Erlent

Biz Markie er látinn 57 ára að aldri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Biz Markie dó í gærkvöldi aðeins 57 ára gamall.
Biz Markie dó í gærkvöldi aðeins 57 ára gamall. Getty/Alexander Tamargo

Rapparinn Biz Markie er látinn, 57 ára að aldri. Markie var fæddur og uppalinn í New York og var þekktastur fyrir taktsmíði og framleiðslu. 

Jenni Izumi, umboðsmaður Markie, sagði í yfirlýsingu að rapparinn og plötusnúðurinn hafi dáið friðsamlega á föstudagskvöld með eiginkonu sína sér við hlið. Ekki er ljóst hver orsök dauða hans voru. 

Markie var mikill stólpi í hip-hop senunni í New York um miðjan níunda áratuginn og varð frægastur fyrir lagið sitt Just a Friend, sem kom út árið 1989 og náði níunda sætinu á vinsældarlistum í Bandaríkjunum. 

Hann greindist með sykursýki árið 2014 og var lagður inn á spítala í nokkrar vikur í fyrra vegna sjúkdómsins. 

Minningarorðum um Marki ringdi inn á Twitter í gærkvöldi og skrifaði rapparinn Q-Tip, sem er meðlimur sveitarinnar Tribe Called Quest: „Hvíl í friði bróðir... ég mun sakna þín.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×