Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Sindri Sverrisson skrifar 4. nóvember 2024 18:03 Frank Lampard var síðast á hliðarlínunni sem stjóri Chelsea, tímabundið vorið 2023. Getty/Jonathan Moscrop Eftir aðeins einn sigur í síðustu fimm deildarleikjum, og 3-2 tap gegn Verona um helgina, er útlit fyrir að ítalska knattspyrnufélagið Roma skipti um þjálfara í annað sinn á leiktíðinni. Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma. Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Króatinn Ivan Juric tók við Roma um miðjan september, eftir að Daniele De Rossi var rekinn en De Rossi hafði tekið við liðinu í janúar síðastliðnum eftir brottrekstur José Mourinho. Undir stjórn Juric hefur gengið ekki skánað nægilega mikið og Roma er núna í 11. sæti af tuttugu liðum ítölsku A-deildarinnar. Juric er þó enn þjálfari Roma en hinir bandarísku eigendur félagsins eru sagðir byrjaðir að skoða aðra möguleika. La Gazzetta dello Sport segir að á meðal þeirra kosta sem Roma sé að skoða sé Frank Lampard, sem rekinn var frá Everton í janúar 2023 eftir að hafa stýrt liðinu í tæpt ár. 🚨🟡🔴 Frank #Lampard is one of the candidates to take over as the new head coach of AS Roma – confirmed ✔️Lampard could replace Ivan Juric if the 49y/o, who is currently under heavy criticism, would be dismissed. First call: Gazzetta dello Sport.@SkySportDE 🏴 pic.twitter.com/GznXBJhpYz— Florian Plettenberg (@Plettigoal) November 4, 2024 Lampard hefur verið án starfs síðan í maí í fyrra þegar hann stýrði Chelsea í skamman tíma eftir brottrekstur Grahams Potter. Hann stýrði áður Chelsea á árunum 2019-2021 eftir að hafa byrjað stjóraferilinn vel hjá Derby. Paulo Sousa er þó sagður líklegasti kandídatinn. Portúgalinn stýrir í dag Shabab Al Ahli í Sameinuðu arabísku furstadæmunum en var áður hjá Salernitana á Ítalíu og hefur einnig stýrt þar Fiorentina á árunum 2015-2017. Roma þyrfti hins vegar að greiða ákveðna upphæð til að leysa Sousa undan samningi. Roberto Mancini og Claudio Ranieri eru einnig nefndir sem mögulegir kostir en Ranieri hefur tvívegis áður verið ráðinn þjálfari Roma.
Ítalski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira