Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar 27. maí 2025 09:30 Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Það geta allir gert mistök, jafnvel tekið einhverjar ákvarðnir sem við nánari skoðun eru ekkert sérstaklega góðar og þá ef tími og möguleiki er á, breytt ákvörðunum sínum. Það er hins vegar ekki góður siður að kenna öðrum um eigin mistök og rangar ákvarðarnir. Bæjarstjórinn í Kópavogi náði að koma sér í fréttirnar rétt fyrir páskahelgina fyrir þá góðmennsku sína að draga til baka hækkarnir á sumarnámskeið sem Kópavogur heldur fyrir börn í bænum. Áttu námskeiðin að hækka á bílinu 52 – 105%. Þessar hækkarnir voru hluti að “hagræðingartillögum” meirihlutans vegna kjarasamninga kennara og var meirihlutinn fljótur að finna breiðu bökin til að standa undir þeim en þegar óánægja myndaðist og meirihlutuanum fannst þetta ekki líklegt til vinsælda þá var íþróttafélögunum í bænum kastað undir rútuna og þau sögð hafa lagt þessa hækkun til. Bæjarstjórinn sagði í viðtali við RÚV „Þessi tillaga var lögð fram vegna þess að við höfðum fengið athugasemdir þess efnis frá íþróttafélögum sem hafa verið að halda úti sumarnámskeiðum, að Kópavogsbær hefur verið með sumarnámskeið í beinni samkeppni við íþróttafélögin og á heldur lægra verði heldur en það sem gengur og gerist. Í ljósi þessa töldum við að það væri kannski rétt að endurskoða gjaldskrána og bjóða upp á sambærileg sumarnámskeið á svipuðu verði,“ Þegar undirritaður spurðist fyrir um á fundi Lýðheilsu – og íþróttanefndar Kópavogs hvaða íþróttafélög hefðu þrýst á um þessar hækkarnir var ekkert um svör. Mögulega hefði verið eitthvað óformlegt við einhverja, ekkert formlegt, engin beiðni, rökstuðningur eða neitt. Ákvörðunin um hækkunina var meirihlutans í Kópavogi og hann tók þetta upp hjá sjálfum sér, sá svo að sér og hefði bara betur viðurkennt það hreint og beint. Íþróttafélögin í Kópavogi báðu ekki um að gjöld á sumarnámskeið bæjarins væru hækkuð, þá hefði það komið fram í svarinu í nefndinni. Svo er rétt að hafa í huga að sumarfrístundanámskeiðin sem bærinn heldur eru m.a. ætluð þeim börnum sem e.t.v. finna sig ekki í íþróttanámskeiðum, en svoleiðis börn eru víst til, og það þarf líka að sinna þeirra þörfum og sjá til þess að þau hafi eitthvað skemmtilegt að gera yfir sumarið. Bæjarstjóranum fannst upplagt að rukka fjölskyldur þeirra frá helmingi uppí tvöfallt meira en síðasta ár, allt undir því kunnulega yfirvarpi bæjarstjórans síðustu vikur að það þurti að fjármagna launahækkarnir kennara. Svo þegar hún varð vör við skiljanlega óánægju bæjarbúa þá henti hún íþróttafélögunum fyrir rútuna. Ekki er það nú stórmannlega gert. Höfundur er fulltrúi Samfylkingarinnar í lýðheilsu- og íþróttanefnd Kópavogs.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar