Lífið

Fréttamynd

Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg

Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónlekahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ása Ninna kveður Bylgjuna

Fjölmiðlakonan Ása Ninna Pétursdóttir mun láta af störfum á Bylgjunni. Hún hefur unnið við dagskrárgerð á útvarpsstöðinni síðustu þrjú ár og stjórnað þættinum Bakaríinu á laugardagsmorgnum, en einnig í öðrum þáttum á Bylgjunni.

Lífið
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið
Fréttamynd

Lit­ríkur karakter sem var engum líkur

„Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn.

Lífið
Fréttamynd

Hulk Hogan er látinn

Hulk Hogan, glímugoðsögn og leikari, er látinn 71 árs að aldri. Hogan var ein skærasta stjarna fjölbragðaglímuheimsins, átti þátt í að stórauka vinsældir hennar á heimsvísu með leikrænum tilburðum sínum og átti farsælan leiklistarferil.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta

Fyrsta stiklan fyrir miðaldaþættina King & Conqueror sem fjalla um orrustuna við Hastings hefur verið birt en Baltasar Kormákur leikstýrir fyrsta þættinum og er yfirframleiðandi seríunnar. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna.

Lífið
Fréttamynd

Rene Kirby er látinn

Leikarinn Rene Kirby, sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í grínmyndinni Shallow Hal, er látinn, sjötíu ára að aldri. Kirby fæddist með klofinn hrygg en lét það ekki há sér, keppti í fimleikum, starfaði hjá IBM og vann sem smiður.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnubarnið komið í heiminn

Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari, og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, forstöðukona hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise, eignuðust dóttur á laugardaginn. 

Lífið
Fréttamynd

Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman

Rokkgoðsögnin Ozzy Osbourne, sem féll frá í gær, er samkvæmt kenningum netverja endurfæddur sem sonur samfélagsmiðlastjörnunnar Trishu Paytas og þannig bróðir Elísabetar Englandsdrottningar endurfæddrar og jafnvel Frans páfa. Drengurinn heitir Aquaman Moses.

Lífið
Fréttamynd

Skot­held og skemmti­leg hlauparáð

Útihlaup eru gríðarlega vinsæl og eru sífellt fleiri farnir að stunda hlaup af miklu kappi. Eflaust eru ófáir að stefna á Reykjavíkurmaraþonið sem er haldið eftir mánuð en við undirbúning er margt sem er mikilvægt að hafa í huga. Lífið á Vísi ræddi við Björn Þór Sigurbjörnsson, betur þekktur sem Bjöddi, sem lumar á ýmsum góðum ráðum í undirbúningnum fyrir hlaup.

Lífið
Fréttamynd

Devin Booker á Ís­landi

Körfuboltastjarnan Devin Booker er staddur á Íslandi og fór bæði í Fjaðrárgljúfur og að eldstöðvum Sundhnúksgígaraðar.

Lífið
Fréttamynd

Samfélagsmiðlar sýna ekki ein­mana­leikann

„Kveikjan að öllu þessu var í raun og veru mín eigin líðan,“ segir Sara Líf Guðjónsdóttir, laganemi og flugfreyja, um færslu sem hún birti á Facebook hópinn Mæðratips og hlaut mikla athygli. Þar bauð Sara mæðrum sem hafa einangrast eða finna fyrir einmanaleika að vera með í opnum mömmuhóp og áður en hún vissi af höfðu yfir hundrað konur sent henni skilaboð.

Lífið
Fréttamynd

Tuttugu ára aldurs­munur og ástin blómstrar

Ástralska tónlistarkonan Sia virðist vera komin með nýjan kærasta. Sá heppni heitir Harry Jowsey og er 28 ára gamall en hann er hvað þekktastur fyrir þátttöku í raunveruleikaseríunni Too Hot Too Handle. 

Lífið
Fréttamynd

Ein heitasta söng­kona landsins á lausu

Tónlistarkonan Þórunn Antonía er nýlega orðin einhleyp samkvæmt heimildum Vísis. Þórunn, sem er fædd árið 1983, hefur komið víða við í heimi tónlistarinnar bæði erlendis og hérlendis.

Lífið
Fréttamynd

Svona verða stórtón­leikar Kaleo í Vagla­skógi

Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Lífið
Fréttamynd

Gaf eistum kærastans gælu­nafn

Stjörnuparið Jojo Siwa og Chris Hughes hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum undanfarna mánuði. Parið kynntist í byrjun árs þegar þau voru bæði í raunveruleikaseríunni Celebrity Big Brother UK, urðu strax nánir vinir og síðar þróaðist vináttan í ástarsamband.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta hefur öfug á­hrif og fólki líður bara verr“

Sjálfsræktarskilaboð sem leggja áherslu á ábyrgð einstaklingsins á eigin hamingju hafa neikvæð áhrif á þá sem glíma við kvíða, þunglyndi eða neikvæða sjálfsímynd. Að kenna fólki í fátækt um eigin heilsufarsvanda án þess að horfa til samfélagslegra þátta sé óraunhæf einföldun.

Lífið
Fréttamynd

Vera Illuga leiðir á­horf­endur gegnum skilnað

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar er komin á Vísi. Hin þýða rödd Veru Illugadóttur leiðir áhorfendur inn í veröld fjölskyldu sem er á barmi skilnaðar líkt og um væri að ræða sögulegan viðburð.

Lífið