Greindist með krabbamein mánuðum eftir að einföld skimun var látin duga Snorri Másson skrifar 29. september 2021 19:16 Krabbameinsfélagið annast ekki skimanir fyrir krabbameini kvenna lengur en ljóst er að brotalamir voru í framkvæmd þeirra skimana á meðan þær voru á forræði félagsins. Vísir/Vilhelm Kona íhugar skaðabótamál við Krabbameinsfélagið eftir að mistök voru gerð við athugun á brjóstakrabbameini hjá henni. Hún var ekki send í fullnægjandi skoðun þegar hún mætti með einkenni og sögu af sjúkdómnum og mat sérfræðings er að meðferðarferli hefði getað hafist mun fyrr ef það hefði verið gert. Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli. Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Fyrir um þremur árum leitaði konan til Krabbameinsfélagsins vegna þess að hún fann til einkenna brjóstakrabbameins. Hún þekkti þau vel, enda hafði hún áður glímt við slík veikindi. Hjá Krabbameinsfélaginu var hún send í skimun en ekki klíníska skoðun, eins og hún óskaði eftir. Skimuninni er beitt sem hópleit hjá einkennalausum konum til að skima fyrir mögulegu krabbameini og er mun takmarkaðri athugun en alvöru skoðun. „Það lítur út fyrir að það hafi ekki verið hlustað á athugasemdir sem hún hafði varðandi eigin heilsu, sem hefði átt að leiða til þess að farið hefði verið út í meiri og betri athugun á hennar heilsufari,“ segir Sævar Þór Jónsson, lögmaður konunnar. Sævar Þór Jónsson lögmaður.Vísir/Vilhelm Konan greindist ekki með neitt athugavert í skimuninni en einkennin héldu áfram. Því fór hún nokkrum mánuðum síðar á eigin vegum til sérfræðings. Læknirinn tekur hana til ítarlegrar skoðunar og tekur sýni úr henni og hún reynist vera með krabbamein. Það hafði þá fengið að þróast. Samkvæmt sérfræðiáliti brjóstaskurðlæknis á Landspítala, sem fréttastofa hefur undir höndum, hefði konan átt að vera send strax í klíníska brjóstaskoðun, sem hefði þá komið henni áfram í viðeigandi meðferðarferli mun fyrr en raunin varð. „Það eru brotalamir víða, ekki bara sem snúa að þessari leghálsskimun heldur einnig brjóstaskimun. Nýjustu vendingar benda til þess að þar hafi verið ákveðnar brotalamir sem því miður hafi leitt til þess að einstaklingar hafi ekki fengið tilhlýðilega úrlausn sinna mála,“ segir Sævar Þór. Lögmaðurinn hefur vísað nokkrum svipuðum málum til landlæknis, þannig að vera kann að ekki sé öll sagan sögð um heilsubresti af völdum mistaka hjá Krabbameinsfélaginu á meðan félagasamtökin önnuðust starfsemina. Krabbameinsfélagið vildi þegar fréttastofa leitaði eftir því ekki tjá sig um einstök mál en sagði að þegar ábendingar bærust um mál af þessum toga færu þær í viðeigandi ferli.
Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Tengdar fréttir Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30 Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26 Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Yfirlæknar sitja fyrir svörum um breytt fyrirkomulag leghálsskimana Krabbameinsfélag Íslands býður til opins fundar um nýtt fyrirkomulag leghálsskimana kl. 15 í dag. Á fundinum verður farið yfir verklag leghálsskimana eftir að þær fluttust frá Krabbameinsfélaginu til Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu. 8. september 2021 14:30
Krabbameinsfélagið gagnrýnir „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ ráðuneytisins Bréf heilbrigðisráðuneytisins til Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“ inniheldur „alvarlegar rangfærslur og eftiráskýringar“ sem mikilvægt er að leiðrétta. Þetta segir í yfirlýsingu frá Krabbameinsfélagi Íslands. 27. ágúst 2021 17:26
Heilbrigðisráðuneytið treysti ekki rannsóknarstofu Krabbameinsfélagsins Það er mat heilbrigðisráðuneytisins að rannsóknarstofa Krabbameinsfélagsins hafi ekki uppfyllt gæðaskilyrði til að sinna rannsóknum á leghálssýnum. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn sem send var fyrir hönd Facebook-hópsins „Aðför að heilsu kvenna“. 27. ágúst 2021 10:09