Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 19:32 Hetja kvöldsins. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Eftir markalausan fyrri hálfleik þá vann Liverpool 4-0 stórsigur á lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen. Xabi Alonso mátti þola slæmt tap á sínum gamla heimavelli.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jeremie Frimpong hélt hann hefði komið Leverkusen yfir í blálok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af þar sem Frimpong handlék knöttinn augljóslega í aðdraganda marksins. Staðan hins vegar enn 0-0 og spútniklið síðasta árs var að valda lærisveinum Arne Slot vandræðum. Í síðari hálfleik var hins vegar aðeins eitt lið á vellinum. Eftir klukkustund þá kom Luis Diaz heimamönnum yfir þegar hann vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörð gestanna eftir að Curtis Jones stakk boltanum inn fyrir vörn Leverkusen. Cody Gakpo tvöfaldaði forystuna með góðum skalla aðeins tveimur mínútum síðar. Gakpo gat ekki annað en skorað þökk sé frábærri fyrirgjöf Mohamed Salah. Á 83. mínútu var aftur komið að Salah að leggja upp en að þessu sinni á Diaz sem endanlega tryggði sigur Liverpool. Diaz fagnar.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Diaz sjálfur var þó ekki hættur og bætti við þriðja marki sínu og fjórða marki Liverpool í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Liverpool með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Leverkusen er á sama tíma með sjö stig. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Eftir markalausan fyrri hálfleik þá vann Liverpool 4-0 stórsigur á lærisveinum Xabi Alonso í Bayer Leverkusen. Xabi Alonso mátti þola slæmt tap á sínum gamla heimavelli.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Jeremie Frimpong hélt hann hefði komið Leverkusen yfir í blálok fyrri hálfleiks en markið var dæmt af þar sem Frimpong handlék knöttinn augljóslega í aðdraganda marksins. Staðan hins vegar enn 0-0 og spútniklið síðasta árs var að valda lærisveinum Arne Slot vandræðum. Í síðari hálfleik var hins vegar aðeins eitt lið á vellinum. Eftir klukkustund þá kom Luis Diaz heimamönnum yfir þegar hann vippaði boltanum snyrtilega yfir markvörð gestanna eftir að Curtis Jones stakk boltanum inn fyrir vörn Leverkusen. Cody Gakpo tvöfaldaði forystuna með góðum skalla aðeins tveimur mínútum síðar. Gakpo gat ekki annað en skorað þökk sé frábærri fyrirgjöf Mohamed Salah. Á 83. mínútu var aftur komið að Salah að leggja upp en að þessu sinni á Diaz sem endanlega tryggði sigur Liverpool. Diaz fagnar.EPA-EFE/ADAM VAUGHAN Diaz sjálfur var þó ekki hættur og bætti við þriðja marki sínu og fjórða marki Liverpool í uppbótartíma. Lokatölur 4-0 og Liverpool með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Leverkusen er á sama tíma með sjö stig.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti