Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Reglu­lega til­kynnt um þjófnað á vatni

Silja Ingólfsdóttir upplýsingafulltrúi Veitna segir það reglulega gerast að tengt sé fram hjá mæli og vatni stolið. Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um þjófnað á vatni frá Veitum á byggingarsvæði í Grafarvogi. Grétar Stefánsson, aðalvarðstjóri á lögreglustöð á Vínlandsleið, segir að á byggingarsvæðinu hafi verið að taka vatn fram hjá mæli. Um sé að ræða nýbyggingarsvæði.

Innlent
Fréttamynd

Pollróleg þó starfs­á­ætlun þingsins hafi verið felld úr gildi

Starfsáætlun Alþingis hefur verið felld úr gildi en síðasti þingfundur vetrarins átti samkvæmt henni að fara fram í dag. Enn hefur bandormurinn svonefndi ekki verið afgreiddur. Þingflokksformenn Viðreisnar og Miðflokksins eru pollróleg yfir stöðunni á þingi þó óljóst sé hvenær það fari í jólafrí og sögðu í kvöldfréttum Sýnar að þingstörf gengu vel.

Innlent
Fréttamynd

Stofnunum fækkar um tuttugu

Um helmingur tillagna frá hagræðingarhópi ríkisstjórnarinnar verður að veruleika, samkvæmt skýrslu vinnuhóps. Ríkisstjórnin lofar 107 milljarða hagræðingu í ríkisrekstri yfir næstu fimm árin. Flest af því sem kemur fram í tillögunum hefur þegar verið kynnt, en verði af öllum áformum mun stofnunum fækka um tuttugu.

Innlent
Fréttamynd

Skila­boð Vestfirðings til stjórn­valda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón

Hátt í þrjátíu þúsund fiskar Tungusilungs drápust í landeldi í Tálknafirði fyrir helgi eftir að rafmagni sló þar út. Rekstrarstjóri Tungusilungs segist hafa áttað sig á því að þessi staða gæti komið upp einn daginn því hann hafi ekki séð neinar framfarir í afhendingaröryggi raforku á svæðinu í áratugi. Vestfirðingar séu annars flokks þegar komi að innviðum.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan

Tveir karlmenn sem handteknir voru í ruslageymslum í fjölbýlishúsi í Túnunum í Reykjavík aðfaranótt þriðjudags eru góðkunningjar lögreglu. Íbúi í húsinu fann reykjarlykt og áttaði sig í framhaldinu á því að líklega væri um óvelkomna gesti í ruslageymslunni að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni frá Kársnesi vegna mannslátsins

Í þágu rannsóknar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á andláti karlsmanns í heimahúsi í Kópavogi í lok nóvember leitar embættið eftir myndefni frá vegfarendum sem fóru um bifreiðastæði við Kópavogslaug og göturnar Skjólbraut, Borgarholtsbraut, Meðalbraut og Kópavogsbraut föstudaginn 28. nóvember frá klukkan 18 og til miðnættis.

Innlent
Fréttamynd

„Gjör­sam­lega sam­fé­lags­lega ó­tækt“ að hafna kröfunni

Það er ríkissaksóknara að meta hvort dómurinn yfir Margréti Löf hafi verið of vægur segir settur varahéraðssaksóknari í málinu. Hún var í gær dæmd í 16 ára fangelsi fyrir manndráp og sérstaklega hættulega líkamsárás. Ákæruvaldið benti á að það væru lagaskilyrði fyrir lengri dómi. Lögmaður hálfbróður hennar segir samfélagslega óttækt að kröfu um brottfall erfðaréttar hafi verið vísað frá. Haldið verði áfram með málið.

Innlent
Fréttamynd

„Grafalvarlegt“ að Ís­land fari gegn vísinda­legri ráð­gjöf

Utanríkisráðherra segir ekki rétt að norskar fiskvinnslur hafi forskot á íslenskar á makrílafla sem veiddur er í norskri lögsögu. Íslenskar vinnslur geti vel boðið í aflann. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd segir grafalvarlegt að farið sé gegn vísindalegri ráðgjöf með nýju samkomulagi.

Innlent
Fréttamynd

Faldi töflurnar í nammipoka

Þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir innflutning á rúmlega 2.200 Oxycontin-töflum til Íslands í fyrra. Töflurnar voru faldar í nammipokum.

Innlent
Fréttamynd

Hjálmar gefur ekki kost á sér

Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingarinnar frá árinu 2010 hefur ákveðið að segja staðar numið í stjórnmálum. Hann gefur ekki kost á sér í komandi borgarstjórnarkosningum í maí.

Innlent
Fréttamynd

Eyja­menn ó­sáttir við nýbirta samgönguáætlun

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Vestmannaeyjum gagnrýnir harðlega nýframkomna samgönguáætlun sem hún segir að komi Eyjamönnum afar illa. Hún segir eyjaskeggja ekki lesa það úr áætluninni að nú skuli ræsa vélarnar, eins og Eyjólfi Ármannssyni innviðaráðherra varð tíðrætt um þegar áætlunin var kynnt.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­stjórnin sendi leið­réttingu inn í beina út­sendingu

Bítinu á Bylgjunni bárust skilaboð frá fulltrúa stjórnarflokkanna sem vildi leiðrétta ummæli viðmælanda. Viðmælandinn hafði velt því fyrir sér hvort það væru samantekin ráð af hálfu formanna stjórnarflokkanna að hrósa hver öðrum í Silfrinu á mánudag. Fulltrúi ríkisstjórnarinnar þvertók fyrir það.

Innlent
Fréttamynd

Segja frekari úr­bóta þörf og vísa meðal annars til PPP

Samráðshópur ríkja Evrópuráðsins gegn spillingu (GRECO) hefur lokið athugun sinni gagnvart Íslandi. Fyrsta skýrsla GRECO um Ísland í fimmtu eftirlitslotu var gefin út árið 2018. GRECO lagði fram átján tillögur til að sporna gegn spillingu innan hins opinbera og hjá löggæsluyfirvöldum. Þrettán hafa nú verið innleiddar, fjórar innleiddar að hluta en ein ekki.

Innlent