Innlent

Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Það tekur steypuna einhverja daga að harðna og á meðan er þess eðlilega beðist að ekki sé ekið á hana.
Það tekur steypuna einhverja daga að harðna og á meðan er þess eðlilega beðist að ekki sé ekið á hana. Aðsend

Lokað verður fyrir umferð um Breiðholtsbraut um helgina milli Jaðarsels og Vatnsendahvarfs vegna þess að unnið er að því að steypa nýja brú. Breiðholtsbraut verður lokuð að næturlagi í 10-14 daga en á meðan steypan harðnar er mikil slysahætta sé ekið á hana.

Vegagerðin greinir frá því í tilkynningu að lokunin taki gildi klukkan eitt í nótt, aðfaranótt laugardags, og gildi til klukkan fimm um nótt aðfaranótt mánudagsins tíunda nóvember. Í framhaldinu verður kaflinn lokaður milli klukkan 22:00 og til 6:30. Tekið er fram að sé ekið á brúna geti skapast mikil hætta fyrir bæði vegfarendur og starfsfólk.

Verið er að steypa brú yfir Breiðholtsbraut sem lið í Arnarnesvegarverkinu.Aðsend

Á meðan opið er fyrir umferð verður fjögurra metra hæðartakmörkun og Vegagerðin brýnir fyrir verktökum, flutningsaðilum sem og öðrum að virða þessar takmarkanir. Þegar nýja steypan hefur náð fullum styrk verða hæðartakmarkanir 4,2 metrar.

Opið verður fyrir neyðarakstur og fylgst verður með því að hæðartakmarkanir verði virtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×