð nýjustu plötu poppstjörnunnar Rosalíu, Lux. Þátttaka Daníels á plötunni kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og mátti hann ekki ræða hana við neinn í heilt ár. Lífið 27.11.2025 15:03
Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Hrafninn Dimma hefur ekki sést í þrjá daga og óttast sambýlismaður hennar að tófa í nágrenninu hafi drepið hrafninn. Vanalega heldur Dimma sig í 500 metra radíus frá húsinu og lætur sig sjaldan hverfa nema í nokkra klukkutíma í senn. Lífið 27.11.2025 14:25
Inga Elín hannar fyrir Saga Class Icelandair kynnti nýverið til leiks sérstakt ferðasett fyrir farþega Saga Class sem unnið er í samstarfi við listakonuna Ingu Elínu. Innblásturinn að hönnun settsins kemur frá íslenskri náttúru, þar sem frjáls form og náttúruleg mótíf ráða för. Lífið 27.11.2025 12:43
Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Í síðasta þætti af Gulla Byggi hélt Gulli áfram að fylgjast með framkvæmdum þeirra Ásu Ninnu Pétursdóttur og Árna Braga Hjaltasyni á Selfossi. Lífið 27.11.2025 11:51
„Ma & pa í apríl“ Hlaupaparið Birna María Másdóttir, markaðsstjóri fyrirtækisins Nóa Síríus, og Egill Örn Gunnarsson, vörumerkjastjóri bílaumboðsins Öskju, eiga von á sínu fyrsta barni í apríl næstkomandi. Parið deilir gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum. Lífið 27.11.2025 10:34
Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Fyrirsætan og áhrifavaldurinn Bryndís Líf Eiríksdóttir á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Stefáni Jónssyni. Parið greinir frá því í færslu á samfélagsmiðlum að þau eigi von á dreng í apríl næstkomandi. Lífið 27.11.2025 09:33
Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Tökur standa yfir á nýrri leikinni sjónvarpsþáttaröð sem ber heitið Ljúfa líf sem gerist í lok áttunda áratugarins í Reykjavík en aðallega í Magaluf á Mallorca á Spáni. Tökur hafa staðið yfir hér á Íslandi meðal annars í Ármúla þar sem skemmtistaðurinn Hollywood var til húsa. Lífið 27.11.2025 09:02
Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Rússneskur þjálfari og áhrifavaldur fór í hjartastopp í svefni og lést, eftir að hafa borðað um 10.000 hitaeiningar á dag í mánuð. Hann hugðist þyngjast til að léttast svo aftur, til að sýna fram á að æfingarprógrammið hans virkaði. Lífið 27.11.2025 08:50
Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Árið 2015 greindi breski rithöfundurinn Matt Haig aðdáendum frá umfjöllunarefni næstu bókar sinnar á Twitter. Viðbrögðin urðu önnur en hann ætlaði. Lífið 27.11.2025 07:02
50+: Það má segja Nei við barnapössun Vissuð þið að það er til eitthvað sem kallast ömmu- og afakulnun? (e. grandparents burnout) Og að á netinu er heilmikið til af efni, skrifað bæði vestanhafs og austan, um það hvers vegna það sé í góðu lagi fyrir ömmur og afa að segja stundum Nei við barnapössun. Lífið 27.11.2025 07:02
Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Gummi Ben og Eva Laufey brettu upp ermar á dögunum og hentu í ítalska matarveislu fyrir þrjú hundruð manns. Lífið 26.11.2025 17:02
Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Í síðasta þætti af Gott kvöld með þeim Benedikt Valssyni og Sverri Þór Sverrissyni mætti Inga Sæland formaður Flokks fólksins í spjall sem var heldur fróðlegt og skemmtilegt. Lífið 26.11.2025 15:02
Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Unnur Eggertsdóttir segist eiga í opinberum einhliða deilum við leikstjórann Quentin Tarantino eftir að hann dró upp mynd af íslenskum konum sem drykkfelldum og lauslátum í spjallþætti fyrir tuttugu árum. Vill hún meina að lýsingar Tarantino hafi hrint af stað bylgju karlkyns ferðamanna sem komu til Íslands og töldu sig eiga rétt á skyndikynnum. Lífið 26.11.2025 14:52
Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Frasinn „six-seven“ eða „sex-sjö“ hefur upp á síðkastið verið afar vinsæll meðal yngri kynslóðarinnar. Vinsældir frasans, sem virðist ekki hafa neina sérstaka merkingu, má rekja til mikillar útbreiðslu á samfélagsmiðlum og hafa krakkar og unglingar víða um heim tekið upp frasann sem þykir mikið notaður í þeirra daglega tali. Svo mikið er gripið til frasans að kennurum í skóla nokkrum í Tinglev í Danmörku þótti nóg um og hafa þeir gert tilraun til að lýsa yfir endalokum frasans. Lífið 26.11.2025 11:32
Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Leikarinn David Harbour, sem skildi fyrr á árinu við popparann Lily Allen, er talinn hafa endurnýjað kynni sín við búningahönnuðinn Natalie Tippett sem hann hélt við meðan þau Allen voru enn gift. Allen samdi heila plötu um framhjáhaldið og lagið „Madeline“ um viðhaldið en Tippett hefur gengist við því að vera títtnefnd Madeline. Lífið 26.11.2025 11:25
Menningarmýs komu saman í jólafíling Það var líf og fjör á Listasafni Íslands síðastliðinn sunnudag þegar margar af menningarmúsum landsins komu saman í gjafapappírsútgáfupartý rétt fyrir aðventuna. Listamenn, menningarunnendur og annað áhugafólk lét sig ekki vanta. Lífið 26.11.2025 10:00
Retró-draumur í Hlíðunum Við Blönduhlíð í Reykjavík er til sölu einstaklega sjarmerandi 168 fermetra íbúð með sérinngangi. Húsið var byggt árið 1949 og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Ásett verð er 123 milljónir króna. Lífið 26.11.2025 09:59
Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Tónlistarmaðurinn Hipsumhaps fjarlægði alla tónlist sína af streymisveitum í byrjun vikunnar. Í nýrri yfirlýsingu tónlistarmannsins segist hann ekki ætla að gefa út nýja plötu sína, eða birta eldri lög á streymisveitum, fyrr en gerð plötunnar hefur verið fjármögnuð. Lífið 26.11.2025 09:15
„Ég heillast af hættunni“ „Ég hafði ferðast um allan heim en þarna fyrst áttaði ég mig á því hversu ótrúlega fallegt landið okkar er,“ segir ævintýraljósmyndarinn Eyrún Lydía sem er 29 ára gömul. Hún fríkafaði á dögunum í jökullóni fyrir myndatöku sem hefur að hennar sögn aldrei verið gert áður á Íslandi. Lífið 26.11.2025 07:02