Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson og Josephine Lilian Roloff skrifa 27. maí 2025 08:47 Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðalög Ferðaþjónusta Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er íslenska ferðasumarið að ganga í garð og fólk eflaust farið að gera plön fyrir hvert það eigi að ferðast í sumar. Í því tilefni langar Landvarðafélagi Íslands að segja nokkur orð um ábyrga ferðamennsku. Ábyrg ferðamennska snýr að því að bæta áfangastaði, bæði sem heimili og sem stað til að heimsækja. Hugtakið var skilgreind árið 2002 í Höfðaborg samhliða heimsráðstefnunni um sjálfbæra þróun. Hugmyndin um umhyggju, ábyrgð og forsjárhyggju fyrir útivist er þó ekki ný af nálinni, en hún hefur verið samgróin lífsháttum margra samfélaga frumbyggja í margar aldir. Í kjölfar „no trace” áætlunarinnar, sem var þróuð í Bandaríkjunum á níunda áratugnum fyrir ferðalög um óbyggðir, voru sjálfseignarsamtökin Leave No Trace stofnuð árið 1994. Hafa þau sérhæft sig í menntun og fræðslu í náttúruvernd. Samtökin hafa meðal annars þróað nokkrar meginreglur sem snúa að ferðalögum í óbyggðum. Landvarðafélag Íslands hefur tekið þessar reglur upp og aðlagað að íslenskum ferðalögum. Fyrir það fyrsta, þá kemur góður undirbúningur og skipulag að góðum notum við að ná markmiðum ferðalagsins og lágmarka rask á náttúrunni. Kynntu þér þær reglur sem gilda um fyrirhugað ferðasvæði, þekktu veðurspána en vertu jafnframt undirbúinn fyrir erfiðari veðurskilyrðum og hafðu nauðsynlegar neyðarbirgðir meðferðis. Það getur verið í formi mats, fatnaðs og annars búnaðs. Eru leiðsögutækin þín fullhlaðin og ertu með kort og áttavita með þér ef raftækin klikka? Veit einhver um þín ferðaplön? Ef ekki gæti verið sniðugt að skrá ferðina á Safetravel.is. Sem ábyrgur ferðamaður ferðast þú með sem minnstum áhrifum á umhverfið þitt. Haltu þér á merktum stígum og tjaldsvæðum, sé slíkt til staðar. Ef engin tjaldsvæði eru til staðar skaltu velja tjaldstaðinn vel. Forðast skal að tjalda á viðkvæmum gróðum og passað skal upp á að skilja ekkert eftir. Þeir sem ferðast um á vélknúnum farartækjum er skylt samkvæmt lögum að tjalda ávalt á merktum tjaldsvæðum og aka á merktum vegum. Taktu ábyrgð á þínu eigin rusli, mannlegum úrgangi þar meðtöldum. Gott er að vita fyrirfram hvar salernisaðstaða sé til staðar. Ef náttúran kallar, felldu úrganginn í holu og hyldu hann. Í stað þess að skilja salernispappír eftir skaltu taka hann með eða kveikja í og brenna. Allt rusl skal taka með til byggða. Að lokum ætti virðing fyrir lífi og landslagi að endurspeglast í hegðun og á ferðalögum í náttúrunni. Höldum fjarlægð frá villtum dýrum en eltum þau hvorki né fóðrum. Við stígum ekki á mosa eða annan viðkvæman gróður og fjarlægjum hvorki plöntur né steina. Við breytum ekki landslaginu og sleppum því að byggja vörður, þó þær kunni að þykja fallegar. Verum einnig meðvituð um um þau áhrif sem við getum haft á svæði með því að deila myndum af þeim á samfélagsmiðlum og notum tækifærið til að hafa góð áhrif. Töfrar íslenskrar náttúru leynast í hverju horni og það eru forréttindi að búa í landi sem skartar jafn fegurri og fjölbreyttri náttúru. Í því felst einnig ábyrgð og þurfum við öll að hjálpast að til að hægt sé að njóta hennar áfram um ókomna tíð. Gleðilegt ferðasumar! Höfundar eru stjórnarmenn í Landvarðafélagi Íslands.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun