Leikmaður karlaliðs Þórs í fótbolta er með kórónuveiruna. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.
Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi sem var tekið í gær.
Leikmenn og þjálfarar Þórs sem voru á æfingu á föstudaginn eru komnir í sóttkví.
Einnig greindist smit í herbúðum kvennaliðs Þórs/KA eins og frá var greint í gær.
Þór er í 5. sæti Lengjudeildar karla með 31 stig. Liðið á eftir að leika tvo leiki.