Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi „Þegar ég var yngri var ég mun ævintýragjarnari en núna,“ segir tónlistarkonan Vaka Agnarsdóttir sem hefur vakið mikla athygli sem söngkona sveitarinnar Inspector Spacetime. Vaka eyðir ekki miklum tíma í að spá í tískuna og velur alltaf þægindi fram yfir annað en er með einstakan og ofurtöff stíl. Tíska og hönnun 15.7.2025 20:00
Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Stórstjarnan Rihanna heldur áfram að slá met fyrir einhvern flottasta meðgöngustíl sem sést hefur. Söngkonan sem á von á sínu þriðja barni með rapparanum A$AP Rocky er þekkt fyrir stórglæsilegan stíl og virðist njóta þess enn betur að klæða sig upp á meðgöngunni. Tíska og hönnun 15.7.2025 16:06
Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian „Það er alveg sturlað að sjá þetta,“ segir förðunarfræðingurinn Auður Sif Jónsdóttir sem er búsett í Los Angeles og sá um förðun fyrir nýjustu tískulínu stórstjörnunnar Kim Kardashian. Tíska og hönnun 15.7.2025 12:23
„Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Konráð Eggertsson lærði að prjóna í fyrrasumar, þá 81 árs gamall, og hefur ekki hætt síðan. Fyrst prjónaði hann peysu á sig, síðan á syni sína tvo og næst eru það dæturnar. Prjónaskapurinn hafi komið honum sjálfum og allri fjölskyldunni á óvart. Tíska og hönnun 29.6.2025 13:21
Stálu senunni í París Menningarhöfuðborgin París iðar af tískulífi um þessar mundir og stærstu stjörnur heims láta sig ekki vanta á sjóðheitar sýningar tískurisa á borð við Louis Vuitton. Tíska og hönnun 25.6.2025 13:32
Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei „Ég get dundaði mér inni í skápnum mínum klukkutímunum saman. Það er eins og lífið standi í stað þegar ég er að reyna ákveða dress og ég get gleymt öllu amstri dagsins þegar ég einbeiti mér að fötum,“ segir 24 ára gamla tískudrottningin og lífskúnstnerinn Vala Karítas Guðbjartsdóttir. Hún lifir og hrærist í margbreytilegum heimi tískunnar en blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 17.6.2025 07:02
Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, hefur verið kjörin í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Hún kemur ný inn í stjórn ásamt Ingu Rut Gylfadóttur landslagsarkitekt. Tíska og hönnun 6.6.2025 12:48
Það allra heitasta í sumarförðuninni Með hverju sumri koma nýjar tískubylgjur á ýmsum sviðum sem einhverjir gleðjast yfir og vilja gjarnan stökkva á. Lífið á Vísi tók púlsinn á nokkrum öflugum förðunarfræðingum um hver sjóðheitustu förðunartrendin væru í sumar. Tíska og hönnun 3.6.2025 20:01
Fegin að hafa valið flottasta kjólinn fyrir óvænta trúlofun „Hann gaf til kynna að ég myndi vilja vera í flottasta kjólnum sem ég tók með mér út. Ég var nokkuð ánægð með þetta lúkk,“ segir brosmild og nýtrúlofuð Sunneva Einarsdóttir um fatavalið þegar hennar heittelskaði Benedikt Bjarnason bað um hönd hennar í Mexíkó. Sunneva er viðmælandi í Tískutali þar sem hún veitir innsýn í fataskáp sinn. Tíska og hönnun 29.5.2025 07:02
Enginn til ama á hátíðinni Amerísku tónlistarverðlaunin, betur þekkt sem AMA, voru haldin með pomp og prakt í Las Vegas í gær. Stórstjörnur skörtuðu sínu allra fínasta pússi og fóru margir óhefðbundnar leiðir í klæðaburði en kúrekaþemað er greinilega ennþá sjóðheitt. Tíska og hönnun 27.5.2025 13:01
Steldu stílnum af Birgittu Líf á frönsku rívíerunni Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn, raunveruleikastjarnan og ofurskvísan Birgitta Líf Björnsdóttir geislar í Suður-Frakklandi um þessar mundir. Hún kann greinilega að pakka fyrir skvísufrí og leikur sér með skemmtilega liti í sólinni á rívíerunni. Tíska og hönnun 26.5.2025 11:52
Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik. Tíska og hönnun 21.5.2025 12:01
Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir skein sannarlega skært í íslenskri hönnun þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún naut sín í sólinni á frönsku rívíerunni ásamt fríðu föruneyti úr kvikmyndinni Ástin sem eftir er. Tíska og hönnun 20.5.2025 15:12
Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala „Ég hafði bara alltaf svo geðveikt mikinn áhuga á þessu og mig langaði að lifa og hrærast í þessari tískumenningu,“ segir förðunarfræðingurinn og tískudrottningin Kolbrún Anna Vignisdóttir. Kolla, eins og hún er gjarnan kölluð fer einstakar leiðir í klæðaburði, er með meistaragráðu í flottum samsetningum og kann betur en flestir að kaupa trylltar flíkur á nytjamarkaði. Hún er viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 17.5.2025 07:03
Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Á ári hverju gefst landsmönnum tækifæri til að gægjast inn í framtíðarstefnu og strauma tískunnar hérlendis þegar útskriftarnemar fatahönnunar við Listaháskóla Íslands setja upp glæsilega sýningu með því allra nýjasta úr sinni smiðju. Tökumaður Vísis var á staðnum og í pistlinum má sjá tískusýninguna í heild sinni. Tíska og hönnun 7.5.2025 20:00
„Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Nú þegar Bogi Ágústsson fréttaþulur hefur lesið sinn síðasta fréttatíma á Ríkisútvarpinu virðist hann ekki þurfa á eins mörgum bindum að halda og áður. Hann er allavega búinn að koma tveimur pappakössum af bindum í búningasafn Rúv. Tíska og hönnun 7.5.2025 19:38
Þau allra nettustu á Met Gala Stærsta tískuhátíð ársins Met Gala fór fram á listasafninu Metropolitan Museum of Art í New York borg í gærkvöldi, fyrsta mánudaginn í maí. Þar var ekkert gefið eftir í glæsileikanum og frægustu stjörnur heims létu sig ekki vanta. Tíska og hönnun 6.5.2025 09:41
Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Stórstjarnan Rihanna lét sig ekki vanta á hátískuviðburð ársins í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Hún er þekkt fyrir að bera af á þessu kvöldi og toppaði sig í gær með að afhjúpa glæsilega óléttukúlu. Tíska og hönnun 6.5.2025 08:54
Mikil tilhlökkun fyrir stærstu tískuhátíð í heimi Fyrsti mánudagur í maí er runninn upp sem er gjarnan uppáhalds mánudagur tískuunnenda. Ástæða þess er að Met Gala, stærsta tískuhátíð í heimi, fer fram í New York í kvöld. Tíska og hönnun 5.5.2025 13:00
Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tónlistarkonan Una Torfadóttir naut sín í botn á sviðinu á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði um helgina. Klæðaburður hennar greip auga blaðamanns sem fékk að heyra nánar frá þessum sérsaumaða kjól sem vinur hennar hannaði sérstaklega fyrir Unu. Tíska og hönnun 22.4.2025 13:01
Gærurnar verða að hátísku Sýningin Þraut // Leiðin frá gæru til vöru var opnuð með pompi og prakt í síðustu viku í verslun Felds Verkstæðis að Snorrabraut 56, sem hluti af Hönnunarmars. Tískuunnendur flykktust að en sýningin verður opin almenningi til og með 3. ágúst næstkomandi. Tíska og hönnun 9.4.2025 17:02
Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Gestir flykktust að í Ásmundarsal síðastliðinn laugardag þegar fatahönnuðurinn Sóley Jóhannsdóttir frumsýndi sína fyrstu fatalínu, Sleepwalker. Yfir 200 manns mættu og viðbrögðin létu ekki á sér standa. Tíska og hönnun 9.4.2025 07:01
Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Hátískan tók yfir Landsbankahúsið síðastliðið föstudagskvöld þegar nýútskrifaðir fatahönnuðir afhjúpuðu nýjustu verk sín með tískusýningu. Fyrirsætur gengu um, lifandi tónlist ómaði og tískuþyrstir gestir flykktust að. Tíska og hönnun 7.4.2025 17:01
Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Það var sannarlega líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur um helgina þar sem allir helstu hönnuðir og listamenn landsins stóðu fyrir ýmsum sýningaropnunum í tilefni af Hönnunarmars. Borgin iðaði af menningu og gleði og fjöldi fólks tók púlsinn á listasenunni. Tíska og hönnun 7.4.2025 13:30