Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar 27. maí 2025 12:02 Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Húsnæðismál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það vekur furðu að í nýsamþykktri húsnæðisáætlun Reykjanesbæjar sé gert ráð fyrir að 95,4% allra íbúða sem á að byggja fram til ársins 2033 verði í fjölbýli. Já, þú last rétt lesandi góður, nánast allar íbúðirnar verða í blokkum. Ég veit ekki í hvaða Cheerios-pakka vinstrimeirihlutinn í Reykjanesbæ fann þessa framtíðarsýn, en ég hvet hann þó til að skila vörunni. Ekki misskilja mig, vissulega eiga fjölbýli sinn stað í uppbyggingunni. Sérstaklega fyrir ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref, en flestir vilja geta stækkað við sig með tímanum. Það er eðlileg þróun; úr leiguíbúð í litlu fjölbýli yfir í raðhús, parhús, tvíbýli eða jafnvel einbýli. En sú leið er nú að lokast. Þegar 95,4% allra nýrra íbúða eru fjölbýli, þá verður sérbýli lúxusvara en ekki raunverulegur valkostur. Það segir okkur a.m.k. einfalt lögmál hagfræðinnar um framboð og eftirspurn. Það blasir við hvað gerist ef þessi stefna meirihlutans fær að halda áfram. Fasteignaverð á sérbýli mun hækka, þar sem eftirspurn verður mikil en framboðið skammarlega lítið. Ungt fólk og barnafjölskyldur sem vilja búa í sérbýli í Reykjanesbæ munu í mörgum tilvikum þurfa að horfa annað. Ég fullyrði að ungt fólk sem flyst frá höfuðborgarsvæðinu til Reykjanesbæjar er ekki að gera það til að elta þéttingastefnu Samfylkingarinnar, sem er að breyta höfuðborginni í steypuskóg. Þvert á móti horfa margir til Reykjanesbæjar einmitt vegna þess að þar er sérbýli raunverulegur kostur, í bili. Skata í öll mál Það hefur eðlilega verið mikil kergja eftir að húsnæðisáætlun meirihlutans leit dagsins ljós, nema kannski hjá fáeinum samfylkingarmönnum sem telja Reykjavík vera að brillera í uppbyggingarmálum. Svo mikil varð pressan að Guðný Birna Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs og oddviti Samfylkingarinnar, sá sig knúna til að bregðast við gagnrýni frá Vilhjálmi Árnasyni þingmanni opinberlega. Ekki mistókst henni aðeins að svara gagnrýninni efnislega heldur fullyrti hún, eins og ekkert væri eðlilegra, að Reykjanesbær væri „að leggja áherslu á fjölbreytta byggð í uppbyggingu sveitarfélagsins, líkt og kemur fram í húsnæðisáætluninni.“ Já, þú last rétt. Hún kallar þetta fjölbreytta byggð, þrátt fyrir að rúmlega 95% íbúða verði í fjölbýli. Þetta er eins og að bjóða upp á skötu í morgunmat, hádegismat og kvöldmat og halda því svo fram að þú sért að leggja áherslu á fjölbreytt mataræði. Ég ætla allavega að fá að frábiðja mér skötu í öll mál, alveg eins og ég ætla að frábiðja mér það að framtíð allra Suðurnesjamanna sé steypt í sama mót. Við eigum að búa við val og frelsi um það hvar og hvernig við viljum halda heimili. Algjört metnaðarleysi Fjölbreytt húsnæðisuppbygging er ekki bara skipulagsatriði, hún er grundvöllur að góðu og heilbrigðu samfélagi og hefur mikil áhrif á íbúasamsetningu bæjarins. Ef við viljum að ungt fólk velji Reykjanesbæ þá verðum við að tryggja að hér séu raunverulegir valkostir, en ekki einhæf framtíðarsýn byggð á blokkum. Þessi framtíðarsýn Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar lýsir í raun algjöru metnaðarleysi fyrir skipulagi sveitarfélagsins til lengri tíma. Það hvernig húsnæðisuppbyggingin verður hér til næstu ára, hefur gríðarleg áhrif á mannlífið í sveitarfélaginu og ungir Suðurnesjamenn vilja varðveita bæjarbrag Reykjanesbæjar. Ég vil að Reykjanesbær bjóði upp á meira valfrelsi, verði meira eins Reykjanesbær og minna eins og Reykjavík. Höfundur er varaformaður Heimis – félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ og formaður nemendafélags fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun