„Atburðarásin bendir til að eitthvað hafi mátt betur fara“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. október 2020 18:54 Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans stendur í ströngu þessa dagana. Vísir/Ólafur Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Tæplega níutíu manns hafa smitast í hópsýkingu sem tengist Landakoti. Yfirmaður sýkingavarna á spítalanum segir atburðarásina benda til að eitthvað hefði mátt betur fara í sýkingavörnum. Nú hafa 86 manns smitast í hópsýkingunni á Landakoti þar af 52 sjúklingar og eru 42 af þeim á Landspítala og 34 starfsmenn þar af eru 25 starfsmenn Landspítalans. Landspítalinn og landlæknir sendu í dag frá sér tilkynningu þar sem kemur fram að spítalinn skoðar hópsýkinguna með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Upplýsingamiðlun um þann lærdóm verði fumlaus þegar þar að kemur. Þá er bent á að að það þurfi að skapa mannauðnum þar nauðsynlegun vinnufrið og honum sé veitt sú virðing sem hann eigi skilið. Ólafur Guðlaugsson smitsjúkdómalæknir og yfirmaður sýkingavarnadeilda Landspítalans segir ítarlega rannsókn í gangi á hvað gerðist. Aðspurður um hvort sýkingavörnum á Landakoti hafi verið áfátt segir Ólafur: „Það er ekki augljóst að svo komnu máli en auðvitað bendir atburðarásin á að eitthvað hafi mátt betur fara já,“ segir Ólafur. Fram hefur komið að í upphafi hópsmitsins á Landakoti hafi bæði sjúklingur og heilbrigðisstarfsmaður þar greinst nánast samtímis með veiruna. Ólafur segir að oft sé ekki hægt að finna eina orsök á hópsmiti. „Það verður að segjast eins og er að það finnst ekki alltaf ein orsök fyrir hópsmiti. Þetta eru samskipti fjölda manns. Í fyrri uppákomum sem hafa orðið hér á spítalanum má segja að skýringarnar hafi verið alls konar,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14 Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18 Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Sjá meira
Segja engan fót fyrir ágreiningi um athugun á hópsýkingu Landspítali og Embætti landlæknis segja Landspítala skoða hópsýkinguna á Landakoti með smitrakningu og njóti í því verkefni fulltingis smitrakningarteymis almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra. Af niðurstöðu þeirrar vinnu verði lærdómur dreginn. 27. október 2020 15:14
Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. 27. október 2020 13:18
Hátt í níutíu smit tengjast Landakoti Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. 27. október 2020 12:06