Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Hlín lék í sigri á Umeå

Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, var í byrjunarliði Piteå og lék í 81 mínútu í 0-1 útisigri Piteå á Umea í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Nökkvi Þeyr kom að flestum mörkum | Schram komið í veg fyrir flest mörk

Nökkvi Þeyr Þórisson kom að flestum mörkum í Bestu deild karla í fótbolta á leiktíðinni. Þar á eftir koma Ísak Snær Þorvaldsson og Guðmundur Magnússon. Þrátt fyrir að hafa aðeins spilað hálft tímabilið þá er Frederik Schram sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk af markvörðum deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Víkingar mest með boltann | ÍBV með flestar langar sendingar og brot

Líkt og undanfarin ár heldur WyScout utan um alla tölfræði tengda Bestu deildar karla og kvenna í fótbolta. Þegar tölfræði Bestu deildar karla er skoðuð eru nokkrir hlutir sem koma á óvart, til að mynda að Breiðablik sé með næstflestar langar sendingar í deildinni og að Stjarnan sé aðeins með fjórða lægsta meðalaldurinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rooney tók meintan rasista af velli

Wayne Rooney, þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta, tók leikmann liðsins af velli í leik gegn Inter Miami í gær eftir að hann var sakaður um að hafa beitt andstæðing kynþáttaníði.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari FCK segist hafa stuðning leik­manna

FC Kaupmannahöfn hefur hafið titilvörn sína skelfilega en liðið mátti þola enn eitt tapið er það heimsótti Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni á sunnudag. Jess Thorup, þjálfari liðsins, segist hafa fullan stuðning leikmanna þrátt fyrir slakt gengi. Ísak Bergmann Jóhannesson, Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson leika með liðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjár vítaspyrnur er nýliðarnir sigruðu meistarana

Nýliðar Liverpool gerðu sér lítið fyrir og unnu afar óvæntan 2-1 sigur er liði tók á móti ríkjandi meisturum Chelsea í 1. umferð ensku Ofurdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld í leik þar sem öll mörkin voru skoruð af vítapunktinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslendingaliðin töpuðu stigum í toppbaráttunni

Íslendingaliðin Bodö/Glimt og Lilleström töpuðu bæði stigum í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Haugesund og Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lilleström máttu þola 3-1 tap gegn Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Vand­ræði Juventus halda á­fram

Ítalska stórliðið Juventus mátti þola 1-0 tap gegn nýliðum Monza í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta, í dag. Þá vann Lazio 4-0 sigur og fór upp fyrir fjendur sína í Roma í töflunni.

Fótbolti