Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. ágúst 2021 17:26 Forsvarsmenn Krabbameinsfélagsins eru ómyrkir í máli um bréf ráðuneytisins. Vísir/Vilhelm Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Í bréfinu segir meðal annars að í kjölfar „alvarlegra gæðavandamála“ hjá Krabbameinsfélagi Íslands, hafi öryggi kvenna og gæði rannsókna á leghálssýnum verið best tryggt með samningi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins. „Bent er á að á þeim tíma þegar samningur við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins var gerður, var ekki til staðar nein rannsóknarstofa á Íslandi sem gat tekið verkefnið að sér að uppfylltum settum gæðaskilyrðum,“ segir enn fremur. Krabbameinsfélagið bendir hins vegar á að þegar ákvörðun var tekin um að gera samning við Hvidovre-sjúkrahúsið í Danmörku hafi ekkert faglegt mat legið fyrir á gæðum rannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins tók við leghálsskimunum þann 1. janúar 2021 og samdi við rannsóknarstofu Hvidovre-sjúkrahússins um rannsóknirnar. Niðurstöður hlutaúttektar embættis landlæknis á Leitarstöð KÍ voru hins vegar birtar tveimur mánuðum síðar þann 24. febrúar 2021 og því ómögulegt að ákvörðunin byggði á úttektinni,“ segir í yfirlýsingu KÍ. Þá sé rangt að Embætti landlæknis hafi komist að þeirri niðurstöðu að „alvarleg gæðavandamál“ hefðu verið á rannsóknarstofu Leitarstöðvarinnar. Rétt er að embættið hefði sagt að „ákveðna hluta innra gæðaeftirlits hefði verið hægt að nýta betur til að hafa yfirsýn á gæði frumugreininga í heild“. Í yfirlýsingunni segir einnig að ákvörðun um flutning skimunarverkefnisins frá KÍ til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu hafi verið tekin í byrjun árs 2019, meðal annars með þeim rökum að færa ætti þjónustuna nær því sem gerðist í öðrum löndum. Engar athugasemdir voru gerðar við gæðamál á Leitarstöðinni. Þá skyti skökku við að halda því fram að gæðamál hefðu verið í alvarlegum ólestri hjá Leitarstöðinni á sama tíma og búið væri að fela þáverandi yfirlækni stöðvarinnar að leiða Samhæfingarstöð krabbameinsskimana.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira