
Skimun fyrir krabbameini

Bólusetning gegn HPV fækkar krabbameinstilvikum um nærri 90 prósent
Bresk rannsókn bendir til þess að bólusetning gegn HPV-veirunni hafi fækkað tilfellum leghálskrabbameins um nærri 90 prósent. Veiran á þátt í nær öllum krabbameinum sem greinast í leghálsi.

Öryggi kvenna í óstöðugu heilbrigðiskerfi
Málefni tengd legháls- og brjóstaskimunum hafa verið mikið í umræðunni og hefur hún bæði snúist um brotalamir við umræddar skimanir innan Krabbameinsfélagsins og yfirfærslu þeirra skimana yfir til heilsugæslunnar.

Landlæknir áréttaði við heilsugæsluna að láta konur njóta vafans
Öll leghálssýni sem fyrst voru sett til hliðar vegna gruns um ofskimum voru á endanum send til rannsóknar í Danmörku. Örfá einkennasýni voru þeirra á meðal. Þetta er meðal þess sem kemur fram í gögnum sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Embætti landlæknis í sumar og svörum þeirra við fyrirspurnum Vísis.

Vísbendingar um að kulnun tengist breytingaskeiði: Ný hormónameðferð geti haft jákvæð áhrif
Vísbendingar nýrra rannsókna sýna að ein af hverjum tíu konum á breytingaskeiði detta út af vinnumarkaði vegna einkenna þess. Læknir segir brýnt að rannsaka vandann. Sífellt fleiri kannanir sýni gagnsemi nýrra hormónameðferða.

Biðtími krabbameinssjúklinga lengist
Formaður Brakkasamtakanna segir Ísland hafa dregist aftur úr hinum Norðurlöndunum þegar komi að skimun fyrir krabbameini. Þá hafi biðtími eftir fyrsta viðtali skurðlæknis eftir krabbameinsgreiningu lengst. Formaðurinn vill að ferlar verði einfaldaðir í heilbrigðiskerfinu.

Segir lækna hafa hlegið að sér og sagt að hún væri of ung til að greinast með krabbamein
Sóley Björg Ingibergsdóttir greindist með krabbamein aðeins 27 ára. Hún segir að læknar hafi hlegið að henni og sagt að hún væri allt of ung til að greinast með krabbamein þegar hún leitaði til þeirra vegna gruns um sjúkdóminn. Hún vill að auðveldara verði fyrir ungt fólk að leita til læknis.

Greindist með eitilfrumukrabbamein
David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga
Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert.

„Þessi sjúkdómur er miskunnarlaus“
„Pabbi minn lést úr heilakrabbameini árið 2013 eftir mjög stutta baráttu. Þessi sjúkdómur miskunnarlaus og ég hvet alla til að fara til læknis ef minnsti grunur vaknar,“ segir hönnuðurinn Hlín Reykdal í samtali við Vísi.

Hvidovre-sjúkrahúsið hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna
Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hefur sagt upp samningnum um greiningu leghálssýna frá 1. janúar 2022. Undirbúningur að því að taka við rannsóknunum stendur yfir á Landspítalanum.

Segir gæðamálin komin í lag og búið sé að tryggja mönnun til lengri tíma
Tölvukerfið sem notað er við úrlestur brjóstamynda styður tvíblindan úrlestur og þá hefur Landspítalinn gripið til ýmissa aðgerða til að tryggja að gæðamál séu í lagi á Brjóstamiðstöðinni sem nú er starfrækt við Eiríksgötu.

Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana
Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ráðherra kannast ekki við vandamál hjá Brjóstamiðstöðinni
Svandís Svavarsdóttir segist ekki hafa haft upplýsingar um að 1.400 konur bíði nú niðurstaða eftir brjóstamyndatöku í ágústmánuði. Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag mættu 280 af þeim konum í myndatöku vegna einkenna.

Ekkert lesið úr brjóstamyndum í ágúst: Íslensku læknarnir hættir og búið að semja við danskt fyrirtæki um úrlestur
Landspítalinn hefur samið við danska fyrirtækið Senologia ApS um heildarþjónustu í brjóstamyndgreiningu. Báðir íslensku læknarnir sem sinntu starfinu hættu í sumar vegna gæðamála og engin úrlestur fór fram í ágústmánuði.

Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins
Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands.

Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins
Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“.

Pallborðið: Kafað ofan í umdeildan flutning leghálsskimana
Flutningur leghálsskimana úr landi og til Kaupmannahafnar hefur verið tilefni mikillar umfjöllunar undanfarnar vikur og mánuði.

Um tíu konur kvarta til landlæknis og krefjast bóta
Lögmaður hefur kvartað til landlæknis og gert bótakröfu fyrir hönd hátt í tíu kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir vanrækslu í tengslum við skimun eða sérskoðun á brjóstum. Einni konunni var synjað um læknisþjónustu vegna Covid og greindist síðar með brjóstakrabbamein og meinvörp, að sögn lögmanns.

Segir umræðuna um leghálskrabbamein hafa snúist um hræðsluáróður
Konur sem koma í leghálsskimun þurfa nú að bíða í sex vikur, jafnvel fjórar, eftir niðurstöðum. Þetta segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Fréttablaðið.

Konurnar fái niðurstöður í þessari eða næstu viku
Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimana eiga von á niðurstöðum í þessari viku eða þeirri næstu. Þetta segir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.

Konur sem fóru í skimun í mars bíða enn svara
Þær konur sem beðið hafa lengst eftir svörum vegna leghálsskimunar hafa beðið meira en fjóra mánuði. Konur sem fóru í skimun í lok mars eiga enn eftir að fá niðurstöðu. Þetta kemur fram í svörum Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu við fyrirspurn Vísis.

Kristján segir sig frá krabbameinsskimunum
Kristján Oddsson, svæðisstjóri Heilsugæslunnar Hamraborgar, hefur sagt sig frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana, sem hann hefur stýrt frá miðju síðasta ári. Samhæfingarstöðin sá meðal annars um skimanir fyrir leghálskrabbameini eftir að þær voru færðar frá Krabbameinsfélagi Íslands til Heilsugæslunnar.

Upplýsingaóreiða heilbrigðisyfirvalda
Um mánaðamótin júní/júlí lýsti Svandís Svavarsdóttir því yfir að til stæði að flytja aftur til Íslands, greiningar á sýnum sem tekin eru til að skima fyrir leghálskrabbameini og öðrum sýnum sem tekin eru vegna eftirlits eða jafnvel einkenna um sjúkdóminn.

Kvenfyrirlitningin liggur víða í laumi
Undanfarna daga hafa konum sem fóru í rannsóknir/skimun fyrir leghálskrabbameini fyrr á árinu, borist svör með niðurstöðum. Það á bæði við konur sem eru án einkenna um sjúkdóminn og þær sem þurfa frekari rannsóknir eða meðferð. En nú ber svo við að síðartaldi hópurinn átti alls ekki að fá þetta sem rafrænt bréf án aðgátar í nærveru sálar.

Höfuðið hefur misst vitið
Við viljum geta treyst heilbrigðiskerfinu okkar. Við viljum geta treyst því að ef við sjálf eða einhver okkur nákominn veikist, þá fái þau þá bestu umönnun og meðferð sem möguleg er, án tillits til efnahags eða fjölskylduaðstæðna.

Mæting í brjóstaskimun „langt undir ásættanlegu viðmiði“
Það sem af er ári hafa aðeins 49 prósent kvenna mætt í skimun eftir brjóstakrabbameinum eftir að hafa fengið boð frá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.

Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein minni en kvenna á Norðurlöndunum
Lífslíkur íslenskra kvenna sem fá brjóstakrabbamein eru heldur minni en kvenna á Norðurlöndunum samkvæmt nýrri rannsókn. Þrettán prósent láta lífið á fyrstu fimm árum eftir greiningu hér á landi.

Konur í landinu fá hrós dagsins
Í gær, þann 1. júlí 2021, bárust þau tíðindi að heilbrigðisyfirvöld hefðu ákveðið að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur til Íslands eftir að þær voru fluttar til Danmerkur í janúar. Krabbameinsfélagið fagnar þessari ákvörðun, sem er stórt skref í þá átt að vinda ofan af þeim vandræðum sem uppi eru varðandi leghálsskimanir. Ákvörðunin mun á endanum draga úr vantrausti kvenna og stytta biðtíma eftir niðurstöðum verulega.

Heilsugæslan boðar rannsóknir á Landspítala en ekki fyrr en næstu áramót
Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákveðið að hefja undirbúning þess að flytja rannsóknir á leghálssýnum aftur heim til Íslands, nánar tiltekið á Landspítala. Ákvörðunin er tekin í samráði við heilbrigðisráðuneytið.

Fylgir því gríðarlegt flækjustig að senda sýnin út
Mikil og flókin skriffinska fylgir móttöku, merkingu og áframsendingu leghálssýna til Danmerkur, þar sem þau eru rannsökuð. Ferlinu er lýst í erindi sem Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu sendi Persónuvernd, sem hefur ferlið til skoðunar.