Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Förðunarfræðingurinn og hárgreiðslukonan Tinna Empera hefur haft áhuga á tísku frá blautu barnsbeini og ólst upp við það að þora að hugsa stórt. Hún flutti til New York fyrir þrettán árum síðan og hefur tekið þátt í ýmsum ævintýralegum verkefnum. Blaðamaður ræddi við Tinnu um lífið úti. Tíska og hönnun 21.11.2024 07:01
Flott klæddir feðgar Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari hefur verið í deiglunni að undanförnu og hefur klæðaburður hans ekki síst vakið athygli. Ástráður er með einstakan stíl og er hrifinn af óhefðbundnum settum. Sonur hans, plötusnúðurinn og viðburðahaldarinn Snorri Ástráðsson, á ekki langt að sækja tískuinnblásturinn en hann er sömuleiðis þekktur fyrir að fara töff leiðir í tískunni. Tíska og hönnun 20.11.2024 10:31
Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? „Í þessum þætti ætla ég að fara yfir það með ykkur hvernig við förðum mismunandi húðtýpur,“ segir förðunarfræðingurinn Rakel María sem fær til sín tvö módel þær Öglu og Agnesi í nýjasta þætti Fagurfræða. Tíska og hönnun 15.11.2024 14:03
Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hrekkjavökuhátíðin hefur fest sig í sessi hérlendis á undanförnum árum og bætist stöðugt í hóp þeirra sem kjósa að klæða sig í búning 31. október. Sumir vilja fara alla leið í herlegheitunum og ákvað Lífið á Vísi því að veita lesendum innblástur þegar það kemur að hrekkjavökubúningum. Tíska og hönnun 22.10.2024 11:02
Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Glamúrinn var sannarlega í fyrirrúmi á laugardagskvöld þegar stórstjörnur heimsins komu saman í sínu fínasta pússi á galakvöldi Academy Museum í Los Angeles. Tíska og hönnun 21.10.2024 20:00
Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Ofurskvísurnar Aníta Björt og Sigrún Guðný lifa fyrir tískuna og reka nytjaverslunina Mamma Mia Vintage í miðbæ Reykjavíkur. Þær stóðu fyrir tískuteiti á dögunum þar sem skvísur bæjarins mættu í sínu fínasta pússi. Tíska og hönnun 21.10.2024 13:01
Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Nærfatamódel á vegum Victoria's Secret sneru aftur á svið í gærkvöldi eftir sex ára hlé. Tískusýningin var því sérstaklega vegleg í þetta skiptið og fluttu einungis kvenkyns tónlistarmenn tónlistaratriði á hátíðinni. Allar helstu stjörnur fyrirsætuheimsins létu sig ekki vanta. Tíska og hönnun 16.10.2024 10:41
Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Raunveruleikastjarnan og dansarinn Ástrós Traustadóttir fagnaði nýrri fatalínu sinni með heitustu skvísum landsins síðastliðið sunnudagskvöld. Fatalínan er samstarfsverkefni Ástrósar og hönnuðarins Andreu en meðal gesta voru Sunneva Einars, Birgitta Líf, Magnea Björg, Manúela Ósk og Elísabet Gunnars. Tíska og hönnun 15.10.2024 13:01
Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Fatahönnuðurinn Hildur Yeoman er nýkomin heim úr ævintýralegri ferð til Parísar þar sem hún þræddi tískusýningar franskra tískuhúsa, skellti sér í rússíbana með stórstjörnum, hitti Kylie Jenner og tók púlsinn á helstu straumum tískunnar um þessar mundir. Tíska og hönnun 8.10.2024 15:02
Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Í þættinum í dag ætla ég að fara með ykkur í gegnum skyggingar. Skyggingar vefjast oft fyrir mörgum og við erum oft pínu hrædd við þær,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtinn Rakel María í nýjasta þætti Fagurfræða. Þar fer Rakel yfir það hvernig best er að skyggja andlitið svo andlitsdrættir njóti sín sem best. Tíska og hönnun 4.10.2024 14:01
„Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Raunveruleikastjarnan og athafnakonan Kylie Jenner kom tískusýningargestum á óvart í gær þegar hún lokaði sýningu franska tískuhússins Coperni með stæl. Kylie gekk tískupallinn síðust allra, rokkaði svartan galakjól og minnti á illgjarna Disney drottningu. Tíska og hönnun 2.10.2024 13:04
Ógleymanlegt fermingarpils enn í uppáhaldi Ásgerður Diljá Karlsdóttir, markaðsstjóri og listrænn stjórnandi Aurum, segir persónulegan stíl sinn í stöðugri þróun og hefur gaman að því að klæðast litum. Amma Ásgerðar hefur sömuleiðis haft mótandi áhrif á tískuáhugann hjá henni en Ásgerður er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 21.9.2024 11:31
Kátir tískukarlar hjá Kölska Stórglæsilegir gæjar komu saman föstudaginn þréttanda september þegar Kölski hélt heljarinnar veislu í tilefni af því að liðin eru sex ár frá stofnun merkisins. Tíska og hönnun 18.9.2024 20:01
Best klæddu stjörnurnar á Emmy verðlaununum Stjörnurnar skinu skært í hátísku á rauða dreglinum í gærkvöldi. Tilefnið var Emmy verðlaunahátíðin sem fór fram í nótt í Peacock leikhúsinu í Los Angeles. Tíska og hönnun 16.9.2024 13:09
Hægt og rólega að finna stílinn sinn aftur eftir barneignir Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum. Tíska og hönnun 14.9.2024 11:33
Mætti á nærfötunum einum klæða Geimfarar og fáklæddar stórstjörnur voru meðal þeirra sem létu sjá sig á verðlaunahátíð MTV sjónvarpsstöðvarinnar, Video Music Awards eða VMA sem fram fór í nótt. Tíska og hönnun 12.9.2024 12:50
Tár, gleði, hátíska og ást hjá Línu og Gumma í New York Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun. Tíska og hönnun 11.9.2024 11:31
Tískan við þingsetningu: Hverjir voru í hverju? Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10.9.2024 20:02
Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið. Tíska og hönnun 10.9.2024 14:22
Laufey prýðir forsíðu Vogue Rísandi stórstjarnan Laufey hefur sannarlega átt risastórt ár og meðal annars unnið til Grammy verðlauna, selt upp á tónleika um allan heim og mætt á Met Gala. Hún prýðir nú forsíðu hátískublaðsins Vogue sem þykir mjög eftirsóknarvert. Tíska og hönnun 9.9.2024 15:59
Óþægilegir skór undantekningalaust slæm hugmynd „Ég get mjög líklegast farið í allar sundlaugar landsins og aldrei í sama sundbolnum tvisvar,“ segir tískuáhugakonan Amna Hasecic. Amna er sérfræðingur í viðskiptaþróun hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Öldu og hefur séð um kynningarmál og markaðssetningu hjá Heimsþingi kvenleiðtoga. Hún er sömuleiðis viðmælandi í Tískutali. Tíska og hönnun 7.9.2024 11:31
Rakel María afhjúpar skotheldar leynileiðir í förðun „Ég get farið farið að dansa sveitt í alla nótt, farið að sofa, vaknað og verið gordjöss í fyrramálið,“ segir förðunarfræðingurinn og hársnyrtirinn Rakel María um skothelda förðun sem hún kennir í splunkunýjum þáttum. Þættirnir heita Fagurfræði og þar fer Rakel María yfir ýmis góð ráð og aðgengilegar aðferðir þegar það kemur að förðun. Tíska og hönnun 5.9.2024 16:01
Helen Óttars í herferð Juicy Couture Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir er búsett í London og hefur unnið að ýmsum spennandi verkefnum í tískuheiminum. Hún sat nýverið fyrir skvísumerkið Juicy Couture og stefnir jafnvel á bandarískan markað á næstunni. Blaðamaður tók púlsinn á henni. Tíska og hönnun 4.9.2024 07:03
„Banna mér alfarið að hugsa um föt sem karla- og kvennaföt“ Tónlistarmaðurinn og dansarinn Torfi Tómasson segir tískuna geta verið ákveðin framlenging af manni sjálfum og hefur gengið í gegnum ýmis konar tísku tímabil. Hann hefur sérstaklega gaman af því að klæða sig upp fyrir sviðið og tengir flíkurnar ekki við afmarkað kyn. Torfi er viðmælandi vikunnar í Tískutali. Tíska og hönnun 31.8.2024 11:30