Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Mason Greenwood snýr aftur í heim tölvuleikjanna

Aðdáendur fótboltatölvuleiksins sívinsæla, Football Manager, bíða enn frétta um hvenær næsta útgafa leiksins kemur út. En þeir hafa fengið það staðfest að Mason Greenwood mun snúa aftur til leiksins eftir að hafa skrifað undir lánssamning við Getafe á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Níu sæti enn til boða í Afríkukeppninni

Það standa enn níu sæti til boða á Afríkukeppni karla sem fer fram á Fílabeinsströndinni í byrjun næsta árs. Fimmtán lönd hafa þegar tryggt sér sæti á mótinu en lokaumferð undankeppninnar fer fram á dögunum. 

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldo segir ríginn við Messi vera horfinn

Cristiano Ronaldo segir allan ríg horfinn milli sín og Lionels Messi. Þeir hafi breytt fótboltasögunni og séu báðir vel virtir um allan heim. Ronaldo var ekki tilnefndur til Ballon d'or verðlaunanna í gær, í fyrsta skipti síðan árið 2003. 

Fótbolti
Fréttamynd

Sandra lítið spilað en er valin í lands­liðið: „Stend og fell með þessari á­kvörðun“

Sandra Sigurðardóttir snýr aftur í íslenska landsliðið í fótbolta, fyrir komandi leiki liðsins í Þjóðadeild UEFA, eftir að hafa tekið markmannshanskana af hillunni og gefið kost á sér í landsliðið á ný. Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, segist standa og falla með ákvörðuninni að taka Söndru inn í landsliðið á nýjan leik þrátt fyrir að hún hafi spilað fáa leiki undanfarið.

Fótbolti
Fréttamynd

Nýr þjóðarleikvangur

Í tilefni umræðu undanfarinna daga, um aðsteðjandi vanda bæði félags- og landsliða okkar við að leika fótbolta hérlendis að vetri til ,langaði mig til þess að fara yfir málið sem stendur mér nærri.

Skoðun
Fréttamynd

Her­mos­o leggur inn kvörtun til sak­­sóknara vegna for­­setans

Jenni­fer Her­mos­o, leik­maður spænska lands­liðsins í fót­bolta, sem mátti þola ó­um­beðinn rembings­koss frá for­seta spænska knatt­spyrnu­sam­bandsins í kjöl­far glæsts sigurs á HM í sumar, hefur lagt inn sak­sóknara­em­bættisins á Spáni vegna hegðunar for­setans, Luis Ru­bi­a­les.

Fótbolti