Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2024 08:31 Rúben Amorim var tolleraður eftir leikinn í gær þar sem Sporting vann 4-1 stórsigur á Englandsmeisturum Manchester City. Getty/Gualter Fatia Rúben Amorim er að koma á Old Trafford og það er óhætt að segja að stuðningsmenn Manchester United séu orðnir spenntir. Ekki síst eftir gærkvöldið þegar Portúgalinn stýrði Sporting Lissabon til 4-1 sigurs á nágrönnunum í Manchester City í Meistaradeildinni. Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira
Það er hætt við því að væntingarnar fari nú upp úr öllu valdi og Amorim var því umhugað að reyna að slá aðeins á þær í viðtal eftir leikinn. Hann ætlar líka ekki að spila eins fótbolta með United. Þetta var síðasti heimaleikur Sporting undir stjórn Amorim. Fyrir leik talaði hann um það á léttu nótunum að stuðningsmenn United myndu að halda að nýr Sir Alex Ferguson væri mættur ef hann mynda vinna City. Hann vann ekki aðeins Englandsmeistarana heldur burstaði þá. Hefur mikla trú á nýja félagi Amorim talaði vel um Pep Guardiola eftir leikinn. ESPN segir frá. „Hann er svo miklu betri en ég akkúrat núna. Ég hef samt mikla trú á mínu nýja félagi. Við munum byrja á lágu þrepi en við munum svo bæta liðið og klúbbinn,“ sagði Rúben Amorim eftir leikinn. Viktor Gyökeres skoraði þrennu í leiknum og hefur verið orðaður við stórlið í janúar. „Viktor verður að klára tímabilið en þá fer hann kannski eitthvað annað,“ sagði Amorim sem hefur gert stórstjörnu úr Svíanum. Fyrsti leikur Amorim með Manchester United verður á móti Ipswich Town eftir komandi landsleikjahlé. Hann mætir síðan Guardiola og City aftur í desember. „Þegar ég er hjá mínu næsta félagi þá verð ég að nálgast leikinn öðruvísi. Ég get ekki tekið mikið frá þessum leik af því að við munum spila öðruvísi í framtíðinni. Bæði eru sögufræg félög en það verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Amorim. Les engin ensk blöð Hann ætlar ekki að lesa nein blöð í Englandi þegar hann kemur þangað. „Ég mun örugglega ekki lesa neitt í sex mánuði. Ég gerði það sama hjá Sporting. Ég ætla ekki að lesa neitt eða skoða neitt. Það er eina leiðin fyrir mig svo að ég geti unnið mitt starf,“ sagði Amorim. „Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður fyrir okkur. Við vorum mjög heppnir og svo skoruðum við tvisvar á upphafsmínútunum í síðari hálfleik. Þá hjálpaði okkur að það var frábært andrúmsloft og svo allt annað því tengt. Þetta var stórkostlegt kvöld,“ sagði Amorim. Tilbúinn fyrir þessa áskorun „Þessi úrslit eru blekkjandi því við vorum mjög heppnir í þessum leik í kvöld. Þessi stund með mínum leikmönnum eftir leik og hvernig þeir fögnuðu þessum sigri var samt mjög sérstök. Þessi stund með stuðningsmönnum var líka mjög sérstök. Þegar ég kem í ensku úrvalsdeildina þá verð ég kominn í nýjan heim með allt annarri pressu,“ sagði Amorim. „Ég mun reyna að vera sá sami. Þetta verður mjög gaman og ég er tilbúinn fyrir þessa áskorun,“ sagði Amorim. "I'm ready for the challenge" 👊Rúben Amorim is looking forward to starting life in the Premier League pic.twitter.com/JqufJ8K5WB— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 6, 2024
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Sjá meira