Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 20:14 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir verður að sætta sig við fall úr sænsku úrvalsdeildinni. Örebro Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir og Katla María Þórðardóttir þurftu í kvöld að sætta sig við fall með Örebro úr sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Norrköping, lið Arnórs Ingva Traustasonar og Ísaks Andra Sigurgeirssonar, bjargaði sér hins vegar frá falli. Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland. Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
Örebro steinlá á útivelli gegn einu besta liði deildarinnar, Häcken, 4-0 í kvöld. Áslaug Dóra var í miðri vörn Örebro allan leikinn og Katla María kom inn á þegar tuttugu mínútur voru eftir, en þá var staðan orðin 3-0. Örebro er með 19 stig í næstneðsta sæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir um næstu helgi, og getur ekki lengur náð AIK sem er í næsta sæti fyrir ofan með 23 stig. Örebro fellur með Trelleborg sem er langneðst með aðeins þrjú stig. Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð er Norrköping hins vegar búið að bjarga sér frá falli, þó að ein umferð sé eftir, eftir að hafa unnið tvo síðustu leiki sína. Arnór Ingvi tryggði liðinu sigur í síðasta leik og í kvöld vann liðið frábæran 1-0 sigur gegn AIK sem er í 3. sæti deildarinnar. Eina markið var sjálfsmark gestanna um miðjan fyrri hálfleik. Arnór var á sínum stað í byrjunarliði Norrköping en Ísak sat á bekknum. Arnóri var skipt af velli á 64. mínútu en hann lenti í afar slæmri tæklingu í fyrri hálfleiknum. Norrköping er nú með 34 stig í 11. sæti, fjórum stigum fyrir ofan Värnamo sem er í þriðja neðsta sæti, svokölluðu umspilsfallsæti, þegar aðeins lokaumferðin er eftir. Tvö neðstu liðin falla beint niður um deild. Íslensku markverðirnir á bekknum Markvörðurinn Adam Ingi Benediktsson var settur á bekkinn hjá Östersund sem tapaði 2-1 gegn Örgryte á útivelli, þar sem sigurmarkið kom í uppbótartíma. Östersund er í þriðja neðsta sæti fyrir lokaumferðina, jafnt næsta liði fyrir neðan sem er Sundsvall, en tvö lið falla beint niður og næstu tvö fara í umspil um að bjarga sér frá falli. Í Danmörku var landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson sem fyrr á varamannabekknum hjá FC Kaupmannahöfn, sem gerði 2-2 jafntefli gegn Silkeborg. FCK er nú með 26 stig í 2.-3. sæti ásamt AGF en Midtjylland er efst með 27 stig. Silkeborg er í 5.-7. sæti með 22 stig líkt og Bröndby og Nodsjælland.
Sænski boltinn Danski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Golf „Einhver vildi losna við mig“ Fótbolti Fleiri fréttir Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira