Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Félagsmál Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Ef þú lendir í þeirri ótrúlega leiðinlegri stöðu, að þurfa að fara á endurhæfingu eða jafnvel örorku, þá neyðist þú til að díla við Tryggingastofnun Íslands. Þú þarft að fara í gegnum gríðarlega langt ferli. Í fyrsta lagi þarftu að fá utanaðkomandi aðila til að setja upp eða skrifa undir endurhæfingaráætlun, svo að TR viti að þú sért ekki að falsa eftirfarandi upplýsingar. Það er einfaldi parturinn. Síðan hefst biðin. TR tekur sér upp í 6 vikur að fara yfir endurhæfingaráætlanir, á meðan færðu ekki greiðslur, þú færð ekki fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu, því þú ert að bíða eftir greiðslum annarsstaðar frá. Svo hérna situr þú og bíður, með andlitið límt við skjáinn, þannig ef þú færð póst sem segir að það vanti gögn, þá getur þú farið beint í að útvega þau gögn svo að þau haldi áfram að vinna umsóknina þína. Kannski ertu heppinn, kannski vantar bara fá gögn sem auðvelt er að útvega, kannski vantar alltaf fleiri og fleiri gögn sem erfitt er að útvega. Vonandi býrðu ekki ein og ert með einhvern sem getur borgað leiguna þína og mat á meðan þú ert að bíða eftir TR. Loksins færðu staðfestingu á að þeir hafi samþykkt endurhæfingaráætlunina þína. Frábært! Þú færð ekki endilega greitt aftur í tímann, bara stundum. En hey, þú fékkst greitt. EN! Þetta er alls ekki nóg til að greiða leiguna þína, borga reikningana eða til að kaupa mat. Svo ég tali ekki um ef þú neyddist til að taka fullt af smálánum til að geta lifað af á meðan TR færi yfir umsóknina þína. Ef þú hins vegar lendir í ennþá leiðinlegri stöðu að þurfa að sækja um örorku, þá bið ég fyrir þér. Í fyrsta lagi þarftu sönnun fyrir því að þú sért ekki að fara aftur á fullt á vinnumarkaðinn, hvort sem það er vottorð frá starfsendurhæfingar stöðvum, lækni, sálfræðing eða hvað sem þú finnur. En það er ekki nóg. Sem einstaklingur sem er búinn að fara í gegnum Virk tvisvar og fá þá niðurstöðu að vera óvinnufær, þá get ég sagt þér það með staðfestu, að það er ekki nóg. Þú þarft að hafa lokið við x-mörgum mánuðum í endurhæfingu og vera komin yfir ákveðinn aldur. Vissir þú að TR er ekki að taka við örorku umsóknum ef þú ert undir 25 ára, nema þú sért mögulega fjölfatlaður í hjólastól. Á meðan þú ert að fara í gegnum þetta ferli, þá færðu engar greiðslur frá TR og aftur færðu enga fjárhagsaðstoð frá bænum/borginni/ríkinu. Vonandi, aftur, ertu með einhvern sem getur aðstoðað þig fjárhagslega á meðan þú bíður. Eftir að hafa setið með andlitið límt við skjáinn, færðu loksins tíma til að hitta lækni frá Tryggingastofnun Íslands. Smá tip þegar þú hittir lækninn, ekki klæða þig áður en þú ferð. Ef þú mætir ein/n/t þá færðu starx mínus stig í kladdann, ef þú klæðir þig snyrtilega, þá getur þú augljóslega séð um þig og ert fullfær um að vera út á vinnumarkaðnum og ekkert mál! Þú ert síðan látin gera allskonar kúnstir. Getur þú beygt þig niður, getur þú staðið aftur upp o.s.fv., o.s.fv. Þegar TR fær svo skýrsluna frá lækninum, þá horfa þeir bara á hana. Þeir horfa ekki á öll hin gögnin sem þú komst með, þau skipta ekki lengur máli. Ef ekki þú fékkst ekki nógu mörg stig, þá ertu screwed. Ef þú færð mörg stig, þá til hamingju! Þú fékkst örorku. En það er samt einn galli, (þetta er grín, það eru miklu miklu fleiri en einn gallar) þú færð eiginlega ekki lágmarkslaun. Þú færð rétt um 300.000 á mánuði, sem er alls ekki nóg til að borga leigu, reikninga, skuldir eða kaupa mat. En hey! Þeir eru búnir að taka niður krónu á móti krónu skerðinguna þannig ef þú hefur mögulega kraftinn í það, þá máttu vinna pínu með örorkunni en ekki of mikið, því þá skerða þeir bæturnar þínar. Ég óska ekki einu sinni mínum versta óvini, að þurfa að díla við Tryggingastofnun íslands. Það er full vinna að vera fatlaður á Íslandi í dag. Höfundur er ung veik kona.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar