Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

covid.is
Upplýsingar um faraldurinn er að finna á covid.is, upplýsingavef Embættis landlæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.

Landsmenn eru minntir á mikilvægi persónulegra sóttvarna. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.

Staðan á Landspítala:
Á vef Landspítala má finna upplýsingar um stöðuna á spítalanum.

Tímalína faraldurs kórónuveirunnar:
Fyrsta kórónuveirusmitið var greint á Íslandi 28. febrúar 2020. Hér er fjallað um upphaf kórónuveirufaraldursins og fyrstu bylgju hans.

Í maí 2020 var hafist handa við að létta á samkomutakmörkunum, og var faraldurinn í lægð um tíma um sumarið. Hér má finna allt það helsta um það tímabil ásamt annarri og þriðju bylgjunni sem komu í kjölfarið.

Í lok árs var kórónuveirufaraldurinn á árinu 2020 tekinn saman í grein sem hér má finna.

26. júní 2021 var síðan öllum takmörkunum innanlands aflétt.

Í lok árs 2021 fór fréttastofa síðan yfir gengi ársins í bólusetningum, auk þess að rifja upp áhrif takmarkana á samkomur á árinu.

Að neðan má sjá yfirlit um stöðu Covid-19 faraldursins á Íslandi.




Fréttamynd

Út í hött að biðjast afsökunar

Bjössi í World Class segist hafa fundið fyrir mikilli gagnrýni eftir að hann opnaði stöðvar sínar á ný, þvert á tilmæli sóttvarnalæknis. Í dag þori fólk vart að segja frá því að það hafi farið í líkamsræktarstöð og finni fyrir „æfingaskömm“.

Innlent
Fréttamynd

TBR opnar dyrnar með ströngum reglum

Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit.

Innlent
Fréttamynd

Herða tak­markanir í Osló

Borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni Osló hafa tilkynnt um hertar samkomutakmarkanir vegna heimsfaraldursins. Nýjar reglur og tilmæli voru kynntar á blaðamannafundi borgarstjórans Raymond Johansen í hádeginu og munu taka gildi á fimmtudag.

Erlent
Fréttamynd

Líf í húfi

Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019.

Skoðun
Fréttamynd

Fimmtungur þingmanna hefur fengið Covid-19

Rúmlega fimmtungur rússneskra þingmanna hefur veikst eða er veikur af Covid-19. Þetta kom fram á fundi Víatéslav Volodín, forseta Dúmunnar, neðri deildar rússneska þingsins, og Vladimír Pútín, forseta Rússlands, sem forsetaembættið sagði frá í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir tvær erfiðar vikur

79 smit hafa nú verið rakin til hópsýkingar Covid-19 á Landakoti. Starfsmenn Landspítala búa sig nú undir erfiðar tvær vikur hið minnsta, að sögn forstjóra.

Innlent
Fréttamynd

„Við munum ekki ná stjórn á faraldrinum“

Það má segja að starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mark Meadows, hafi verið óvenju hreinskilinn í viðtali við CNN í gær um áætlanir bandarískra yfirvalda í tengslum við kórónuveirufaraldurinn.

Erlent
Fréttamynd

Aðgát skal höfð – Áfallamiðað skólastarf

Greinarhöfundar leyfa sér að fullyrða að öll heimsbyggðin gangi í gengum áfall þessi misserin vegna COVID-19. Að því leyti til erum við öll í sama bátnum. Hins vegar er um ólíkar þjóðir, menningu og einstaklinga að ræða og því nauðsynlegt að skoða hugsanlegar afleiðingar þessa alheimsáfalls í því ljósi.

Skoðun