Bendir á að ÍE hafi komist að annarri niðurstöðu en Bretarnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. október 2020 13:45 Lundúnabúi skartar grímu í strætó á tímum kórónuveirunnar. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Imperial College voru birtar í dag. Dan Kitwood/getty Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Hlutfall þeirra sem mældust með mótefni fyrir kórónuveirunni lækkaði um rúman fjórðung á þremur mánuðum. Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar vísindamanna Imperial College í London. Niðurstöðurnar eru taldar gefa til kynna að mótefni minnki „nokkuð hratt“ eftir Covid-sýkingu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir þó á að aðrar rannsóknir, m.a. rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar, hafi gefið öfuga niðurstöðu. Breskir fjölmiðlar greina frá niðurstöðum REACT-2-rannsóknarinnar, sem hafa þó ekki verið ritrýndar, í dag. Fram kemur í frétt Breska ríkisútvarpsins BBC að rannsakendur hafi kannað niðurstöður mótefnamælinga hjá yfir 350 þúsund manns. Mælingar voru framkvæmdar af handahófi með heimaprófi, sem sent var þáttakendum um allt England. Telja hættu á að sýkjast aftur af Covid Fyrsta lota prófana sem fram fór í lok júní og byrjun júlí hafi sýnt að um 60 af hverjum þúsund reyndust með mælanleg mótefni. Þessar niðurstöður, sem byggja á gögnum frá 100 þúsund þátttakendum, voru birtar í ágúst. Helen Ward, prófessor við Imperial College í London.Imperial College Í annarri lotu prófana, sem framkvæmd var í september, hafi hins vegar aðeins 44 af hverjum þúsund greinst með mótefni. Þetta sýni að 26 prósent færri hafi greinst með mótefni fyrir veirunni í júní en í september. Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að draga virðist úr mótefni með tímanum. Þannig sé jafnframt hætta á að sýkjast oftar en einu sinni af Covid-19. „Ónæmið dvínar nokkuð hratt, það eru aðeins liðnir þrír mánuðir frá fyrstu prófum og við sjáum strax 26 prósent samdrátt í mótefni,“ er haft eftir Helen Ward, prófessor við Imperial College og einum rannsakenda. Bóluefni enn jafnmikilvægt Sárafá tilfelli sjúklinga sem fengið hafa Covid tvisvar hafa verið staðfest síðan faraldurinn hófst. Rannsakendur Imperial College telja að það geti skýrst af því að fyrst nú sé byrjað að draga úr ónæmi síðan sýkingar náðu hámarki í mars og apríl. Þeir binda þó vonir við að seinni sýkingar verði mildari, þrátt fyrir að dregið hafi úr mótefni. Þá dragi þetta heldur ekki úr þörfinni á bóluefni við kórónuveirunni þar sem bóluefni gæti reynst áhrifaríkari vörn gegn veirunni en mótefni eftir sýkingu. Rannsókn ÍE bendir til þess að ekki dragi úr mótefni Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á í samtali við fréttastofu að niðurstöður annarra rannsókna sem gerðar hafi verið á mótefni gefi þvert á móti til kynna að ekki dragi úr því. „Ég vitna í það sem við vorum búin að tilkynna hér, í rannsókn sem gerð var hér á mótefnamælingum og nokkrum mánuðum eftir, sem Íslensk erfðagreining gerði og hefur birt. Þar hefur komið í ljós að nokkrum mánuðum eftir sýkingu lækkuðu mótefnin nánast ekki neitt,“ segir Þórólfur. Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra sem Þórólfur vísar til birtust í vísindaritinu New England Journal of Medicine 1. september síðastliðinn. Þær niðurstöður benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. Alls var skimað fyrir mótefnum í blóði 30.576 Íslendinga. Þá voru prófuð 2.102 sýni úr 1.237 Íslendingum sem sýkst höfðu af veirunni. Sýnin voru tekin allt að fjórum mánuðum eftir greiningu. Eins voru mæld mótefni hjá 4.222 einstaklingum sem höfðu farið í sóttkví og öðrum sem ekki höfðu komist í tæri við veiruna svo vitað væri. „Sú lýsing sem skiptir mestu máli er á því hvernig mótefnin rísa í blóði fólks sem verður fyrir smiti og okkar niðurstöður sýna að mótefnin minnka ekkert í blóði, að minnsta kosti ekki innan fjögurra mánaða,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, í samtali við Vísi um niðurstöður rannsóknarinnar á sínum tíma. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þetta sagði hann skipta miklu máli þar sem fregnir hefðu borist af því að sá möguleiki væri fyrir hendi, að mótefni byrjuðu að minnka mjög fljótt og þannig myndast möguleiki á endursýkingu. Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á mótefnum sýndi hins vegar óyggjandi að mati Kára að engin minnkun væri á magni mótefna innan fjögurra mánaða. Þórólfur tekur undir þetta í samtali við fréttastofu í dag. „Ég held að þetta sé eitthvað málum blandið. Og ég er ekki endilega viss um að það sé rétt að mótefni munu hverfa strax. Niðurstöður hér á Íslandi og fleiri niðurstöður erlendis sýna að svo er ekki. Það er sjálfsagt að menn velti þessu fyrir sér en mér finnst fyrirliggjandi rannsóknarniðurstöður ekki benda til þessa,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01 Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07 Mest lesið Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01
Kompás: Hvenær verður lífið eðlilegt aftur? Hvenær fáum við bóluefni við kórónuveirunni? Þetta er spurning sem brunnið hefur á heimsbyggðinni frá því faraldurinn hófst. Þrátt fyrir stífar sóttvarnaaðgerðir er veiran enn þá á fleygiferð og eru vonir bundnar við að bóluefni muni geta fært líf okkar aftur í eðlilegra horf. 15. október 2020 09:01
Mótefni minnkar ekki á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu Niðurstöður rannsóknar vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsfólks þeirra benda til þess að ekki dragi úr mótefni sem myndast í blóði þegar fólk smitast af Covid-19 á fyrstu fjórum mánuðum eftir sýkingu. 1. september 2020 21:07
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent