Forseti Haítí skotinn til bana á heimili sínu Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2021 10:06 Jovenel Moise, forseti Haítí. Getty/Riccardo Savi Jovenel Moïse, forseti Haítí, er sagður hafa verið myrtur í árás í nótt. Hópur vopnaðra manna er sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hans í Port-au-Prince í nótt og skotið forsetann til bana og sært Martine Moise, eiginkonu hans, sem sé nú á sjúkrahúsi. Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times. Haítí Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira
Ástand hennar liggur ekki fyrir. Haítíski miðillinn Juno7, vísar í tilkynningu frá Claude Joseph, starfandi forsætisráðherra landsins, þar sem dauðsfall forsetans er tilkynnt. Í þeirri tilkynningu segir að einhverjir árásarmannanna hafi talað spænsku og er árásin fordæmd harðlega. Joseph kallar eftir ró meðal íbúa Haítí og segir lögregluna og herinn vera með stjórn á ástandinu. Moise, sem var 53 ára gamall, skipaði í gær nýjan mann í embætti forsætisráðherra en Joseph hefur verið starfandi forsætisráðherra í rúma tvo mánuði. Síðasti forsætisráðherra Haítí sat í embætti í minna en þrjá mánuði. Sá nýji heitir Ariel Henry og er sjöundi forsætisráðherrann sem Moise skipaði frá því hann tók við völdum árið 2017. AFP fréttaveitan segir Joseph halda því fram að hann stjórni nú Haítí. Blaðamaður Le Nouvelliste hefur eftir Josehp að forsetinn hafi verið myrtur af „sérsveitarmönnum“ með tengsl við erlend ríki. Le Premier ministre Claude Joseph confirme officiellement sur Caraïbes FM l'assassinat du président Jovenel Moïse tôt ce matin. Selon lui, l'attaque a été menée par un commando composé d'éléments étrangers. Blessée, Martine Moïse est à l'hôpital. Le PM appelle au calme #Haiti— Robenson Geffrard (@robbygeff) July 7, 2021 Forsetinn er ekki óumdeildur og hefur verið sakaður um ólýðræðislega tilburði í ríki sem er ekki ókunnugt einræðisherrum. Lýðræði hefur lengi átt undir högg að sækja í Haítí. Meðal annars hefur Moise reynt að staðfesta nýja stjórnarskrá Haítí og hefur sú vinna verið gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu, samkvæmt frétt Al Jazeera. Meðal þeirra breytinga sem Moise vildi koma á var að ekki væri hægt að sækja forseta til saka fyrir meint brot á kjörtímabili hans. Þá hefur Haíti orðið fyrir öldu ofbeldis og glæpa á undanförnum mánuðum. Eins og bent er á í frétt France24 er Haítí eitt fátækasta ríkið í Ameríku. Moise hefur verið sakaður um að hunsa vandamál íbúa og ríkisins og er ekki sagður hafa notið mikils trausts þeirra. Í febrúar hafði stjórnarandstaðan sagt að kjörtímabili Moise væri lokið. Hann sagði svo ekki vera og neitaði að stíga til hliðar. Hann sagðist eiga eitt ár inni, þar sem embætistöku hans hefði verið seinkað. Þá kom til umfangsmikilla mótmæla í Haítí. Í kjölfar þeirra voru 23 handteknir og þar á meðal dómari og háttsettur lögreglumaður sem Moise sakaði um að hafa ætlað að myrða sig, samkvæmt frétt New York Times.
Haítí Andlát Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Sjá meira