Þrumuveður gekk yfir borgina Huancayo þegar leikur Juventud Bellavista og Familia Chocca var í gangi.
Bakvörðurinn José Hugo de la Cruz Meza fékk í sig eldingu og lifði það ekki af. Hann var 39 ára gamall.
Enn sorglegra var að dómarinn var búinn að stöðva leikinn og leikmenn voru að hlaupa af vellinum þegar eldingunni laust niður í De la Cruz Meza.
22 mínútur voru liðnar af leiknum og staðan var 2-0 fyrir Juventud Bellavista.
Að minnsta kosti fjórir aðrir leikmenn meiddust. Atvikið náðist á myndband og má sjá það her fyrir neðan. Myndbandið er þó ekki fyrir viðkvæma.
Samkvæmt frétt franska blaðsins L’Équipe þá brenndist markvörðurinn Juan Choca einnig alvarlega. Minna er vitað um meiðsli hinna þriggja.
🔴🚨 Cae rayo durante partido de fútbol en Huancayo, en el estadio de Coto Coto en el distrito de Chilca y deja un muerto y cuatro heridos
— Huanca York Times (@HuancaYorkTimes) November 3, 2024
🕊️ Fallecido: José Hugo De la Cruz Meza (39)
⚠️ Imágenes sensibles (Fuente: Onda Deportiva) pic.twitter.com/cTEslSnewR