Fótbolti

Willi­am Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dort­mund

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
William Cole Campbell spilaði með FH og Breiðabliki en kom inn af bekknum í Meistaradeild Evrópu í kvöld.
William Cole Campbell spilaði með FH og Breiðabliki en kom inn af bekknum í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Sebastian Widmann/Getty Images

Hinn 18 ára gamli William Cole Campbell kom inn af varamannabekk Borussia Dortmund áður en liðið skoraði það sem reyndist sigurmarkið gegn Sturm Graz í Meistaradeild Evrópu.

Cole Campbell eins og hann er kallaður lék með FH og Breiðablik hér á landi áður en hann færði sig yfir til Þýskalands þar sem hann gekk í raðir varaliðs Dortmund. Leikmaðurinn á að baki sjö leiki fyrir U-17 ára landslið Íslands en spilar í dag fyrir Bandaríkin. Hann er fæddur og uppalinn þar, þá er faðir hans einnig bandarískur.

Hvað leik kvöldsins varðar þá var staðan markalaus þegar Cole Campbell kom inn af bekknum á 77. mínútu. Það var svo þegar fimm mínútur voru til leiksloka sem annar varamaður, Donyell Malen, tryggði Dortmund sigurinn með marki sem var mjög svo nálægt því að vera dæmt af vegna rangstöðu.

Reyndist það sigurmarkið og lokatölur því 1-0 Dortmund í vil. Þetta var þriðji sigur Dortmund í fjórum Meistaradeildarleikjum til þessa. Sturm Graz er á sama tíma án stiga.

Önnur úrslit

  • Bologna 0-1 Monaco
  • Celtic 3-1 RB Leipzig
  • Lille 1-1 Juventus

Tengdar fréttir

PSV og Za­greb skoruðu fjögur

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í knattspyrnu er nú lokið. PSV og Dinamo Zagreb unnu bæði nokkuð þægilega sigra.

Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim

Rúben Amorim stýrði Sporting í síðasta sinn á heimavelli þegar liðið tók á móti Manchester City í Meistaradeild Evrópu. Amorim tekur við Man United síðar í þessum mánuði og stuðningsfólk Rauðu djöflanna slefar eflaust yfir tilhugsuninni eftir ótrúlegan 4-1 sigur Sporting í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×