„Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Rúnar Kristinsson verður áfram við stjórnvölinn hjá Fram. Hann tók við liðinu fyrir síðasta tímabil. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson ræddu ummæli Rúnars Kristinssonar, þjálfara Fram, um úrslitakeppnina í Bestu deild karla í Besta sætinu. Þeir deila ekki skoðun á fyrirkomulaginu. Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
Eftir gott gengi framan af móti fjaraði undan Fram-liðinu og það fékk aðeins fjögur stig í síðustu tíu leikjunum í Bestu deildinni. Rúnar er ekki mikill aðdáandi úrslitakeppninnar sem var tekin upp hér á landi 2022 og sagði sína skoðun á fyrirkomulaginu eftir 1-4 tap Fram fyrir KA í lokaumferðinni. Þar sagði Rúnar að fyrirkomulagið væri slæmt fyrir lið sem hefðu ekki að neinu að keppa eins og Fram og að hann vildi fá tíu liða deild með þrefaldri umferð. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað,“ sagði Rúnar meðal annars. Ummæli Rúnars um fyrirkomulagið báru á góma í uppgjöri á Bestu deildinni í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar Sýnar. „Þú færð mig aldrei til að tala á móti þessu fyrirkomulagi. Ég er gríðarlegur úrslitakeppnismaður og við lendum í móti þar sem við erum með spennu í lokaumferð á öllum vígstöðvum, botn-, Evrópu- og toppbaráttu. Það eru alltaf lið í 6.-9. sæti sem eru ekki að keppa að neinu,“ sagði Baldur. „Ég er ósammála honum, mjög. Það er ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun. Hann á ekki að vera í viðtölum leik eftir leik eftir leik, hann var ekkert bara í þessu eftir mót, að tala um þetta. Mér finnst það ekki rétt skilaboð inn í hópinn. Ég sé ekkert að þessu fyrirkomulagi. Ég er mjög peppaður fyrir þessu.“ Atla Viðari fannst ekki að Rúnar hefði notað fyrirkomulagið sem afsökun fyrir slæmu gengi sinna manna á lokasprettinum. Hann hefur þó eitt og annað við fyrirkomulagið að athuga. „Ég er sammála honum frekar en Baldri varðandi fyrirkomulagið. Ég er hundrað prósent sammála að það þyrfti að fjölga leikjum og gera eitthvað en ég held að það séu til skemmtilegri og betri leiðir en við erum með núna til að fá 27 leikja mót,“ sagði Atli Viðar sem vill fá tíu liða deild með þrefaldri umferð, eins og Rúnar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Einnig má hlusta á þáttinn á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Fram Besta sætið Tengdar fréttir „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sex leikmenn Íslands í lyfjapróf Fótbolti Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fótbolti „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Fótbolti EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Fótbolti Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Fótbolti Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Íslenski boltinn Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Íslenski boltinn Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Æfir í Dublin en fer fyrr til New Orleans „að venjast hitanum og rakanum“ Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
„Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Atli Viðar Björnsson segir að slæm leikmannakaup FH í félagaskiptaglugganum um mitt sumar hafi gert út um möguleika liðsins á að vera í baráttu um Evrópusæti. 5. nóvember 2024 17:16