6 Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Samstarfsnefnd um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hefur skilað áliti sínu um kosti og galla mögulegrar sameiningar og mun kynna niðurstöður sínar á íbúafundum í næstu viku. Nefndin telur meðal annars að sameining muni stuðla að aukinni byggðafestu og auka aðdráttarafl svæðisins fyrir nýja íbúa. Kosið verður um sameiningu dagana 28. nóvember tikl 13. desember. Innlent
Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn Jóhannsson er þrautreyndur fantasy-spilari og viskubrunnur um ensku úrvalsdeildina í fótbolta. Strákarnir í Fantasýn hlaðvarpinu rýndu í liðið hans og vilja að hann nýti landsleikjahléið vel til breytinga. Enski boltinn
Æstur aðdáandi óð í Grande Ástralskur aðdáandi óð upp að söng- og leikkonunni Ariönu Grande og tók utan um hana í Singapore í gær. Cynthia Erivo, mótleikkona Grande, kom henni til varnar og ýtti manninum frá áður en hann var fjarlægður af vettvangi. Maðurinn gerir markvisst út á það að ryðjast upp á svið til tónlistarmanna eða inn á íþróttaviðburði. Bíó og sjónvarp
Bíll lenti undir strætisvagni Myndband af umferðarslysi þar sem bíll lendir undir strætisvagni var birt á samfélagsmiðlinum TikTok í gær. Einn var fluttur á sjúkrahús með minniháttar áverka. Fréttir
Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Eik fasteignafélag hf. og Hamravellir atvinnuhús ehf. hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á iðnaðar- og lagerhúsnæði við Jötnahellu í Hafnarfirði. Húsnæðið verður byggt með þarfir öflugra fyrirtækja að leiðarljósi. Áætlaður framkvæmdartími er um 12 mánuðir. Byrjað verður á 2.600 fermetrum að Jötunhellu 5 en til greina kemur að sameina lóðir að Jötnahellu 5 og 7 og stækka húsnæðið og athafnasvæði lóðanna til muna. Viðskipti innlent
Aðhaldsstigið „aukist verulega“ og spá því að vextir lækki um 50 punkta Skýr merki eru um kólnun í atvinnulífinu, meðal annars með auknu atvinnuleysi og ágjöf sem stórar útflutningsgreinar hafa orðið fyrir, og aðhaldsstig peningastefnunnar á heimilin hefur sömuleiðis „aukist verulega“ eftir vaxtadóm Hæstaréttar, að mati greinenda ACRO verðbréfa. Þeir spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni lækka vextina um fimmtíu punkta í næstu viku og vara við því að ef vaxtalækkunarferlið fer ekki af stað á nýjan leik þá muni líkur á harðri lendingu hagkerfisins aukast enn frekar. Innherji
Einar Már, Sunna Dís og Sigrún Eldjárn lesa upp í kvöld Höfundar lesa upp úr bókum sínum í kvöld í Bókabúð Forlagsins, Fiskislóð 39. Upplesturinn verður í beinni hér á Vísi og hefst útsending klukkan 20. Lífið samstarf