Fótbolti

Fyrrum framherji enska landsliðsins látinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Paul Mariner lék á sínum tíma 35 leiki fyrir enska landsliðið.
Paul Mariner lék á sínum tíma 35 leiki fyrir enska landsliðið. Alex Trautwig/Getty Images

Paul Mariner, fyrrum framherji enska landsliðsins, er látinn. Mariner, sem var 68 ára, lést í faðmi fjölskyldunnar eftir stutta baráttu við krabbamein.

Mariner hóf feril sinn hjá Plymouth Argyle árið 1973, áður en hann færði sig yfir til Ipswich Town þrem árum seinna þar sem hann lék 260 leiki og skoraði í þeim 96 mörk. Með Ipswich vann Mariner enska bikarinn 1978 og Evrópubikarinn 1981.

Hann lék einnig með Arsenal og Portsmouth á Englandi áður en hann færði sig út fyrir landsteinanna. Þar lék hann með Wollongong Wolves í Ástralíu og Albany Capitals og San Fransisco Bay í Bandaríkjunum.

Á árunum 1977-1985 spilaði Mariner 35 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði í þeim 13 mörk.

Mariner snéri sér að þjálfun nokkrum árum eftir að leikmannaferli hans var lokið og var meðal annars aðalþjálfari hjá Plymouth Argyle og Toronto FC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×