Þekktasti blaðamaður Hollands dáinn eftir skotárás í síðustu viku Samúel Karl Ólason skrifar 15. júlí 2021 14:49 Peter R. de Vries hafði lengi barist gegn skipulagðri glæpastarfsemi í Amsterdam. AP/Peter Dejong Peter R. de Vries, þekktur hollenskur rannsóknarblaðamaður er látinn. Hann dó í dag eftir að hafa verið skotinn á götu út í Amsterdam í síðustu viku, þann 6. júlí. De Vries dó af sárum sínum í dag en hann var 64 ára gamall. RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum. Holland Andlát Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira
RTL, sjónvarpsstöð sem de Vries vann reglulega fyrir tilkynnti dauða hans í dag. Þar segir að hann hafi dáið umkringdur ástvinum sínum. Þá eru þeir sem virtu de Vries hvattir til að halda áfram baráttu hans fyrir réttlæti. Í yfirlýsingunni segir einnig að de Vries hafi lifað eftir þeirri sannfæringu sinni að berjast fyrir frelsi. Í frétt AP segir að de Vries hafi verið þekktasti blaðamaður Hollands. Hann hafi lengi barst gegn óréttlæti í Hollandi og hafi verið þyrnir í síðu glæpagengja í sífellt harðnandi undirheimi Amsterdam. Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, vottaði de Vries virðingu sína á Twitter í dag. Hann sagði blaðamanninn hafa verið óttalausan í baráttu sinni fyrir sannleika og réttlæti. Peter R. de Vries was altijd toegewijd, vasthoudend, voor niets en niemand bang. Altijd op zoek naar de waarheid en op de bres voor gerechtigheid. En daarom des te dramatischer dat hij nu zelf slachtoffer is geworden van een groot onrecht.— Mark Rutte (@MinPres) July 15, 2021 De Vries var skotinn skömmu eftir að hann var í umræðuþætti í sjónvarpi. Hann hafði nýlega verið ráðgjafi vitnis sem hafði borið vitni í réttarhöldum gegn meintum foringja glæpagengis sem lögreglan hefur lýst sem hópi morðingja. Tveir hafa verið handteknir vegna skotárásarinnar. Lögreglan segir 21 árs Hollending vera grunaðan um að skjóta blaðamanninn og 35 ára Pólverji er grunaður um að hafa ekið flóttabílnum.
Holland Andlát Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Fleiri fréttir Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Sjá meira