#blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2025 09:02 Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Meta Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir #blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02 #BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00 Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sarah Wynn-Williams skrifaði endurminningabókina “Kærulaust fólk” (Careless People) og sagði frá upplifun sinni af því að starfa náið með yfirmönnum Facebook á árunum 2011-2017. Bókin var gefin út í Bandaríkjunum þann 11. mars. Meta brást skjótt við og daginn eftir var kveðinn upp dómur um að Sarah mætti ekkert tjá sig um bókina. En útgefandinn heldur áfram að selja bókina, sem bæði er hægt að lesa og hlusta á. Sarah virðist hafa náð einu viðtali fyrir bannið - við ástralska sjónvarpsstöð. Og síðan var hún kölluð til að vitna fyrir Bandaríkjaþingi í apríl um alvarlegar ásakanir sem fram koma í bókinni - m.a. um að Facebook hafi veitt kínverskum stjórnvöldum aðgang að upplýsingum sem kynni að varða þjóðaröryggi og brot á persónuvernd. Sarah sótti fast að komast að hjá fyrirtækinu. Hún var með bakgrunn í utanríkisþjónustu og sá fyrir sér að Facebook gæti gegnt lykilhlutverki í að hafa áhrif til góðs á pólitík í heiminum. Hún fékk það verkefni að greiða götu Mark Zuckerberg að þjóðarleiðtogum víða um heim, eftir því sem útbreiðsla á Facebook jókst. En brátt fór hún að skilja að áhugi stjórnenda fyrirtækisins var alls ekki sá að hafa áhrif til góðs. Gróði og vöxtur var megin atriði, sama hvað það kostaði. Smám saman fóru viðvörunarbjöllur að klingja, Sarah varð þess áskynja að siðferði og gildismat yfirmanna var ekki í þágu fólks, umhyggju skorti fyrir verðmætum mannlegs lífs. Skjótur vöxtur og árangur í útbreiðslu Facebook kveikti oflæti og dramb hjá yfirmönnum. Þegar smám saman kom í ljós hve hættulegt viðskiptamódel miðilsins var, að hann ýtti undir hatursorðræðu - og þegar ummerki hrönnuðust upp um að miðillinn ætti þátt í að skapa ólgu í þjóðfélögum, hafa áhrif á kosningar og jafnvel í að koma einræðisherrum til valda - þá skelltu yfirmenn skollaeyrum við órækum sönnunargögnum. Þeim virtist vera slétt sama. Það er áhugavert að sjá hvert samræmið er milli þeirrar innsýnar í starfshætti hjá Facebook sem Sarah Wynn-Williams lýsir og þess skilnings sem Maria Ressa lýsir á ógninni sem mannkyni stafar af fyrirtækinu. Þær virðast á einu máli: Facebook er hættulegt lýðræðinu, Facebook gerir fólk vansælt með því að ala á ótta, reiði og hatri. Og Facebook elur á kvíða hjá unglingsstúlkum. Árið 2017 var birt leyniskjal ætlað auglýsendum í Ástralíu um að miðillinn gerði þeim mögulegt að beina auglýsingum á Facebook og Instagram að þrettán til sautján ára stúlkum þegar þær eru viðkvæmar fyrir, finnst þær einskis virði, óöruggar, spenntar, hræddar, vitlausar og fullar af efasemdum um sjálfar sig. Eða þegar þeim finnst þær feitar og vilja grenna sig. Upplýsingum um líðan stúlknanna er safnað út frá því hverju þær pósta, myndum sem þær senda, samtölum þeirra við vini, myndsamtölum og annarri virkni á netinu jafnt inni á á miðlum fyrirtækisins sem utan þeirra. Sarah lýsir viðbrögðum yfirmanna við þessum uppljóstrunum, fyrst voru þau fátkennd og gerð tilraun til að afneita, en þegar fram liðu stundir sáu menn þetta hreinlega sem sönnun á því hversu verðmæta þjónustu fyrirtækið veitti auglýsendum! Ég hætti á Facebook 14. júlí 2018. Þann 17. apríl 2025 sagði ég upp Instagram og og sleit samskiptum við Meta. Á Twitter hætti ég 16. nóvember 2022. Á heimasíðunni www.personuvernd.is eru leiðbeiningar um hvernig einstaklingar geta mótmælt því að persónuleg gögn þeirra á Facebook og Instagram verði notuð til að þróa gervigreind. Fresturinn rennur út 31.maí. Höfundur brennur fyrir því að lýðræðið lifi af.
#blessmeta - önnur grein Maria Ressa hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 2021 fyrir hugrekki í blaðamennsku. Hún er frá Filippseyjum, ólst upp í Bandaríkjunum og gerðist síðan blaðamaður í heimalandi sínu. Bók hennar, „Hvernig veita má einræðisherra mótstöðu“ (How to stand up to a dictator), er reynslusaga úr einræðisríki. 24. maí 2025 10:02
#BLESSMETA – fyrsta grein Ég fékk tölvupóst frá Meta þann 17. apríl síðastliðinn. Ég geri ráð fyrir að allir íslenskir notendur Facebook og Instagram hafi fengið tölvupóst sama dag. Þetta er í fyrsta skiptið í 16 ár að fyrirtækið sýnir mér athygli. 20. maí 2025 09:00
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun