Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar 27. maí 2025 08:32 Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Utanríkismál Alþingi Berglind Harpa Svavarsdóttir Mest lesið Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómas Þór Þórðarson Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur ítrekað gengið lengra en nauðsynlegt er við innleiðingu reglna frá Evrópska efnahagssvæðinu (EES). Þetta fyrirkomulag, sem oft er kallað gullhúðun eða blýhúðun, hefur allajafna í för með sér aukið og íþyngjandi flækjustig, hærri kostnað og meiri óvissu fyrir einstaklinga, sveitarfélög og fyrirtæki hér á landi. Reglur sem ætlað er að stuðla að samræmingu og einfaldleika á innri markaði Evrópu verða hér oft og tíðum að mikilli byrði fyrir allt okkar samfélag. Árið 2024 skilaði starfshópur á vegum utanríkisráðuneytisins fimm skýrum tillögum til að vinda ofan af þessari þróun. Þar er meðal annars lögð áhersla á að þingsköpum Alþingis verði breytt þannig að meginreglan verði sú að ekki sé gengið lengra en lágmarkskröfur EES krefjast, nema skýr rök liggi fyrir. Tilvalið væri að nýta aðstoð gervigreindar til að greina snögglega hvar hefur verið farið fram með íþyngjandi hætti umfram lágmarkskröfur EES gerða – líkt og fyrrverandi háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hafði í hyggju á síðasta kjörtímabili. Ég hef sem varaþingmaður lagt fram fyrirspurn til utanríkisráðherra hvað þetta varðar, annars vegar um stefnu í afhúðun regluverks umfram EES gerðir og stefnumótandi vinnubrögð hér eftir á Alþingi Íslendinga við yfirfærslu EES gerða á okkar samfélag. Tími er kominn til að létta þessari ósanngjörnu byrði af fólki, fyrirtækjum og stjórnsýslunni. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar