Daglegum Covid-dauðsföllum í Evrópu fer fjölgandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. október 2020 23:37 Þessi mynd er tekin á lestarstöð í París, höfuðborg Frakklands. Kórónuveirutilfellum hefur farið hratt fjölgandi í landinu, líkt og víða annars staðar í Evrópu. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Daglegum dauðsföllum sem rekja má til Covid-19 hefur fjölgað um hátt í 40% milli vikna í Evrópu. Þetta hefur breska ríkisútvarpið eftir talsmanni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. (WHO). Dr. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir að daglegum nýgreiningum veirunnar í Frakklandi, Bretlandi, Hollandi, Rússlandi og á Spáni hefði fjölgað um þriðjung milli vikna. Sagði hún það áhyggjuefni að gjörgæsludeildir spítala víða um álfunna væru nú að fyllast af mjög veiku fólki. „Yfir Evrópu sjáum við mjög skarpa og hættulega aukningu í dauðsföllum og nýgreindum einstaklingum,“ hefur BBC eftir Harris. Hún segir þá að áhrif þeirra hertu samfélagslegu aðgerða sem gripið hefur verið til í fjölda ríkja muni ekki koma í ljós fyrr en að tveimur vikum liðnum. „Það mun draga úr tíðni nýgreindra, en það gerist ekki á einni nóttu.“ Önnur bylgja frábrugðin þeirri fyrstu Þegar Harris var spurð hvort önnur bylgja veirunnar, sem nú ríður yfir Evrópu, yrði verri en sú fyrsta sagði hún að áhrifin yrðu annars konar. „Góðu fréttirnar eru þær að spítalar eru nú betur í stakk búnir og búa yfir meiri þekkingu á því sem er í gangi. Hin hliðin á sama pening er sú að unnið hefur verið hörðum höndum ótrúlega lengi og þeir [heilbrigðisstarfsmenn] vita að það sem er fram undan verður erfitt.“ Hún sagði þá að þeir hópar sem væru að veikjast í Evrópu væru yngri en í fyrstu bylgjunni. Því mætti leiða líkum að því að fólk sem tilheyrir þeim hópi yrði ekki jafn veikt. Það væri þó alls ekki öruggt. „Þessir þættir benda til þess að við munum ekki sjá jafn hræðilega fjölgun dauðsfalla líkt og í apríl,“ sagði Harris.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50 Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17 Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Sjá meira
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. 26. október 2020 06:50
Staðan í Evrópu geti versnað hratt Dagleg dauðsföll af völdum Covid-19 í Evrópu eru um fimm sinnum færri en þau voru í fyrstu bylgju faraldursins í mars og apríl. Yfirmaður WHO í Evrópu segir þrátt fyrir það að ekki sé tilefni til bjartsýni. 15. október 2020 23:17
Heilbrigðisstarfsfólk beðið um að vinna þrátt fyrir að vera með veiruna Heilbrigðisstarfsfólk í borginni Liège í Belgíu hefur verið beðið um að halda áfram störfum þrátt fyrir að það kunni að greinast með Covid-19. 26. október 2020 23:25