Donald Rumsfeld er dáinn Samúel Karl Ólason skrifar 30. júní 2021 20:29 Donald Rumsfeld stendur hér við hlið George Bush árið 2008. AP/Susan Walsh Donald Rumsfeld, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, er dáinn en hann var 88 ára gamall. Rumsfeld dó í dag í Nýju Mexíkó. Rumsfeld vann fyrir fjóra forseta Bandaríkjanna var varnarmálaráðherra bæði George W. Bush og Gerald Ford og leiddi ráðuneytið í innrásum Bandaríkjanna í Afganistan og Írak. Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart. Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira
Rumsfeld settist í helgan stein árið 2008. Hann starfaði fyrst fyrir Richard Nixon árið 1969. Þá varð Rumsfeld eini maðurinn sem hefur tvisvar sinnum verið varnarmálaráðherra. Fyrst varð hann ráðherra 1975 til 1977 og varð hann þá yngsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna (43). Hann var aftur ráðherra 2001 til 2006 og þá var hann elsti varnarmálaráðherrann (74), samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann gerði svo tilraun til að hljóta tilnefningu Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar 1988 en það tókst honum ekki. Í raun þykir árangur hans þar hafa verið einstaklega slæmur. Í tilkynningu frá fjölskyldu Rummy, eins og hann var oft kallaður, segir að hann hafi látist umkringdur fjölskyldu sinni. Washington Post segir hann hafa dáið vegna krabbameins í beinmerg. Hann skilur eftir sig eiginkonu, þrjú börn og sjö barnabörn. A statement from the family of Donald Rumsfeld: pic.twitter.com/AlKYxVvqgF— Donald Rumsfeld (@RumsfeldOffice) June 30, 2021 Níu mánuðum eftir að Rumsfeld tók varnarmálaráðuneytinu var árásin gerð á Tvíburaturnana í New York og ráðuneytið sjálft í september 2001. Í kjölfar þess gerðu Bandaríkin innrás í Afganistan en Talibanar, sem þá stjórnuðu ríkinu, stóðu þétt við bakið á al-Qaeda. Árið 2002 byrjuðu meðlimir ríkisstjórnar George W. Bush að beina sjónum sínum að Írak og var gerð innrás í landið árið 2003. Sú innrás er talin hafa komið verulega niður á umsvifum Bandaríkjanna í Afganistan og gefið Talibönum tækifæri á að skjóta aftur upp kollinum. Innrásin í Írak fór ekki eftir áætlunum og hefur Rumsfeld verið gagnrýndur fyrir að hunsa ráðleggingar viðvaranir forsvarsmanna hersins í aðdraganda árásarinnar. Þá hefur hann verið gagnrýndur fyrir slæma skipulagningu í kjölfar innrásarinnar og slæm viðbrögð við skæruhernaði í Írak. Þar að auki var Rumsfeld harðlega gagnrýndur eftir að fjölmiðlar vörpuðu ljósi á hræðilega meðferð á föngum í Ghraib fangelsinu alræmda. Lét loka herstöðinni í Keflavík Rumsfeld stýrði einnig brottför bandarískra hermanna frá íslandi á árum áður og vildi hann sérstaklega láta loka herstöðinni í Keflavík. Rumsfeld hefur verið sakaður um að hafa staðið illa að brottförinni, rætt málið ekki við íslenska ráðamenn og sýnt íslenskum stjórnvöldum ónærgætni. Það var eftir að viðræður milli Íslendinga og Bandaríkjamanna um aukna kostnaðarþátttöku Íslendinga að rekstri herstöðvarinnar hófust árið 2005. Þær viðræður stóðu yfir allt til vorsins 2006 þegar skyndilega var tilkynnt að herstöðinni yrði lokað. Robert G. Loftis, sem fór þá fyrir sendinefnd bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði í viðtali árið 2016 að sú skipun hefði borist frá Rumsfeld og það hefði komið öllum á óvart.
Bandaríkin Andlát George W. Bush Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Sjá meira