Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19 Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun. Erlent 26. október 2020 13:46
Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Innlent 26. október 2020 12:52
Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Innlent 26. október 2020 12:48
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. Innlent 26. október 2020 12:02
Búa sig undir tvær erfiðar vikur 79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra. Innlent 26. október 2020 11:47
Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. Innlent 26. október 2020 10:58
Svona var 128. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar klukkan 11 í dag. Innlent 26. október 2020 10:05
Milljónir borgarbúa í Kína skimaðir á örfáum dögum Kínversk stjórnvöld ætla enn og aftur að skima heila borg eftir að kórónuveirusmit kom upp. Erlent 26. október 2020 09:19
„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“ Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn. Erlent 26. október 2020 08:31
Covid-19: Dauðsföll, frelsi og hagkvæmni Flest allir ættu nú að þekkja til og hafa fundið fyrir áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins hvort sem það er í formi skertrar heilsu, tekna, einstaklingsfrelsis eða annars. Skoðun 26. október 2020 08:00
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. Erlent 26. október 2020 06:50
Hjúkrunarfræðinemum hópað saman í próf þrátt fyrir neyðarstig: „Þetta er alveg út í hött og mjög óábyrgt“ Á morgun munu tæplega hundrað hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands þreyta próf í lyfja- og vökvaútreikningum í húsakynnum Eirbergs. Nemandi segir hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands sýna ábyrgðarleysi. Innlent 25. október 2020 20:59
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Erlent 25. október 2020 19:46
Þrettán íbúar og fjórir starfsmenn Sólvalla smitaðir Ellefu íbúar og fjórir starfsmenn öldrunarheimilisins Sólvalla á Eyrarbakka hafa greinst smitaðir af kórónuveirunni. Innlent 25. október 2020 18:31
Aðgát skal höfð – Áfallamiðað skólastarf Greinarhöfundar leyfa sér að fullyrða að öll heimsbyggðin gangi í gengum áfall þessi misserin vegna COVID-19. Að því leyti til erum við öll í sama bátnum. Hins vegar er um ólíkar þjóðir, menningu og einstaklinga að ræða og því nauðsynlegt að skoða hugsanlegar afleiðingar þessa alheimsáfalls í því ljósi. Skoðun 25. október 2020 18:21
Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Innlent 25. október 2020 17:39
„Heilbrigðisstarfsmenn sýndu í fyrstu bylgju hvers þeir eru megnugir“ Alma Möller landlæknir biðlaði á upplýsingafundi Almannavarna og embættis Landlæknis til heilbrigðismenntaðra einstaklinga sem ekki vinna í opinbera heilbrigðiskerfinu að skrá sig í bakvarðarsveit heilbrigðisþjónustunnar. Innlent 25. október 2020 15:47
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Innlent 25. október 2020 15:19
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. Erlent 25. október 2020 14:33
Svona var upplýsingafundur vegna neyðarstigs á Landspítala Landspítalinn hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 15 í dag. Tilefnið er að spítalinn starfar nú á neyðarstigi vegna COVID-19. Innlent 25. október 2020 13:39
Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. Innlent 25. október 2020 12:13
Kannast ekki við að menn hafi verið skikkaðir til að vinna veikir Yfirvélstjóri á togaranum Júlíusi Geirmundssyni kannast ekki við lýsingar á því að skipverjar sem voru veikir af Covid-19 hafi verið skikkaðir til að vinna um borð. Þá segist hann ekki hafa orðið var við að margir úr áhöfninni hafi orðið fárveikir. Innlent 25. október 2020 12:09
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. Innlent 25. október 2020 12:01
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. Innlent 25. október 2020 10:55
Börn og starfsmenn á leikskólanum Fífuborg í sóttkví Fimmtán börn og að minnsta kosti fjórir starfsmenn á Ljósheimadeild í leikskólanum Fífuborg í Grafarvogi verða í sóttkví út vikuna eftir að starfsmaður þar greindist smitaður í gær. Þetta er í annað skipti sem kórónuveirusmit kemur upp á leikskólanum í þessum mánuði. Innlent 25. október 2020 10:32
Segir þungbært að sitja undir ásökunum um að vanrækja heilsu og öryggi sjómannanna Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar segir fyrirtækið biðjast afsökunar á mistökum sem voru gerð þegar nær öll áhöfn togarans Júlíusar Geirmundsonar veiktist af Covid-19. Í yfirlýsingu segir hann þó „þungbært“ að sitja undir ásökunum um að ekki hafi verið hugað nógu vel að heilsu eða öryggi starfsmanna. Innlent 25. október 2020 09:57
Landsstjórn Færeyja kynnir björgunarpakka fyrir flugið Jørgen Niclasen, fjármálaráðherra Færeyja, hefur kynnt sértækar aðgerðir landsstjórnarinnar til að bjarga flugstarfsemi eyjanna. Frumvarp um málið verður lagt fyrir Lögþingið á næstu dögum en ráðherrann segist hafa stuðning úr öllum flokkum við björgunarpakkann. Viðskipti erlent 25. október 2020 08:08
Nýr faraldur kominn upp í Hvíta húsinu Starfsmannastjóri Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, og að minnsta kosti tveir aðrir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær. Sýni úr Pence sjálfum er sagt hafa verið neikvætt og ætlar hann að halda áfram ferðalögum í kosningabaráttunni. Erlent 25. október 2020 07:55
Tómar fangageymslur í nótt Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru tómar snemma í morgun sem þykir sæta tíðindum. Samkomubann og takmarkanir á starfsemi veitinga- og öldurhúsa hefur nú verið í gildi um nokkurra vikna skeið. Innlent 25. október 2020 07:15
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent