Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. nóvember 2024 19:32 Kylian Mbappé átti erfitt uppdráttar í kvöld. EPA-EFE/Juanjo Martin Tvö sigursælustu lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madríd og AC Milan, áttust við á Santiago Bernabéu í kvöld. Fór það svo að gestirnir frá Mílanó unnu frábæran 3-1 sigur og slakt gengi Real heldur því áfram. Heimamenn héldu áfram að lenda undir í Meistaradeildinni en þýski varnarmaðurinn Malick Thiaw skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Christian Pulisic á 12. mínútu leiksins. Leikmenn Mílanó-liðsins fagna.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Real svaraði með því að bruna af stað í sókn og þurfi Mike Maignan að taka á honum stóra sínum þegar Kylian Mbappé átti fínt skot. Markvörðurinn varði einnig frá Vinícius Júnior úr þröngu færi áður en Brasilíumaðurinn jafnaði metin. Það var þá dæmd vítaspyrna eftir að brotið var á Viní Jr. innan vítateigs, hann fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi er hann vippaði boltanum á mitt markið. Brasilíumaðurinn fagnar marki sínu.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Þetta mark sló gestina ekki út af laginu og var það Álvaro Morata, sem hóf feril sinn með hvíta liðinu í Madríd, sem kom gestunum yfir á nýjan leik þegar 39 mínútur voru komnar á klukkuna. Rafael Leão átti þá þéttingsfast skot sem Andriy Lunin náði að verja en því miður fyrir hann var Morata sá eini sem fylgdi eftir og þrumaði boltanum í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Morata fagnar marki sínu.EPA-EFE/Juanjo Martin Leikmenn Real virkuðu einkar pirraðir í síðari hálfleik og höfðu nælt sér í fjögur gul spjöld áður en Mílanó-menn bættu við þriðja markinu. Leão óð þá upp vinstri vænginn og gaf fyrir þar sem Tijjani Reijnders náði að leggja boltann fyrir sig áður en hann þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 1-3 og reyndust það lokatölur leiksins þar sem mark Antonio Rüdiger undir lok leiks var dæmt af. Úrslitin þýða að bæði lið eru með sex stig í 17. og 18. sæti þegar fjórar umferðir eru búnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti
Tvö sigursælustu lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madríd og AC Milan, áttust við á Santiago Bernabéu í kvöld. Fór það svo að gestirnir frá Mílanó unnu frábæran 3-1 sigur og slakt gengi Real heldur því áfram. Heimamenn héldu áfram að lenda undir í Meistaradeildinni en þýski varnarmaðurinn Malick Thiaw skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Christian Pulisic á 12. mínútu leiksins. Leikmenn Mílanó-liðsins fagna.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Real svaraði með því að bruna af stað í sókn og þurfi Mike Maignan að taka á honum stóra sínum þegar Kylian Mbappé átti fínt skot. Markvörðurinn varði einnig frá Vinícius Júnior úr þröngu færi áður en Brasilíumaðurinn jafnaði metin. Það var þá dæmd vítaspyrna eftir að brotið var á Viní Jr. innan vítateigs, hann fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi er hann vippaði boltanum á mitt markið. Brasilíumaðurinn fagnar marki sínu.EPA-EFE/JUANJO MARTIN Þetta mark sló gestina ekki út af laginu og var það Álvaro Morata, sem hóf feril sinn með hvíta liðinu í Madríd, sem kom gestunum yfir á nýjan leik þegar 39 mínútur voru komnar á klukkuna. Rafael Leão átti þá þéttingsfast skot sem Andriy Lunin náði að verja en því miður fyrir hann var Morata sá eini sem fylgdi eftir og þrumaði boltanum í netið, staðan 1-2 í hálfleik. Morata fagnar marki sínu.EPA-EFE/Juanjo Martin Leikmenn Real virkuðu einkar pirraðir í síðari hálfleik og höfðu nælt sér í fjögur gul spjöld áður en Mílanó-menn bættu við þriðja markinu. Leão óð þá upp vinstri vænginn og gaf fyrir þar sem Tijjani Reijnders náði að leggja boltann fyrir sig áður en hann þrumaði boltanum í netið. Staðan orðin 1-3 og reyndust það lokatölur leiksins þar sem mark Antonio Rüdiger undir lok leiks var dæmt af. Úrslitin þýða að bæði lið eru með sex stig í 17. og 18. sæti þegar fjórar umferðir eru búnar.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“