Skoðun

Hvað verður um pappírinn þinn?

Gunnar Dofri Ólafsson skrifar

Pappír hefur fylgt manninum í mörg hundruð ár. Elstu dæmi um endurvinnslu á pappír birtast á níundu öld, þegar Japanir eru sagðir hafa endurnýtt pappír fyrstir allra. Pappír, og pappi, eru því gott endurvinnsluefni og mikilvægt að flokka rétt og vel. Rétt flokkun er nefnilega forsenda þess að öll endurvinnslukeðjan sem á eftir kemur virki sem skildi.

Skoðun

Hnignun og upp­risa fjöl­miðla

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Ég fór yfir lýðræðislegar afleiðingar villandi áróðurs Morgunblaðsins í ræðu minni í borgarstjórn í vikunni sem beitir sér af öllu afli í þágu sérhagsmuna og Sjálfstæðisflokksins í stað vandaðrar upplýsingagjafar til almennings. Þetta virðist vera viðkvæmt að ræða en þó nauðsynlegt.

Skoðun

Tefjast orkuskiptin vegna 208 króna á mánuði?

Haraldur Þór Jónsson skrifar

Það hefur mikið verið rætt og skrifað um boðuð orkuskipti. Ekki hefur skort á samtalið, samráðið, orkufundi, ráðstefnur, málstofur og vinnuhópana í umræðu um boðuð orkuskipti.

Skoðun

Frjáls en samt í fjötrum

Unnur Freyja Víðisdóttir skrifar

Við eigum mörg í afar eitruðu og meðvirku sambandi við snjallsímana okkar, og að týna þessum nútímatæknimaka okkar er svolítið eins og að lenda í skyndlegum en um leið frelsandi sambandsslitum.

Skoðun

Sam­staða um tafar­laust vopna­hlé

Orri Páll Jóhannsson skrifar

Alþingi samþykkti í dag þingsályktun um afstöðu Íslands til átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem kallað er eftir vopnahléi af mannúðarástæðum án tafar á Gaza-svæðinu svo tryggja megi öryggi almennra borgara. Og það er vel.

Skoðun

Kirkjur og kór

Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar

Ég fylltist ánægju við að flytja í hverfið okkar. Bæði vegna fallegs og fjölskylduvæns umhverfis en ekki síst vegna þess að ég vissi að tónlist, kórastarf og skólahljómsveitastarf er í hávegum haft í bæjarfélaginu.

Skoðun

Gögn eru gulls í­gildi

Willum Þór Þórs­son skrifar

Hið árlega heilbrigðisþing verður haldið þriðjudaginn 14. nóvember í Hörpu. Þingið verður að þessu sinni með norrænni skírskotun í tilefni af formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni og munu margir innlendir og erlendir fyrirlesarar stíga á stokk í Norðurljósasalnum.

Skoðun

Sjálf­bær rekstur og sjálf­bær fá­tækt

Kjartan Þór Ingason skrifar

Leigjendur Félagsbústaða í almennu leiguhúsnæði eru fjölbreyttur hópur sem eiga það sameiginlegt að standa höllum fæti í samfélaginu. Ljóst er að lítið má út af bregða til að heimilisbókhaldið fari á hliðina hjá þessum hópi fólks.

Skoðun

Mennt er máttur

Tómas A. Tómasson skrifar

Menntakerfið er ein af grunnundirstöðum samfélagsins og þar spilar námslánakerfið lykilhlutverk. Námslán hafa gert fjölda fólks kleift að öðlast menntun, sem ella hefði þurft að hverfa frá námi og halda út á vinnumarkað.

Skoðun

Pabbi þinn vinnur ekki hér!

Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar

Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað.

Skoðun

Gula stjarnan

Árni Már Jensson skrifar

Það er í senn mikilvægt og heilbrigt í lýðræðisríkjum að iðka tjáningarétt sinn til mótmæla á rangindum og ofbeldi. En hafa ber í huga að mótmælin beinist ekki gegn þolandanum sjálfum.

Skoðun

Besta fisk­veiði­kerfið - drepum ekki gull­gæsina

Svanur Guðmundsson skrifar

Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum.

Skoðun

Að­hald til varnar sterkri stöðu

Almar Guðmundsson skrifar

Við ætlum að halda áfram að veita toppþjónustu í Garðabæ og við höfum skýr markmið að vera besti staðurinn til að búa á, nú sem endranær. Við viljum vera samfélag sem veitir framúrskarandi þjónustu til ánægðra íbúa.

Skoðun

Við krefjumst upp­sagnar Ást­hildar Lóu og Ragnars Þórs!

Hilmir Örn Ólafsson skrifar

Þann 6. nóvember kröfðust Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson uppsagnar Seðlabankastjóra Íslands með tilheyrandi grein. Þessi grein inniheldur bæði rangfærslur og mikla fávísi. Í stað þess að skoða staðreyndir og reyna skilja gang íslenska hagkerfisins telja höfundar vænlegra að draga í efa hæfi Forsætisráðherra og Seðlabankastjóra Íslands.

Skoðun

Eigum við að um­bera ein­elti?

Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar

Dagur gegn einelti er í dag. Markmið dagsins er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn einelti. Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna þessum degi sérstaklega og hvetja sem flesta til að hafa daginn í hávegum í skólum og öðrum stofnunum landsins.

Skoðun

Hættu!

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Í dag 8. nóvember er hinn árlegi Dagur gegn einelti og kynferðisofbeldi í öllum aldurshópum. Í tilefni dagsins er vert að staldra við og skoða hvar við erum stödd með þessi erfiðu og viðkvæmu mál. Þessi grein fjallar um aðgerðir gegn einelti á meðal barna.

Skoðun

Ekkert rétt­lætir mann­fallið

Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar

Hörmungarnar sem við höfum orðið vitni að í Ísrael og á Gaza undanfarnar fjórar vikur eru ólýsanlegar. Yfir tíu þúsund almennir borgarar hafa verið drepnir, fregnir herma að yfir fjögur þúsund börn séu þar á meðal og fjölmörg önnur sitja eftir foreldralaus. Ekkert réttlætir átök sem hafa í för með sér slíkt mannfall.

Skoðun

Öld of­beldis er ekki liðin – nú eru það börnin

Viðar Hreinsson skrifar

Stephan G. Stephansson sá fyrir ofbeldisöldina sem spratt af heimsvaldastefnu stórvelda í bréfi 4. september aldamótaárið 1900: „Ég er hálfleiður á heiminum, öld hugsjónanna er liðin í bráðina, öld ofbeldisins tekin við og við hana hefi ég ekkert gott að sýsla.“

Skoðun

Þar sem er vilji, þar er vegur

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Undirritaður var í Silfrinu á RÚV á mánudagskvöldið og ræddi þar um húsnæðismál og hvernig okkur á að takast að byggja nægilegt magn íbúða svo mæta megi þeim áskorunum sem nú blasa við okkur. Það er hægt.

Skoðun

Van­skil eru að aukast – en ekki mikið enn­þá

Leifur Grétarsson skrifar

Það dylst engum að nú er þrengra um í efnahagslífinu en á sama tíma í fyrra. Verðbólga hefur aukist og vextir sömuleiðis og fyrirtæki jafnt sem heimili hafa þurft að þrengja mittisólarnar. Það þýðir að forgangsröðun í útgjöldum breytist, fólk þarf að taka ákvarðanir um hvaða liðir í bókhaldinu halda sér og hvar hægt er að skera niður.

Skoðun

Ef sam­kennd væri drif­kraftur stjórn­mála

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Myndir af látnum börnum sem grafin er upp úr húsarústum á Gaza. Myndir af 3 ára barni á strönd grískrar eyju eftir að það drukknaði á leið sinni frá Sýrlandi til Evrópu. Ungur albanskur drengur með bangsa í hönd sem starir út um dyragættina þegar verið er að vísa honum og foreldrum hans úr landi. Fatlaður einstaklingur sem tekinn er úr hjólastól og hent inn í lögreglubíl þegar flytja á hann úr landi.

Skoðun

Hús-næði

Hjálmar Sveinsson skrifar

Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt.

Skoðun

Fram­halds­skólar – breytt á­form

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Síðasta vor kynnti ráðherra mennta -og barnamála þau áform sín að sameinina nokkra af rótgrónari menntaskólum landsins. Í þessum breiða hópi ólíkra menntastofnana er að finna ólíka menningu, ólíkan skólabrag og ólík tengsl við nærumhverfið.

Skoðun

Viðsnúningur í rekstri borgarinnar

Pawel Bartoszek skrifar

Þegar kórónuveirufaraldur skall á með fullum þunga snemma ársins 2020 var ljóst að hann myndi hafa gríðarmikil áhrif á fjármál sveitarfélaga. Tekjur drógust saman og kostnaður vegna launa, veikinda og sóttvarnaaðgerða jukust verulega.

Skoðun

Að­gerða er þörf strax!

Inga Sæland skrifar

Hvar eru aðgerðapakk­arn­ir fyr­ir lán­tak­end­ur sem eru að slig­ast und­an rán­yrkj­unni í boði rík­is­stjórn­ar­inn­ar og Seðlabank­ans? Bank­arn­ir merg­sjúga heim­ili og fyr­ir­tæki sem hafa neyðst til að eiga í viðskipt­um við þá. Óverj­andi eigna­til­færsla frá al­menn­ingi í út­bólgn­ar fjár­hirsl­ur þeirra.

Skoðun