Braga og Gunnars minnst á Alþingi Atli Ísleifsson skrifar 6. júlí 2021 14:05 Steingrímur J. Sigfússon þingforseti minntist þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Inga Birgissonar við upphafi þingfundar í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Þingmenn minntust tveggja látinna þingmanna – þeirra Braga Níelssonar og Gunnars Birgissonar – þegar þing kom saman klukkan 11 í morgun. Bragi lést 13. júní síðastliðinn og Gunnar 14. júní. Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, tók til máls við upphaf þingfundarins þar sem hann minntist þingmannanna. Bragi Níelsson.Alþingi Bragi Níelsson „Bragi Níelsson var fæddur á Seyðisfirði 16. febrúar 1926 og var því á 96. aldursári, elstur allra fyrrverandi alþingismanna. Foreldrar hans voru Níels Jónsson verkamaður og Ingiríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og verkakona. Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1957. Hann aflaði sér sérfræðiviðurkenningar í svæfingum og deyfingum og starfaði lengst af við þau störf, en vann jafnframt að almennum lækningum. Hann er talinn meðal frumkvöðla á sérsviði sínu og naut virðingar stéttarbræðra. Þegar árið 1958, að loknu námi, hóf Bragi störf á Sjúkrahúsi Akraness og þar var starfsvettvangur hans síðan, með stuttum hléum þó. Bragi Níelsson starfaði lengi innan Alþýðuflokksins á Akranesi og var varabæjarfulltrúi fyrir hann í nokkur ár. Árið 1978 var þessi vel metni læknir valinn í 2. sæti framboðslista flokksins í Vesturlandskjördæmi og hlaut óvænt þingsæti eftir mikinn kosningasigur Alþýðuflokksins það ár. Þing var rofið haustið 1979, er rúmt ár var liðið af kjörtímabili, og kosningar fóru fram í desember. Þá kaus Bragi að víkja af vettvangi þingsins og til fyrri starfa á Akranesi. Þingseta hans varð því stutt, tvö löggjafarþing og annað stóð aðeins nokkra daga. Á Alþingi sat Bragi í heilbrigðis- og trygginganefnd og lét þann málaflokk einkum til sín taka. Bragi Níelsson naut almennra vinsælda í heimabyggð, bæði fyrir læknisstörf og viðmót, þótti þægilegur og glaðlegur í umgengni, rósamur og traustur maður. Hann kom víða við í félagslífi á Akranesi, svo og á fræðasviði sínu, og var þá jafnan virkur þátttakandi án þess að sækjast sérstaklega eftir forystuhlutverki eða metorðum,“ sagði Steingrímur. Gunnar Ingi Birgisson.Alþingi Gunnar I. Birgisson Um Gunnar Inga Birgisson verkfræðing sagði þingforseti að hann hafi verið bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 14. júní, 73 ára gamall. „Hann var fæddur í Reykjavík 30. september 1947, sonur Auðbjargar Brynjólfsdóttur, sem var starfsmaður heimilishjálpar, og Birgis Guðmundssonar matsveins. Gunnar tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík utan skóla 1972, lauk síðan prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands, meistaraprófi í byggingarverkfræði í Edinborg og loks doktorsprófi í jarðvegsverkfræði frá Háskólanum í Missouri í Bandaríkjunum 1983. Samhliða námi sínu stundaði Gunnar ýmiss konar vinnu og hóf að starfa sem verkfræðingur þegar að háskólaprófi loknu hér heima og vann sem slíkur á þriðja áratug, lengst sem framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. og Klæðningar ehf. Jafnframt var hann í forystu Verktakasambandsins og Vinnuveitendasambands Íslands. Árið 1990 varð Gunnar Birgisson oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi og hófst þá langur og viðburðaríkur ferill hans á opinberum vettvangi. Hann varð formaður bæjarráðs Kópavogs á miklum uppgangstíma og síðar bæjarstjóri þar árin 2005–2009. Eftir ráðgjafarstörf í nokkur ár varð Gunnar bæjarstjóri Fjallabyggðar með búsetu á Siglufirði 2015–2019 og loks sveitarstjóri tímabundið í Skaftárhreppi árið 2020. Með öðrum störfum rak Gunnar enn fremur eigin verkfræðistofu. Gunnar varð varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 1991 og tók einu sinni sæti á Alþingi, haustið 1992. Í kosningunum 1999 hlaut hann fast sæti og sat samtals á 10 löggjafarþingum. Gunnar lét af þingmennsku 2006. Hér á Alþingi varð Gunnar formaður menntamálanefndar. Hann gjörþekkti ýmsa málaflokka á því sviði sem sveitarstjórnarmaður og var m.a. formaður stjórnar LÍN í 18 ár, frá 1991. Einnig sat hann í efnahags- og viðskiptanefnd mörg þing og sömuleiðis umhverfisnefnd, en hann lét umhverfis- og skipulagsmál jafnan til sín taka. Þá var hann formaður EFTA-nefndar þingsins 2003–2005. Gunnar Birgisson gerði sér ekki tíðförult í ræðustól þingsins, en vildi fremur láta verk sín tala. Það var háttur hans alla tíð. Var hann þó skýr og rökfastur þegar hann tók til máls á Alþingi. Mörgum þótti hann hrjúfur á ytra borði en þeim sem þekktu hann bar saman um ljúfmennsku hans, hlýju og glettni við nánari kynni. Gunnar var heilsteyptur í samstarfi, hispurslaus, hreinn og beinn, en um leið sjálfstæður í skoðunum og fylgdi þeim fast eftir. Hann var ekki gefinn fyrir mas, var glöggur á menn og málefni, ekki síst tölur, og hvað annað sem við var að fást hverju sinni. Starfsþrek hans var mikið. Gunnar hafði alla ævi yndi af brids og skák og tók stundum í spil eða tefldi í þinghúsinu þegar tóm gafst til þess og stóðust þá fáir honum snúning. Alþingi var mikill liðsauki að svo reyndum og vel menntuðum forystumanni,“ sagði Steingrímur, sem bað svo þingheim að rísa úr sætum. Alþingi Andlát Kópavogur Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Birgisson er látinn Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára. 15. júní 2021 06:22 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti þingsins, tók til máls við upphaf þingfundarins þar sem hann minntist þingmannanna. Bragi Níelsson.Alþingi Bragi Níelsson „Bragi Níelsson var fæddur á Seyðisfirði 16. febrúar 1926 og var því á 96. aldursári, elstur allra fyrrverandi alþingismanna. Foreldrar hans voru Níels Jónsson verkamaður og Ingiríður Hjálmarsdóttir, húsmóðir og verkakona. Bragi lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1947 og prófi í læknisfræði við Háskóla Íslands 1957. Hann aflaði sér sérfræðiviðurkenningar í svæfingum og deyfingum og starfaði lengst af við þau störf, en vann jafnframt að almennum lækningum. Hann er talinn meðal frumkvöðla á sérsviði sínu og naut virðingar stéttarbræðra. Þegar árið 1958, að loknu námi, hóf Bragi störf á Sjúkrahúsi Akraness og þar var starfsvettvangur hans síðan, með stuttum hléum þó. Bragi Níelsson starfaði lengi innan Alþýðuflokksins á Akranesi og var varabæjarfulltrúi fyrir hann í nokkur ár. Árið 1978 var þessi vel metni læknir valinn í 2. sæti framboðslista flokksins í Vesturlandskjördæmi og hlaut óvænt þingsæti eftir mikinn kosningasigur Alþýðuflokksins það ár. Þing var rofið haustið 1979, er rúmt ár var liðið af kjörtímabili, og kosningar fóru fram í desember. Þá kaus Bragi að víkja af vettvangi þingsins og til fyrri starfa á Akranesi. Þingseta hans varð því stutt, tvö löggjafarþing og annað stóð aðeins nokkra daga. Á Alþingi sat Bragi í heilbrigðis- og trygginganefnd og lét þann málaflokk einkum til sín taka. Bragi Níelsson naut almennra vinsælda í heimabyggð, bæði fyrir læknisstörf og viðmót, þótti þægilegur og glaðlegur í umgengni, rósamur og traustur maður. Hann kom víða við í félagslífi á Akranesi, svo og á fræðasviði sínu, og var þá jafnan virkur þátttakandi án þess að sækjast sérstaklega eftir forystuhlutverki eða metorðum,“ sagði Steingrímur. Gunnar Ingi Birgisson.Alþingi Gunnar I. Birgisson Um Gunnar Inga Birgisson verkfræðing sagði þingforseti að hann hafi verið bráðkvaddur á heimili sínu í Kópavogi 14. júní, 73 ára gamall. „Hann var fæddur í Reykjavík 30. september 1947, sonur Auðbjargar Brynjólfsdóttur, sem var starfsmaður heimilishjálpar, og Birgis Guðmundssonar matsveins. Gunnar tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík utan skóla 1972, lauk síðan prófi í verkfræði frá Háskóla Íslands, meistaraprófi í byggingarverkfræði í Edinborg og loks doktorsprófi í jarðvegsverkfræði frá Háskólanum í Missouri í Bandaríkjunum 1983. Samhliða námi sínu stundaði Gunnar ýmiss konar vinnu og hóf að starfa sem verkfræðingur þegar að háskólaprófi loknu hér heima og vann sem slíkur á þriðja áratug, lengst sem framkvæmdastjóri Gunnars og Guðmundar hf. og Klæðningar ehf. Jafnframt var hann í forystu Verktakasambandsins og Vinnuveitendasambands Íslands. Árið 1990 varð Gunnar Birgisson oddviti sjálfstæðismanna í Kópavogi og hófst þá langur og viðburðaríkur ferill hans á opinberum vettvangi. Hann varð formaður bæjarráðs Kópavogs á miklum uppgangstíma og síðar bæjarstjóri þar árin 2005–2009. Eftir ráðgjafarstörf í nokkur ár varð Gunnar bæjarstjóri Fjallabyggðar með búsetu á Siglufirði 2015–2019 og loks sveitarstjóri tímabundið í Skaftárhreppi árið 2020. Með öðrum störfum rak Gunnar enn fremur eigin verkfræðistofu. Gunnar varð varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi 1991 og tók einu sinni sæti á Alþingi, haustið 1992. Í kosningunum 1999 hlaut hann fast sæti og sat samtals á 10 löggjafarþingum. Gunnar lét af þingmennsku 2006. Hér á Alþingi varð Gunnar formaður menntamálanefndar. Hann gjörþekkti ýmsa málaflokka á því sviði sem sveitarstjórnarmaður og var m.a. formaður stjórnar LÍN í 18 ár, frá 1991. Einnig sat hann í efnahags- og viðskiptanefnd mörg þing og sömuleiðis umhverfisnefnd, en hann lét umhverfis- og skipulagsmál jafnan til sín taka. Þá var hann formaður EFTA-nefndar þingsins 2003–2005. Gunnar Birgisson gerði sér ekki tíðförult í ræðustól þingsins, en vildi fremur láta verk sín tala. Það var háttur hans alla tíð. Var hann þó skýr og rökfastur þegar hann tók til máls á Alþingi. Mörgum þótti hann hrjúfur á ytra borði en þeim sem þekktu hann bar saman um ljúfmennsku hans, hlýju og glettni við nánari kynni. Gunnar var heilsteyptur í samstarfi, hispurslaus, hreinn og beinn, en um leið sjálfstæður í skoðunum og fylgdi þeim fast eftir. Hann var ekki gefinn fyrir mas, var glöggur á menn og málefni, ekki síst tölur, og hvað annað sem við var að fást hverju sinni. Starfsþrek hans var mikið. Gunnar hafði alla ævi yndi af brids og skák og tók stundum í spil eða tefldi í þinghúsinu þegar tóm gafst til þess og stóðust þá fáir honum snúning. Alþingi var mikill liðsauki að svo reyndum og vel menntuðum forystumanni,“ sagði Steingrímur, sem bað svo þingheim að rísa úr sætum.
Alþingi Andlát Kópavogur Akranes Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Gunnar Birgisson er látinn Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára. 15. júní 2021 06:22 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Gunnar Birgisson er látinn Gunnar Birgisson, fyrrverandi alþingismaður og bæjar- og sveitarstjóri, er látinn. Samkvæmt andlátstilkynningu í Morgunblaðinu lést Gunnar á heimili sínu í gær. Hann var 73 ára. 15. júní 2021 06:22