„Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 07:51 Trump á kosningafundinum í Michigan í gær. Getty/Chip Somodevilla Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, beindi orðum sínum að konum á kosningafundi í Michigan í gær þegar hann sagði að hann myndi hjálpa eiginmönnum þeirra að finna vinnu eftir kórónuveirukreppuna. Tæp vika er nú til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Trump hefur undanfarið lagt mikla áherslu á að ná til kvenna í úthverfunum en atkvæði þeirra áttu stóran þátt í sigri Trumps árið 2016. Nú bendir hins vegar flest til þess að þessar konur hafi snúið baki við Trump og ætli ekki að kjósa hann í kosningunum næsta þriðjudag. „Eiginmenn ykkar, þeir vilja fara aftur að vinna, er það ekki? Þeir vilja fara aftur að vinna. Við munum skapa störf fyrir eiginmenn ykkar, og allir vilja það. Lækningin getur aldrei orðið verri en sjálft vandamálið,“ sagði Trump á fundinum í gær. Sagðist elska konur miklu meira en karlmenn Skömmu áður montaði hann sig af stuðningi kvenna við sig og sagði að þær myndu kjósa hann því þær vilji öryggi og lög og reglu. „Við munum standa okkur frábærlega. Ég elska konur, ég get ekki gert að því. Þær eru bestar. Ég elska þær miklu meira en karlmenn,“ sagði forsetinn. Að því er fram kemur í frétt USA Today sýnir fjöldi gagna að kórónuveirufaraldurinn hefur haft verri áhrif á konur á bandarískum vinnumarkaði en karla. Atvinnuleysistölur eru hærri á meðal kvenna en karla og þá hefur dagvistunarúrræðum fyrir börn einnig fækkað í faraldrinum. Vinnutölfræði fyrir september í Bandaríkjunum sýndi að 865 þúsund konur hefðu farið af vinnumarkaðnum á móti 216 þúsund karlmönnum. Loforð Trumps um að finna störf handa eiginmönnum kvennanna voru gagnrýnd á samfélagsmiðlum. Þannig spurði Demókratinn og öldungadeildarþingmaður Michigan, Curtis Hertel, hvort forsetinn hefði gleymt því að hann væri í framboði á 21. öldinni. Donald Trumps pitch to women voters were getting your husbands back to work. Did he forget what century he is running for President in?— Senator Curtis Hertel (@CurtisHertelJr) October 27, 2020 Fyrir um tveimur vikum biðlaði Trump til kvenna í úthverfum Pennsylvaníu að kjósa sig á kosningafundi í ríkinu. „Má ég biðja ykkur um greiða? Konur í úthverfum, viljið þið vinsamlegast láta ykkur líka við mig. Vinsamlegast. Ég bjargaði andskotans hverfunum ykkar, ókei?“ sagði Trump þá. Í viðtali við 60 mínútur um helgina sagði Trump að hann hefði verið að grínast þegar hann bað konurnar um að láta þeim líka við sig. „Æ, ég sagði þetta ekki. Þú veist, þetta er svo villandi… Ég segi þetta í gríni: „Konur í úthverfunum, þið ættuð að elska mig því ég gef ykkur öryggi,““ sagði Trump í viðtalinu við Lesley Stahl. Líkti forsetanum við svikahrapp Á meðan Trump hélt sinn kosningafund í Michigan í gær hélt Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, kosningafundi í Georgíu. Hann hét því meðal annars að verða forseti sem myndi ekki sundra þjóðinni heldur sameina hana en gagnrýndi Trump jafnframt mjög. Biden líkti forsetanum við svikahrapp og popúlista og gagnrýndi meðal annars viðbrögð hans við kórónuveirufaraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira