Umfjöllun: ÍBV - FH 0-2 | Öruggur útisigur í Eyjum Eyjakonur tóku á móti FH í lokaumferð deildarkeppni Bestu deildar kvenna en ÍBV liðið er í harðri fallbaráttu á meðan gestirnir í FH voru aðeins einu stigi frá þriðja sætinu. Íslenski boltinn 27. ágúst 2023 16:15
Umfjöllun: Stjarnan - Selfoss 3-0 | Frábær innkoma Andreu Mistar innsiglaði sigur Stjörnunnar Stjarnan bar sigur úr býtum, 3-0, þegar liðið fékk Selfoss í heimsókn á Samsung-völlinn í Garðabæinn í síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag. Eftir þessa umferð verður deildinni tvískipt í efri hluta og neðri hluta. Sex efstu liðin fara í efri hlutann og fjögur neðstu berjast um að forðast fall úr deildinni. Íslenski boltinn 27. ágúst 2023 15:49
Burnley áfram án sigurs Jóhann Berg og félagar eru áfram án stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-3 tap gegn Aston Villa í dag. Jóhann lagði upp eina mark Burnley. Enski boltinn 27. ágúst 2023 15:10
Manchester City sluppu með skrekkinn gegn nýliðunum Manchester City er áfram með fullt hús stiga í ensku úrvalsdeildinni eftir að hafa sloppið með skrekkinn í dag gegn nýliðum Sheffield United. Enski boltinn 27. ágúst 2023 15:02
Ítalíumeistarar Napólí hafa augastað á Alberti Guðmundssyni Ítalíumeistarar Napólí eru sagðir hafa augastað á Alberti Guðmundssyni sem leikur með nýliðum Genoa í Seríu-A en honum sé ætlað að leysa hinn mexíkóska Hirving Lozano af hólmi. Ekkert er þó frágengið í þessu máli. Fótbolti 27. ágúst 2023 14:30
AGF vann Íslendingaslaginn gegn Lyngby Það var boðið upp á Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar AGF tók á móti Lyngby. Stöðva þurfti leikinn í rúmar 20 mínútur þegar 88:30 voru komnar á klukkuna vegna þrumuveðurs. Fótbolti 27. ágúst 2023 14:16
Leik Breiðabliks og Víkings í kvöld verður ekki frestað Knattspyrnusamband Íslands hefur staðfest fyrri ákvörðun sína um að leik Breiðabliks og Víkings sem fram fer í kvöld verði ekki frestað. Breiðablik hafði óskað eftir því að KSÍ myndi endurskoða ákvörðun sína um að fresta ekki en sú ákvörðun stendur. Fótbolti 27. ágúst 2023 13:01
Manchester United vilja fá Cucurella lánaðan frá Chelsea Manchester United eru í neyðarleit að vinstri bakverði til að leysa Luke Shaw af næstu vikur. Marc Cucurella, leikmaður Chelsea, er sagður koma sterklega til greina og að viðræður á milli United og Chelsea séu þegar farnar af stað. Fótbolti 27. ágúst 2023 11:30
Messi lyfti Inter af botninum Lionel Messi heldur áfram að gera það gott hjá Inter Miami en liðið vann í nótt sinn fyrsta deildarleik í háa herrans tíð og lyfti sér af botni deildarinnar. Messi innsiglaði sigur liðsins með laglegu marki undir lok leiks. Fótbolti 27. ágúst 2023 09:33
Höskuldur markahæstur í allri Evrópu Næsta vor má gera ráð fyrir því að menn á borð við Erling Braut Haaland, Kylian Mbappe eða Harry Kane verði markahæstu menn í Evrópukeppnunum. Nú heitir sá markhæsti Höskuldur Gunnlaugsson fyrirliði Blika. Fótbolti 26. ágúst 2023 23:01
Chelsea staðfestir kaup á markverði Markvörðurinn Djordje Petrovic er genginn til liðs við Chelsea frá New England Revolution. Chelsea greiðir bandaríska liðinu 14 milljónir punda fyrir Serbann. Enski boltinn 26. ágúst 2023 22:16
Breiðablik óskar eftir því að KSÍ endurskoði ákvörðun sína varðandi frestun leiks á morgun Breiðablik hefur óskað eftir því við KSÍ að sambandið endurskoði þá ákvörðun sína að synja Blikum um frestun á leik liðsins gegn Víkingi í Bestu deildinni sem á að fara fram á morgun. Fótbolti 26. ágúst 2023 21:27
Kostuleg viðbrögð Mané þegar hann heilsaði andstæðingi sínum fyrir leik Sadio Mané skoraði tvö mörk fyrir Al-Nassr þegar liðið vann 5-0 sigur gegn Al-Fateh í sádiarabísku deildinni í knattspyrnu í gær. Atvik fyrir leik hefur fengið knattspyrnuaðdáendur til að brosa út í annað. Fótbolti 26. ágúst 2023 21:16
Pulisic sjóðandi heitur en Mourinho mátti sætta sig við tap Fjórir leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. AC Milan vann góðan sigur á heimavelli en lærisveinar Jose Mourinho í Roma fóru fýluferð til Verona. Fótbolti 26. ágúst 2023 21:00
Umfjöllun og viðtöl: KA - Stjarnan 2-1 | Dramatíkin allsráðandi á Akureyri KA vann dramatískan 2-1 heimasigur á Stjörnunni þegar liðin mættust á Akureyri í dag. Stjarnan misnotaði víti í stöðunni 1-1 og einum færri tókst KA að knýja fram sigur. Íslenski boltinn 26. ágúst 2023 20:01
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Valur 3-2 | Gyrðir hetja FH-inga Eftir að hafa verið undir í hálfleik sneru FH-ingar taflinu við og unnu Val 3-2. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson kom inn á í hálfleik og breytti leiknum þar sem hann skoraði tvö mörk. Íslenski boltinn 26. ágúst 2023 19:40
„Erum með töframann á bekknum sem kom inn á og var stórkostlegur“ Björn Daníel Sverrisson, fyrirliði FH, var afar ánægður með 3-2 sigur gegn Val á heimavelli. Sport 26. ágúst 2023 19:35
„Ég vil helst spila 11 á móti 11“ „Þetta var alvöru leikur og alvöru spenna. Ég er gríðarlega ánægður með strákana,“ sagði Hallgrímur Jónasson þjálfari KA eftir dramatískan sigur á Stjörnunni á Akureyri í dag. Lokastaða 2-1. Sport 26. ágúst 2023 19:08
Hamrarnir efstir eftir góðan sigur í Brighton West Ham gerði góða ferð suður til Brighton í dag og vann 3-1 sigur á American Express-leikvellinum í dag. West Ham er taplaust í ensku úrvalsdeildinni eftir þrjár umferðir. Enski boltinn 26. ágúst 2023 18:29
Alfreð og Guðlaugur Victor byrjuðu í sigurleik Alfreð Finnbogason og Guðlaugur Victor Pálsson voru báðir í byrjunarliði Eupen sem vann sigur í sannkölluðum Íslendingaslag í Belgíu í dag. Fótbolti 26. ágúst 2023 18:15
Valsmenn kæra Víkinga vegna afskipta Arnars Valur hefur lagt fram kæru til aga- og úrskurðanefndar KSÍ þar sem þess er krafist að Víkingar hljóti refsingu vegna afskipta Arnars Gunnlaugssonar þjálfara í leik gegn Val þar sem hann var í leikbanni. Fótbolti 26. ágúst 2023 17:50
Ten Hag: Þeir töfðu allan leikinn og voru verðlaunaðir fyrir það Erik Ten Hag knattspyrnustjóri Manchester United hrósaði karakter sinna manna eftir 3-2 sigurinn á Nottingham Forest í dag. United lenti 2-0 undir á fyrstu fjórum mínútum leiksins en kom til baka og tryggði sér þrjú dýrmæt stig. Enski boltinn 26. ágúst 2023 17:46
Vålerenga styrkti stöðu sína á toppnum Ingibjörg Sigurðardóttir lék allan tímann í liði Vålerenga sem vann öruggan 5-1 sigur gegn Åsane í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Fótbolti 26. ágúst 2023 16:46
Allt þjálfarateymi spænska landsliðsins segir upp störfum en Vilda fer ekki fet Allt þjálfarateymi Jorge Vilda hefur sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna framferðis Luis Rubiales, forseta spænska knattspyrnusambandsins. Alls eru ellefu þjálfarar og starfsfólk sem yfirgefið liðið og lýsa þau yfir eindregnum stuðningi við Jenni Hermoso. Fótbolti 26. ágúst 2023 16:41
Rúnar Alex og Jón Daði ónotaðir varamenn en Jökull var í marki Carlisle Jökull Andrésson lék allan leikinn í marki Carlisle sem tapaði gegn Port Vale í þriðju efstu deild á Englandi í dag. Rúnar Alex Rúnarsson og Jón Daði Böðvarsson sátu allan tímann á bekknum hjá sínum liðum. Enski boltinn 26. ágúst 2023 16:22
Everton áfram stigalausir á botni ensku úrvalsdeildarinnar Everton eru áfram án stiga á botni ensku úrvalsdeildarinnar, en sex leikir eru á dagskrá í dag í þriðju umferð deildarinnar. Fótbolti 26. ágúst 2023 16:05
United björguðu sér frá niðurlægingu á heimavelli Manchester United tapaði á móti Tottenham í síðasta leik og marði sigur á Wolves í fyrstu umferð. Það var því pressa á heimamönnum að sýna eitthvað á móti Forest á Old Trafford í dag en gestirnir fengu sannkallaða draumabyrjun. Enski boltinn 26. ágúst 2023 16:05
Arsenal tapaði dýrmætum stigum Arsenal tapaði tveimur stigum á heimavelli þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Fulham í dag. Arsenal lenti undir snemma leiks en missti síðan niður eigin forystu í síðari hálfleiknum. Enski boltinn 26. ágúst 2023 16:03
Þægilegur útisigur hjá Tottenham gegn Bournemouth Tottenham heimsótti Bournemouth á suðurströndina en Tottenham liðið hafði náð í fjögur stig í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fyrir leikinn í dag. Enski boltinn 26. ágúst 2023 13:31
FIFA setur Rubiales í bann Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur ákveðið að setja Luis Rubiales, forseta Knattspyrnusambands Spánar, í tímabundið bann frá afskiptum af knattspyrnu. Fótbolti 26. ágúst 2023 12:48
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti