Telur allt í eðilegu ferli varðandi sýkinguna á Landakoti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. október 2020 13:18 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur áhyggjur af stöðunni vegna hópsýkingarinnar á Landakoti. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir forgangsmál að ná utan um hópsýkinguna sem kom upp á Landakoti. Hátt í níutíu manns hafa nú smitast frá því hópsýking á Landakoti hófst. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tíu hafa bæst í hóp smitaðra í gær og að ekki sé búið að ná utan um sýkinguna. Þórólfur sagði til skoðunar hvort herða þyrfti aðgerðir til að ná betur utan um stöðuna. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu gilda til 3. nóvember. Þær aðgerðir eru harðari en aðgerðir almennt á landsvísu sem gilda til 10. nóvember. Kemur til greina að herða aðgerðir enn frekar á höfuðborgarsvæðinu? „Það er bara eitthvað sem þarf að meta þegar sóttvarnalæknir skilar næst tillögum. Núgildandi aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu renna út þann 3. nóvember. Heilbrigðisráðherra var auðvitað að fara yfir stöðuna hér á ríkisstjórnarfundinum áðan,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi. Fundur ríkisstjórnar í morgun var langur og lauk ekki fyrr en rétt fyrir klukkan eitt. „Það sem auðvitað brennur á núna er að ná utan um þessa hópsýkingu innan sjúkrahússins,“ sagði Katrín. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, sagði í viðtali við mbl.is í gær að það ætti eftir að koma í ljós hvort sýkingin á Landakoti yrði tilkynnt sem alvarlegt atvik en ekki væri tímabært að hugsa um slíkt sem stæði. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítala segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hann sé ósáttur að heyra að svo gæti orðið. Tilkynning um alvarlegt atvik myndi ganga þvert gegn því sem sagt hafi verið hingað til um samstöðu í baráttunni við faraldurinn. Katrín var spurð að sínu áliti á þessari stöðu. „Ég tel þetta allt vera í eðlilegu ferli. Það stendur yfir smitrakning. Þegar allt liggur fyrir úr henni þá auðvitað skýrast þessar línur. Það er forgangsverkefnið því þetta er auðvitað mjög viðkvæmur hópur sem þarna er undir.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira